Listasafn ASÍ – Eftirprentanir til sölu

Listasafn ASÍ býður til sölu eftirprentanir af mögnuðu verki Ragnheiðar Jónsdóttur, 23 mínútur gengin í þrjú (1976). Verkefnið kjarnar kvennafrídaginn og útgáfan helst í hendur við kvennaverkfallið í dag, 24. október. Hægt er að fá verkið í bæði hátíðarútgáfu og hefðbundnari eftirprentun.

Hátíðarútgáfan er 40×60 cm, Offset prent á 200g Arctic Volume pappír og kostar 3.900 kr. Hægt er að kaupa verkið hér.

Hefðbundna eftirprentunin er 50×70 cm, Offset prent á 240g Munken pappír og kostar 5.200 kr. Hægt er að kaupa hefðbundnu eftirprentunina hér.

Það kemur fyrir að vefverslun safnbúðarinnar stenst ekki álagið ef mikil umferð er um síðuna. Fólk er beðið að sýna þessu skilning og bent er á að áhugasamir geta haft samband við safnabúðina í gegnum Messenger ef þeir lenda í vandræðum með að ganga frá kaupum.

Deila á
Kristján Ingi Jónsson Fréttir