Kæru vinir og velunnarar

Okkur Fagraneskots fjölskyldunni langar til að bjóða ykkur velkomin heim til okkar í fjárhúsin, sunnudaginn 22. Maí 2022. Við ætlum að opna dyrnar og taka á móti öllum frá kl.11:00 til 15:00 sem áhuga hafa að sjá sauðburðar lífið og bjóða upp á kleinur og kakó. Við eflum til styrktar dags vegna þess að nú er að verða liðið hálft ár frá því Rán og fjölskyldunni hennar bárust þær erfiðu fréttir um slæmt ástand tvíburana þeirra. Móðir náttúra var ekki sanngjörn og annar tvíburinn bjó við lífshættulegar aðstæður í móðurkviði og var frá upphafi ekki hugað líf og þar af leiðandi var bróðirinn einnig í lífshættu. Rán er Pollýanna að eðlisfari og hefur alltaf reynt að vera hörð í gegnum allt sem lífið á hana kastar, hún hefur sýnt svo mikla þrautseigju og þolinmæði þrátt fyrir að alltaf blæs vindurinn á móti. En nú þarf hún á aðstoð okkar að halda.

24 . Mars 2022 voru drengirnir tveir sóttir með keisaraskurði á 29 viku meðgöngu og hafa barist hetjulega fyrir lífi sínu á vökudeild síðan og koma öllum á landspítalanum stanslaust á óvart.

Þetta er búið að vera langt ferli sem ekki sér fyrir endann á, þau Rán og Shay verða að meta alltaf einn dag í einu og hafa gert meira og minna allt þetta ár. Þau búa í lítilli sjúkraíbúð í Reykjavík og fengu hann Atlas loksins til sín um Páskana eftir langan aðskilnað. Það er ekki vitað en hvenær þau snúa heim aftur, en vonandi hafa tvíburarnir fljótlega heilsu til að verða fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri þá kæmist fjölskyldan allavega aðeins nær heimahögunum.

Það hafa fylgt þessu margar áskoranir á meðgöngunni, eins og t.d. Sjúkraferðir til Svíþjóðar, mörg flug til að sækja læknisþjónustu, flutningur til Reykjavíkur, atvinnu tap, röskun á heimilislífi svo ekki sé talað um áföllin sem fylgja því að vita ekki hvort börnin þín lifa eða deyja

Það er nógu erfitt líkamlega og andlega að standa í svona baráttu og okkur finnst að ekki ætti að bæta fjárhagsáhyggjum ofan á allt saman. Því langar okkur að biðla til ykkar hvort þið séuð í stakk búin að veita litla fjárhagsaðstoð henni Rán og fjölskyldunni litlu.

Við munum vera með söfnunarbauk í fjárhúsunum sem hægt verður að setja pening í á staðnum en einnig höfum við opnað styrktarreikning  til að safna inn á fyrir þau.

Reikningsnúmer: 1110 – 05 – 250441

Kennitala: 240594 – 4129

Frekari upplýsingar er hægt að afla hjá Patrycju Mariu í símanúmer 8645652.

Kröfugerð Framsýnar samþykkt

Mikil vinna hefur farið fram innan Samninganefndar Framsýnar að móta kröfugerð félagsins vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Félagið hefur þegar samþykkt að veita Starfsgreinasambandi Íslands og Landssambandi ísl. Verslunarmanna umboð til að semja fyrir hönd félagsins. Því fylgir að formaður Framsýnar verði virkur í kjaraviðræðunum og gæti hagsmuna félagsmanna. Undirbúningur vegna mótunar kröfugerðarinnar fór þannig fram að auglýst var eftir áherslum félagsmanna, trúnaðarmenn á vinnustöðum voru virkjaðir og þá hefur Samninganefnd félagsins haldið nokkra undirbúnings fundi. Á fundi samninganefndarinnar í gær var eftirfarandi kröfugerð samþykkt samhljóða:

Formáli:

Að mati Samninganefndar Framsýnar stéttarfélags eru Lífskjarasamningarnir einir merkilegustu kjarasamningar sem gerðir hafa verið allt frá undirritun Þjóðarsáttasamningana 2. febrúar 1990. Sérstaklega hvað varðar að jafna launakjör í landinu. Megininntak samningsins var að verja kaupmátt launa, vinna gegn verðbólgu og tryggja lægri vexti til frambúðar.

Að mati Framsýnar náðust þessi markmið að mestu leiti, þrátt fyrir að nokkuð skorti á að ríkisstjórnin hafi staðið við gefin loforð s.s. um að setja skýrar reglur um févíti þegar fyrirtæki standa ekki við gerða kjarasamninga.

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar sem fylgdi kjarasamningunum fólst í skattalækkunum, vaxtalækkunum, ákveðnum frystingum þjónustugjalda ríkis og sveitarfélaga, hækkun barnabóta, lengingu fæðingarorlofs, svo ekki sé talað um sértækar aðgerðir er sneru að húsnæðismálum ungs fólks.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru að umfangi um 80 milljarðar á gildistímanum til að styðja við markmið um stöðugleika og bætt kjör launafólks.

Lífskjarasamningurinn byggði á svokallaðri krónutöluleið sem að mati Samninganefndar Framsýnar er besta leiðin til að jafna lífskjörin í landinu. Aðrir hópar launafólks, sem búa við mannsæmandi kjör og rúmlega það verða að hafa skilning á viðleitni stéttarfélaga láglaunafólks að auka jöfnuð í landinu.  Það gera þeir best með því að taka heilshugar undir kröfuna um að allir eigi að geta séð sér farborða með sínu vinnuframlagi. Menn eiga ekki að þurfa að taka að sér aukavinnu til að geta framfleytt sér. Það eiga allir að geta lifað af fullu starfi sem og af örorku- og lífeyrisgreiðslum. Að mati Samninganefndar Framsýnar er ekki annað boðlegt.

Sem áður er mikilvægt að samningsaðilar í samráði við stjórnvöld vinni áfram að því að verja kaupmátt launa, vinni gegn verðbólgu og tryggi lægri vexti til frambúðar.

 

Áherslur Samninganefndar Framsýnar vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins:

  1. Öll aðildarfélög SGS standi saman að mótun kröfugerðar sambandsins og fari sameinuð í kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins.
  2. Samstaða náist um að framlengja Lífskjarasamninginn á svipuðum nótum og núverandi samningsforsendur byggja á. Það er með aðkomu stjórnvalda/sveitarfélaga og markmiðið verði að tryggja kaupmátt launa.
  3. Samið verði um hagvaxtarauka.
  4. Samið verði um krónutöluhækkun og launakjör starfsmanna á almenna vinnumarkaðinum verði hækkuð að lágmarki til jafns við opinbera starfsmenn sem gegna sambærilegum störfum og félagsmenn aðildarfélaga SGS á almenna vinnumarkaðinum.
  5. Samið verði um raunverulega vinnutímastyttingu líkt og LÍV samdi um í síðustu kjarasamningum. Sala á neysluhléum er ekki vinnutímastytting, stytta þarf raun vinnutíma.
  6. Tekin verði upp ný launatafla enda núverandi launatafla óvirk.
  7. Almenn kjör í kjarasamningi SA og SGS verði jöfnuð við kjarasamninga opinberra starfsmanna s.s. veikinda- og orlofsréttur. Öllum verði tryggður 30 daga orlofsréttur. Opnað verði á frekari veikindarétt starfsmanna vegna maka/foreldra.
  8. Hvað varðar aðkomu stjórnvalda að kjarasamningunum er mikilvægt að áhersla verði lögð á að auka jöfnuð í búsetuskilyrðum burt séð frá búsetu. Sérstaklega er hér verið að tala um aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu og námi á framhalds- og háskólastigi svo ekki sé talað um þann mikla flutningskostnað sem fylgir því að búa á landsbyggðinni, fjarri Reykjavík.
  9. Stjórnvöld komi að því með verkalýðshreyfingunni að skapa leigjendum og íbúðarkaupendum á lágmarkskjörum öruggt íbúðarhúsnæði á viðráðanlegum kjörum, sem stillt verði af í samræmi við fjárhagslega getu þeirra á hverjum tíma. Öruggt og gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum er grundvallarþáttur í velferð launafólks um land allt.
  10. Samið verði um hærri framlög fyrirtækja í Fræðslusjóðinn Landsmennt. Greiðslur fyrirtækja til Landsmenntar eru mun lægri en greiðslur ríkis og sveitarfélaga í Sveitamennt og Ríkismennt. (Framlag í dag: Landsmennt 0,3% – Sveitamennt 0,82% – Ríkismennt 0,82%).
  11. Samninganefnd Framsýnar áskilur sér rétt til að koma með tillögur við einstakar greinar í þeim kjarasamningum sem eru undir í þeim viðræðum sem eru framundan við SA.
  12. Þess er vænst að búið verði að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir 1. nóvember 2022, það er þegar núgildandi kjarasamningar renna út. Ef ekki gildi kjarasamningurinn frá þeim tíma.
  13. Framsýn stéttarfélag mun leggja sitt að mörkum til að þau metnaðarfullu markmið sem tiltekin eru í kröfugerð félagsins nái fram að ganga gagnvart aðildarfyrirtækjum SA og stjórnvöldum, það er ríki og sveitarfélögum.

Þannig samþykkt á fundi Samninganefndar Framsýnar stéttarfélags þriðjudaginn 17. maí 2022.

 

Fjölmörg mál á dagskrá stjórnarfundar Framsýnar

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kemur saman til fundar í dag. Fjölmörg mál eru á dagskrá fundarins. Stjórn Framsýnar-ung er einnig boðuð á fundinn.

 

  1. Inntaka nýrra félaga
  2. Kröfugerð félagsins/undirbúningsfundur
  3. Aðalfundur félagsins
  4. Aðalfundur Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum
  5. Hátíðarhöldin 1. maí
  6. Uppsagnir á HSN
  7. Stofnanasamningar
  8. ASÍ-UNG fundur
  9. Heiðursviðurkenningar
  10. Bónussamningur PCC
  11. Samningur við Flugfélagið Erni
  12. Hátíðarhöld sjómannadagsins
  13. Ársfundur Lsj. Stapa
  14. Kjör trúnaðarmanns á Bakka/yfirtrúnaðarmaður
  15. Heimsóknir frambjóðenda
  16. Stjórnarmaður í Þekkingarnet Þingeyinga
  17. Formannafundur LÍV 24. Maí
  18. Stuðningur við flóttafólk frá Úkraínu
  19. Bankaviðskipti
  20. Aðalfundur Sparisjóðs –Þingeyinga
  21. Íbúð G-26
  22. Önnur mál
  23. a) Asparfell-aðalfundur

Nokkrar vikur lausar í sumarhúsum í sumar

Eftir úthlutun sumarhúsa eru nokkrar vikur lausar víða um land. Þá eru einnig lausar vikur í íbúðum stéttarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstur kemur, fyrstur fær!

Eiðar: Tvær vikur

 19. til 26. ágúst – 26. ágúst til 2. september

Mörk: Ein vika

  1. til 17. júní

Kjarnaskógur: Tvær vikur

 12. til 19. ágúst – 19. til 26. ágúst

Illugastaðir: Tvær vikur

 12. til 19. ágúst – 26. ágúst til 2. september

Öflugir frambjóðendur í kjöri – nýtum rétt okkar til að kjósa

Það var virkilega ánægjulegt að fá frambjóðendur frá öllum þeim framboðum sem bjóða fram lista í sveitarfélaginu Norðurþingi í heimsókn á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Reynsluboltana frá Framsókn, unga og efnilega fólkið úr forystusveit VG og Samfylkingarinnar, sameinaða sjálfstæðismenn og forystusveit M – Listans sem hefur líkt og hin framboðin sterkar skoðanir á málefnum sveitarfélagsins og hvað betur má fara í rekstrinum.  Starfsfólk stéttarfélaganna þakkar frambjóðendum fyrir komuna með ósk um gott samstarf á komandi kjörtímabili.  Á morgun er kosið til sveitastjórna. Rétturinn til að kjósa er ekki sjálfsagður og lýðræði stendur höllum fæti víða í heiminum – nýtum réttinn okkar og skilum okkar atkvæði á morgun kæru landsmenn til sjávar og sveita.

 

M – Listi samfélagsins í góðum gír

Það var ekkert dónalegt að fá fulltrúa M – listans í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrr í dag. Það voru þau Áki Hauksson, Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir og Birkir Freyr Stefánsson en þau skipa þrjú efstu sætin á listanum. Miklar og góðar umræður urðu um málefni Norðurþings. Þau vilja taka á rekstri sveitarfélagsins með því að sýna ráðdeild, aga og ábyrgð í rekstri. Þá voru atvinnumál, húsnæðismál, umhverfis- og skipulagsmál til umræðu.  Jafnframt var komið inn á mikilvægi þess að auka samstöðu íbúa burt séð frá búsetu í sveitarfélaginu. Kæmust þau í sveitarstjórn lögðu þau mikla áherslu á að eiga gott samstarf við Framsýn um málefni sveitarfélagsins. Formaður Framsýnar fagnaði því og tók undir mikilvægi þess að hagsmunaaðilar á svæðinu vinni betur saman að framgangi sveitarfélagsins.

Ánægð með stöðuna

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem skipa þrjú efstu sætin á lista flokksins vegna komandi sveitarstjórnarkostninga í Norðurþingi á laugardaginn komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna í hádeginu í dag. Þetta voru þau Hafrún Olgeirsdóttir, Helena Eydís Ingólfsdóttir og Kristinn Jóhann Lund. Umræða var tekin um málefni sveitarfélagsins, atvinnumál, ódýr kosningaloforð, Öskjureitinn, flugsamgöngur og mikilvægi þess að setja aukinn kraft í húsbyggingar í sveitarfélaginu. Menn voru sammála um að húsnæðisskortur stæði sveitarfélaginu fyrir þrifum. Þá kom fram hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins ánægja með fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Fráfarandi meirihluta hefði tekist vel til í fjármálastjórnun Norðurþings sem væri afar mikilvægur þáttur í starfsemi sveitarfélagsins. Formaður Framsýnar notaði tækifærið og óskaði eftir góðu samstarfi við verðandi sveitarstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins á komandi kjörtímabili líkt og hann hefur komið á framfæri við frambjóðendur annarra framboða sem litið hafa við á Skrifstofu stéttarfélaganna síðustu dagana.

Ungt fólk á uppleið

Það var ánægjulegt að fá tvo unga og efnilega frambjóðendur í heimsókn frá S – listanum, lista Samfylkingarinnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Norðurþingi. Þetta voru þau Rebekka Ásgeirsdóttir sem skipar annað sætið og Reynir Ingi Reinhardsson sem skipar þriðja sætið á listanum sem komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þau áttu gott samtal við formann Framsýnar um helstu málefni Norðurþings í dag og á komandi kjörtímabili. Atvinnumál, velferðarmál og húsnæðismál voru þeim ofarlega í huga og þá komu nýlegar uppsagnir ræstingarfólks á HSN á Húsavík einnig til umræðu, enda vakið mikla athygli í samfélaginu. Formaður Framsýnar talaði fyrir góðu samstarfi eftir kosningarnar enda hagsmunir stéttarfélaganna og Norðurþings að mestu sameiginlegir. Það er alltaf ánægjulegt þegar ungt fólk gefur kost á sér til starfa fyrir samfélagið. Rebekka og Reynir Ingi eiga örugglega framtíðina fyrir sér á þeim vettvangi.

Hvalaskoðunarsamningurinn komin úr prentun

Framsýn gekk nýlega frá sérkjarasamningi við Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna sem vinna við hvalaskoðun. Búið er að þýða samninginn yfir á ensku auk þess sem búið er að prenta hann út á íslensku og ensku. Í boði er að starfsmenn fyrirtækjanna nálgist þá á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þá er einnig hægt að nálgast þá með rafrænum hætti inn á heimasíðu stéttarfélaganna framsyn.is. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Kalla eftir góðu samstarfi

Efstu menn á lista framsóknar og félagshyggju litu við hjá formanni Framsýnar í gær til að ræða komandi kosningar í Norðurþingi og helstu baráttumál listans, komist þeir til valda eftir næstu sveitarstjórnarkosningar. Listinn býr yfir reynslumiklu fólki í bland við nýtt fólk sem er tilbúið að takast á við krefjandi störf í þágu samfélagsins í Norðurþingi. Í máli þeirra kom fram að B – listinn leggur mikið upp úr góðu samstarfi við stéttarfélögin á komandi kjörtímabili enda fari hagsmunir sveitarfélagsins og stéttarfélaganna saman s.s. varðandi atvinnumál, flugsamgöngur, húsnæðismál, skólamál og velferðarmál. Að sjálfsögðu fagna stéttarfélögin þessari afstöðu B – listans enda hefur nokkuð skort á þetta samstarf á umliðnu kjörtímabili við meirihluta Norðurþings. Eftir góðar umræður þótti frambjóðendum B – listans við hæfi að afhenda formanni Framsýnar fyrsta fréttablaðið sem framboðið var að gefa út og kom út í gær með helstu áherslumálum framboðsins. Blaðið mun berast til kjósenda fyrir kjördag á laugardaginn.

Drogi Wyborco!

Drogi Wyborco!

Witamy w spisie wyborców uprawnionych do głosowania w Norðurþing

W związku z tym, że po raz pierwszy będziesz głosował(a) w wyborach samorządowych w Norðurþing, które odbędą się dnia 14 maja br., chcielibyśmy zwrócić Ci uwagę na kilka kwestii praktycznych.

Gdzie mogę głosować?
Lokale wyborcze w naszej gminie znajdują się pod następującymi adresami:

Lokale wyborcze  I & II dla wyborców z Húsavíku i Reykjahverfi.
Skólagarði 1, Húsavík.
Otwarte: 10:00 – 22:00

Lokal wyborczy  III dla wyborców z Kelduhverfi
Skúlagarður. 671 Ásbyrgi.
Otwarte: 10:00 – 18:00.

Lokal wyborczy  IV dla wyborców z Kópasker
Akurgerði 6, 670 Kópasker.
Otwarte: 10:00 – 18:00.

Lokal wyborczy  V dla wyborców z Raufarhöfn
Aðalbraut 26, 675 Raufarhöfn.
Otwarte: 10:00 – 18:00.

Sprawdź, czy twoje imię i nazwisko widnieje w spisie wyborców uprawnionych do głosowania na stronie www.egkys.is, a także adresy lokali wyborczych. Jeżeli nie możesz głosować w terminie wyborów, masz prawo oddać głos in absentia. Więcej informacji na ten temat znajduje się na stronie kosning.is

Jak przebiega głosowanie?
Po udowodnieniu swojej tożsamości poprzez okazanie dokumentu (paszportu), dostaniesz kartę do głosowania. Następnie udasz się do kabiny do głosowania, gdzie używając ołówka (znajdującego się w kabinie), umieścisz X na karcie do głosowania obok listy kandydatów, na którą chcesz oddać głos. (Następnie udaj się do kabiny do głosowania, gdzie za pomocą ołówka (znajdującego się w kabinie) i wpisz nazwiska kandydatów, których chcesz głosować w wyborach samorządowych na karcie do głosowania.) Na koniec złóż kartę do głosowania i wrzuć ją do urny wyborczej.  Nie rób niczego więcej z kartą do głosowania, aby nie unieważnić swojego głosu.

Czy moje imię i nazwisko na pewno znajduje się w spisie wyborców uprawnionych do głosowania?
Ostatnio przeprowadziłeś się do nowego adresu lub jesteś obywatelem zagranicznym? Wejdź na stronę kosning.is, aby się upewnić, czy twoje imię i nazwisko znajdują się w spisie wyborców uprawnionych do głosowania. Obywatele zagraniczni nabywają prawa wyborczego w wyborach samorządowych po upływie określonego czasu pobytu w Islandii.

Dokładniejsze informacje

Na stronie informacyjnej www.kosning.is znajduje się więcej praktycznych informacji dla wyborców. Na stronie Gminy www.nordurthing.is znajdują się informacje na temat lokali wyborczych oraz kandydatów do rady gminy czy miasta. Informacje na temat kandydatów i ich postulatów dotyczących polityki gminy można znaleźć na stronach internetowych i mediach społecznościowych konkretnych kandydatów czy partii kandydujących.

Z poważaniem,

More information can be found here

 

Dear voter, Welcome to the electoral roll in Norðurþing.

Dear voter,
Welcome to the electoral roll in Norðurþing.

As this is the first time you will be voting here in Norðurþing, we would like to go over a few practical matters regarding the municipal elections on 14 May.

Where can I vote?
The municipality’s polling station(s) is/are:
Polling stations I & II for voters in Húsavík and Reykjahverfi.
Skólagarði 1, Húsavík.
Open: 10:00 – 22:00

Polling station III for voters in Kelduhverfi
Skúlagarður. 671 Ásbyrgi.
Open: 10:00 – 18:00.

Polling station IV for voters in Kópasker
Akurgerði 6, 670 Kópasker.
Open: 10:00 – 18:00.

Polling station V for voters in Raufarhöfn
Aðalbraut 26, 675 Raufarhöfn.
Open: 10:00 – 18:00.

You can search for your name in the electoral roll at egkys.is to see where you vote. If you are unable to vote on election day you can cast an absentee ballot. Further information on pre-election voting can also be found on www.kosning.is

How does the voting take place?
When you have identified yourself by showing your identification (passport), you will be handed a ballot. You take the ballot with you into the voting booth and use the pencil there to make an X by the party of your choice. (If there are no candidates, you must write out the names of those you wish to vote for.) You then fold the ballot and put it in the ballot box.  Don’t do anything else with the ballot, as that may invalidate your vote.

Am I on the electoral roll?
Did you move to a new address recently or are you a foreign citizen? Go to www.kosning.is and search for your name to see if you are registered on the electoral roll. Foreign citizens earn the right to vote in municipal elections when they have resided in Iceland for a specified number of years.

Further information
The website www.kosning.is contains a wealth of practical information for voters. The municipality’s website www.nordurthing.is has information on polling stations and the parties running in the municipal elections. Information on the candidates and their policies in municipal matters can be found on the websites and social media accounts of the parties.

More information can be found here

Best regards,

Norðurþing

Ketilsbraut 7-9, Húsavík

 

Verði að greiða lágmarkslaun til að leggja við bryggju

Til þess að mega leggja við bryggj­ur Bret­lands, verða ferj­ur að greiða starfs­fólki sínu laun sem nema bresk­um lág­marks­laun­um, að því gefnu að ný lög verði samþykkt þar að lút­andi.

Þannig verður hafna­yf­ir­völd­um heim­ilt að vísa frá þeim sem ekki upp­fylla þessi skil­yrði. Rík­is­stjórn­in kynnti þessi áform í dag og benti á að með þeim yrði hlífðarskyldi slegið yfir tugþúsund­ir sjó­manna.

Svar við hópupp­sögn P&O

Þetta kem­ur i kjöl­far þess að fyr­ir­tækið P&O sagði upp átta hundruð starfs­mönn­um sín­um á einni nóttu í mars, til þess að ráða inn er­lenda verka­menn sem fá greitt langt und­ir lág­marks­laun­um.

Grant Shapps, sam­gönguráðherra Bret­lands, seg­ir aðgerðir P&O ekki í sam­ræmi við þau grunn­gildi sem sjáv­ar­út­veg­ur Breta stend­ur fyrr. Með þess­ari laga­breyt­ingu verði send skýr skila­boð um að mis­notk­un á starfs­fólki verði ekki liðin.

Ríkið seg­ir að um­rædd laga­setn­ing komi til með að fylla í laga­legt tóma­rúm sem myndaðist milli breskra og alþjóðlegra laga, sem P&O hafi nýtt sér á óforskammaðann máta.

(Þessi áhugaverða frétt er tekin af mbl.is. Þessar reglur þarf að innleiða á Íslandi þegar í stað)

 

Framsýn tekur á móti flóttafólki

Það getur enginn setið hjá þegar horft er til hörmunganna í Úkraínu þar sem stríðsglæpamaður í byssuleik heldur heilli þjóð í heljargreipum með skelfilegum afleiðingum. Þjóðir heims verða að koma íbúum Úkraínu sem eru á flótta til aðstoðar.

Hvað það varðar hefur Framsýn stéttarfélag komið á framfæri hörðum mótmælum við rússneska sendiráðið. Félagið hefur jafnframt samþykkt að leggja söfnun Rauða krossins á Íslandi til fjármagn til stuðnings flóttafólkinu. Til viðbótar má geta þess að Framsýn hefur ákveðið að leggja flóttafólki frá Úkraínu til íbúð á vegum Framsýnar í gegnum hjálparsamtök. Það var vel við hæfi að mæðgur með lítið barn á flótta frá Úkraínu flytu inn í eina af íbúðum félagsins á höfuðborgarsvæðinu á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Framsýn hvetur jafnframt önnur stéttarfélög til að bregðast við þessum hörmungum með því að leggja sitt að mörkum til að aðstoða flóttafólk sem leitar til Íslands í skjól undan byssukúlum.

 

 

Fjörugur fundur á Akureyri

Eins og við sögðum frá hér á heimasíðunni stóð Stefna félag vinstri manna á Akureyri fyrir morgunfundi 1. maí á Hótel KEA. Ræðumaður dagsins var formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson. Auk þess var boðið upp á fjölbreytta dagskrá við allra hæfi, söng, upplestur og þá flutti Ólafur Þ. Jónsson, fyrrverandi vitavörður ávarp þar sem hann kom m.a. inn á mikilvægi samstöðunnar í íslenskri verkalýðsbaráttu. Vel var mætt á fundinn sem fór vel fram í alla staði.

Útskrift leikskólaliða og stuðningsfulltrúa

Föstudaginn 29. apríl voru útskrifaðir 18 nemendur af leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú sem haldin var á vegum Þekkingarnets Þingeyinga. Nemendahópurinn lauk tveggja ára námi en brautin er skipulögð sem nám með vinnu og er námið svo kölluð brú sem er sérstaklega ætluð fólki með langa starfsreynslu og margra ára námskeiðsferil að baki. Námið hófst haustið 2020 og fengu nemendur og skipuleggjendur að finna fyrir heimsfaraldri. Loturnar voru að hluta til rafrænar og kennarar, nemendur og verkefnastjórar fengu allir Covid. Það hafðist að klára námið og aldrei þurfti að fella niður tíma og útskrifaðist hópurinn á réttum tíma. Útskriftarnemar voru mjög ánægðir með námið og telja að það muni skila sér í bættri stöðu þeirra hvað varðar aukna þekkingu og færni til að takast á við fjölbreyttari verkefni.

Á myndinni er hópurinn ásamt Þóri Aðalsteinssyni og Anítu Jónsdóttur kennurum og Ingibjörgu Benediktsdóttir verkefnastjóra símenntunarsviðs. Stéttarfélögin óska þessum frábæru útskriftarnemum, sem flestir eru í Framsýn og Starfsmannafélagi Húsavíkur, til hamingju með árangurinn.

 

Frambjóðendur í heimsókn

Frambjóðendur VG í Norðurþingi heilsuðu upp á starfsmenn stéttarfélaganna í dag ásamt forsætisráðherra, tveimur þingmönnum og  starfsmönnum/aðstoðarmönnum þeirra. Góðar umræður urðu um framboðsmál og áherslur Framsýnar í byggða- og atvinnumálum á félagssvæðinu. Aldey, Ingibjörg og Halldór Jón fara fyrir lista VG í Norðurþingi. Þau ætla sér stóra hluti í komandi kosningum á laugardaginn. Þá var virkilega ánægjulegt að fá Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra í heimsókn ásamt þingmönnunum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Bjarna Jónssyni. Fyrir nokkru var formaður Framsýnar gestur á fundi frambjóðenda Framsóknarfloksins. Rétt er að ítreka að frambjóðendur allra flokka eru ávallt velkomnir í heimsókn enda leggja stéttarfélögin upp úr góðu samstarfi við kjörna sveitarstjórnarmenn og þingmenn á hverjum tíma.

Uppsagnir hjá HSN – megn óánægja meðal starfsmanna

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók nýlega ákvörðun um að bjóða út ræstingar og þrif á stofnunum HSN á Norðurlandi. Eftir því sem best er vitað bárust bara tilboð í þrif á stofnunum HSN á Húsavík og á Akureyri.  Ekki reyndist vera áhugi hjá verktökum að bjóða í þrifin á Siglufirði, Blönduósi eða Sauðárkróki.

Megn óánægja er meðal starfsmanna sem sinnt hafa þessum störfum hjá HSN á Húsavík. Það er með ákvörðun stofnunarinnar að bjóða út ræstingarnar og hvernig staðið var að útboðinu.  Starfsmönnum var tilkynnt formlega um þessar breytingar á fundi með yfirmönnum stofnunarinnar fyrir síðustu mánaðamót um leið og þeim voru afhent uppsagnarbréfin. Flestir þeirra starfsmanna sem eiga í hlut eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest.

Formaður Framsýnar var boðaður á fundinn sem stjórnendur HSN héldu með starfsmönnum, ekki síst þar sem starfsmenn lögðu mikla áherslu á að hann kæmi á fundinn þeim til stuðnings. Á fundinum gerði hann alvarlegar athugasemdir við uppsagnirnar og hvernig staðið var að þeim. Skoraði hann á HSN að draga þær þegar í stað til baka. Stjórnendur HSN höfnuðu því, sögðu þetta gert til að hagræða í rekstri stofnunnarinnar vegna rekstrarvanda. Vegna stöðunnar yrðu stjórnendur að taka til í rekstrinum. Formaður sagðist gefa lítið fyrir það, þar sem ráðist væri að konum í láglaunastörfum, konum sem væru á lélegustu kjörunum hjá HSN. Þangað væri ekkert að sækja til að laga fjárgagslega stöðu HSN.

Ljóst er að ákvörðun stjórnenda HSN að úthýsa ræstingunum til verktaka hafa eðlilega vakið athygli. Skrifstofu stéttarfélaganna hafa borist fyrirspurnir frá þingmönnum kjördæmisins vegna málsins og sömuleiðis frá sveitarstjórnarmönnum í Norðurþingi, nú síðast um helgina. Að sjálfsögðu gagnrýna menn svona vinnubrögð. Framsýn mun í dag óska eftir frekari upplýsingum frá HSN varðandi það hvernig stofnunin ætli að bregðast við rekstrarvanda stofnunnarinnar. Verður það bara gert með því að ráðast að þeim lægst launuðu hjá stofnuninni eða eru frekari aðgerðir fyrirhugaðar til að takast á við fjárhaglegan vanda HSN.

Við þökkum fyrir okkur – velheppnuð hátíðarhöld

Hátíð stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum 1. maí fór vel fram í alla staði. Á þriðja hundrað manns lögðu leið sína í höllina. Fjölmargir listamenn komu fram og skemmtu gestum. Þá vakti ræða formanns Framsýnar töluverða athygli og hafa helstu fjölmiðlar fjallað um hana. Ástæða er til að þakka öllum þeim sem komu fram á hátíðinni fyrir þeirra framlag, fulltrúum stéttarfélaganna sem lögðu á sig töluverða vinnu við undirbúning og frágang hátíðarhaldanna sem og Völsungi fyrir að leggja til vinnuafl við uppsetningu hátíðarinnar og frágang eftir velheppnuð hátíðarhöld.

Athygli vakti að töluvert færri sóttu hátíðina í ár en verið hefur undanfarin ár. Um 500 gestir hafa að meðaltali tekið þátt í hátíðarhöldunum á undanförnum árum. Reyndar ber að geta þess að óskir komu fram frá félagsmönnum sem ekki gátu sótt samkomuna vegna veikinda eða að öðrum ástæðum að henni yrði streymt. Orðið var við þeirri ósk og vitað er að fjölmargir nýttu sér þann möguleika. Sem dæmi má nefna að heimilisfólkið á Hvammi, heimili aldraðra safnaðist saman og horfði á streymið frá samkomunni. Hægt verður að horfa á streymið út þessa viku. Stéttarfélögin þakka öllum þeim sem lögðu leið sýna í höllina fyrir komuna. https://www.dropbox.com/s/ov7bd9qf102tibw/H%C3%A1t%C3%AD%C3%B0ardagskr%C3%A1%20-%2001.05.2022.mkv?dl=0

 

Væntingar, vextir og vonbrigði

Vaxtahækkun seðlabankans mun koma illa niður á heimilum og atvinnulífinu. Þegar vextir hækka umfram laun þýðir það kjararýrnun. Greiðslubyrði mun hækka á lánum og ráðstöfunartekjur minnka. Hjá mörgum fyrirtækjum hækkar fjármagnskostnaður sem aftur ýtir undir verðbólgu ef framleiðendur vöru og þjónustu ýta kostnaðarauka út í verðlag. Það er ekki sjálfgefið að vaxtahækkun slái á verðbólgu sem í auknum mæli er drifin áfram af hrávöruverði og innfluttu verðlagi.

Staðan var rædd á miðstjórnarfundi hjá ASÍ í vikunni þar sem varpað var ljósi á þau hagstjórnarmistök sem leiða nú til vaxtahækkana. Fyrir ári síðan fórum við hjá ASÍ að kalla eftir aðgerðum til að ekki þyrfti að koma til vaxtahækkana. Því miður var öðrum verkfærum í kistu seðlabankans ekki beitt fyrr en komið var í óefni. Nú þarf að fara í markvissar mótvægisaðgerðir til að verr sett heimili hreinlega standi undir nauðsynjum. Það ber að fagna því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir í dag til að létta róðurinn á verst settu heimilunum, hjá barnafjölskyldum, leigjendum, öryrkjum og öldruðum. Það er hins vegar óútfært hvernig á að greiða fyrir þessi auknu útgjöld en við höfum bent á það síðustu árin að tekjuöflun ríkissjóðs er ekki sjálfbær. Þannig verður að huga að tekjuöflun til dæmis með endurskoðun á fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum til að ekki komi til þjónustuskerðingar á móti auknum útgjöldum.

Ég held ég hafi rætt húsnæðismál í nánast hverjum einasta pistli og ræðu um margra mánaða skeið. Húsnæðishópur stjórnvalda með okkur og fleirum innanborðs átti að skila af sér tillögum um úrlausnir um síðustu  mánaðarmót. Því miður virðist vera of djúpt á skilningi á þörfum almennings til að raunverulegar tillögur hafi litið dagsins ljós í tæka tíð. Hópurinn þarf því að kröfu verkalýðshreyfingarinnar að kjarna sig betur og koma með raunverulegar aðgerðir til að taka á húsnæðisvandanum. Þessar aðgerðir verða að vera til skemmri og lengri tíma, með áherslu á fólk en ekki fjármagn. Niðurstöður hópsins munu tala inn í kjaraviðræður haustsins og því skiptir öllu máli að raunhæfar tillögur sem hafa raunveruleg áhrif verði kynntar. Við munum ekki láta okkar eftir liggja í þeirri vinnu frekar en fyrri daginn.

Svo skrifar forseti ASÍ