Virk fyrirtæki

Framsýn á í góðu samstarfi við Virk starfsendurhæfingarsjóð og er Ágúst Óskarsson, ráðgjafi hjá Virk, starfsmaður Framsýnar. Starfsemi Virk snýst um að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.

Virk fagnar um þessar mundir 15 ára starfsafmæli. Á ársfundi Virk þann 25. apríl var í fyrsta sinn veitt viðurkenning til fyrirtækja og stofnana sem þykja sinna vel samstarfi við Virk og sýna samfélagslega ábyrgð og er stefnan að héðan í frá verði þetta árlegur viðburður.

Að þessu sinni voru það 13 fyrirtæki og stofnanir sem fengu tilnefningu. Það voru svo Össur Iceland og Vista verkfræðistofa sem fengu viðurkenninguna Virkt fyrirtæki 2023.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík var eitt þeirra fyrirtækja og stofnana sem fengu tilnefningu að þessu sinni. Sjá nánar hér.

Deila á
Kristján Ingi Jónsson Fréttir