Glærukynning á kjarasamningi sjómanna

Núna stendur yfir atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning sjómanna. Kosning verður opin til klukkan 15 föstudaginn 10. mars. Hægt er að kjósa með því að smella á þennan hlekk: https://mitt.asa.is/Poll/Poll/Detail/144

Framsýn hefur fengið glærukynningu með hljóðupptöku sem sjómenn geta notað til að kynna sér samninginn betur. Smellið hér til að opna kynninguna. Þegar kynningin hefur verið opnuð er best að smella á „Slide Show“ í valmyndinni efst. Smellið svo á „From Beginning“ og þá ætti kynningin að spilast með hljóði.

Deila á
Kristján Ingi Jónsson Fréttir