Lausar vikur í orlofshúsum

Það eru enn þó nokkrar vikur lausar í orlofshúsunum í sumar, mest í júní og ágúst, en einnig er eitthvað laust á Einarsstöðum og Illugastöðum í júlí. Athugið að eingöngu er í boði að leigja heilar vikur í orlofshúsum og eru skiptidagar á föstudögum.

Hægt er að skoða lausar vikur á orlofsvefnum: https://orlof.is/framsyn/site/rent/rent_list.php. Það sem merkt er með x er bókað. Grár bakgrunnur merkir að húsið er ekki í boði á þeim tíma. Eins má spyrjast fyrir um lausar vikur með því að hafa samband við skrifstofuna.

Einnig er enn talsvert laust í íbúðum stéttarfélaganna, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þar er fyrirkomulagið dagaleiga eins og verið hefur.

Til að sækja um þarf að hafa samband við skrifstofu.

Deila á
Kristján Ingi Jónsson Fréttir