Líf og fjör á jólafundi

Hefð er fyrir því innan Framsýnar að halda jólafund félagsins á aðventu fyrir stjórn, trúnaðarráð, trúnaðarmenn, starfsmenn  og stjórn Framsýnar-ung. Þannig vill Framsýn þakka þeim fjölmörgu, sem flestir starfa í sjálfboðavinnu, fyrir framlag þeirra í þágu félagsmanna. Auk venjulegra fundarstarfa var boðið upp á kvöldverð og skemmtiatriði sem fundarmenn sáu sjálfir um að tendra fram. Að venju stóð skemmtinefndin sig afar vel sem Ósk Helgadóttir fór fyrir. Þá má ekki gleyma því að starfsfólkið á Gamla bauk sá til þess að enginn færi svangur heim. Linda M. Baldursdóttir var kjörin jólasveinn ársins fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og þá var Ósk varaformaður heiðruð með blómvendi frá samstarfsfólkinu innan Framsýnar en hún hefur verið mjög virk í starfi félagsins enda einstök kona í alla staði er viðkemur ekki síst verkalýðsmálum. Myndirnar frá fundinum tala sínu máli en það er bæði gefandi og skemmtilegt að starfa fyrir eitt öflugasta stéttarfélag landsins. Höfum í huga að það er alltaf pláss fyrir áhugasama félagsmenn sem vilja gefa kost á sér í gefandi og skemmtileg störf í þágu Framsýnar.

Kalla eftir uppbyggingu á leiguhúsnæði

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB sem stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum eiga aðild að, Framsýn, Þingiðn og STH. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd, „Almene boliger“. Leiðarljós félagsins er að veita leigutökum öruggt húsnæði til langs tíma. Nýlega stóðu stéttarfélögin í samstarfi við Norðurþing fyrir fundi með framkvæmdastjóra leigufélagsins, Birni Traustasyni um hugsanlegt samstarf um uppbyggingu á leiguhúsnæði í Norðurþingi. Fundurinn var vinsamlegur í alla staði og fram kom fullur vilji fundarmanna til að þróa samstarfið áfram. Fyrir liggur að það er mikil vöntun á leiguhúsnæði á Húsavík fyrir tekjulága. Þá kallar frekari atvinnuuppbygging í Öxarfirði á aukið framboð á húsnæði fyrir þá sem vilja setjast að á svæðinu. Rétt er að ítreka að Bjarg íbúðafélag er sérsniðið að tekjulágum einstaklingum á vinnumarkaði sem eiga hvað erfiðast með að komast í leiguhúsnæði á almenna húsnæðismarkaðinum vegna tekna.

Áhugaverð ljósmyndasýning í Safnahúsinu

Framsýn stendur þessa dagana fyrir ljósmyndasýningu í Safnahúsinu á Húsavík í samstarfi við Safnahúsið. Sýningin var hluti að fjölmenningadegi þar sem fulltrúar níu þjóðlanda kynntu matarhefðir frá sínum heimalöndum í byrjun desember. Myndirnar á sýningunni, sem eru samtals tuttugu, eru teknar af Agli Bjarnasyni ljósmyndara sem vann þær í samstarfi við Framsýn og eru þær af erlendu fólki við störf í Þingeyjarsýslum. Sýningin hefur vakið töluverða athygli og verður hún opin næstu vikurnar. Síðan stendur til að koma þeim fyrir í fundaraðstöðu stéttarfélaganna þar sem þær verða áfram til sýnis fyrir gesti og gangandi. Skorað er á áhugasama að gera sér ferð í Safnahúsið og skoða ljósmyndasýninguna og aðrar sýningar sem eru í gangi þessa dagana og vikurnar.

Takk fyrir að vera til staðar fyrir nærsamfélagið!

Stjórn Þingiðnar, félags iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum, hélt sinn síðasta stjórnarfund á árinu í Dalakofanum í Reykjadal rétt fyrir jólin. Þar tóku á móti þeim geislandi starfsmenn og heiðurshjónin Haraldur Bóasson og Þóra Fríður Björnsdóttir. Hjónin hafa rekið veitingastaðinn af miklum myndarskap í rúmlega áratug auk þess að reka verslun í sama húsnæði. Ljóst er að þjónusta sem þessi er afar mikilvæg fyrir nærsamfélagið og þann mikla fjölda ferðamanna sem leið eiga um Reykjadalinn á hverjum tíma. Á ferð sinni í Dalakofann notaði stjórn Þingiðnar tækifærið og þakkaði þeim hjónum fyrir framlag þeirra til samfélagsins með smá glaðningi frá félaginu.

Sé sagan skoðuð má geta þess að Haraldur Bóasson og Þóra Fríður Björnsdóttir keyptu fyrirtækið Útibú ehf. þann 1. september 2011 sem áður var í eigu hlutafélagsins Kjarna. Tekin var ákvörðun um að halda í nafnið, enda hefur staðurinn gengið í gegnum nokkrar nafnabreytingar í gegnum árin og Dalakofinn hafði sest vel í sessi hjá viðskiptavinum. Húsið sem hýsir Dalakofann var byggt árið 1962 sem útibú frá Kaupfélagi Þingeyinga. Húsnæðið var þá fyrst og fremst verslunarhúsnæði. Árið 1999 fékk staðurinn nýtt hlutverk undir nafninu Laugasel, og var staðnum þá breytt í núverandi mynd, með veitingastað þar sem áður var verslun og verslun þar sem áður var lager. Staðurinn hefur í gegnum tíðina verið rekinn sem fjölskyldufyrirtæki. Fjölskyldan hefur auk þess komið að því að reka tjaldstæði við íþróttavöll sveitarfélagsins, en hann er aðeins í nokkur hundruð metra fjarlægð frá veitingastaðnum.

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar 29. desember

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar stéttarfélags verður haldinn fimmtudaginn  29. desember 2022 í fundarsal félagsins. Fundurinn hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Kjaramál
  3. Önnur mál

Boðið verður upp á hefðbundnar veitingar og  óvæntan glaðning. Mikilvægt er að sjómenn láti sjá sig á fundinum og taki þátt í líflegum umræðum. Sjómenn á fiskiskipum hafa verið samningslausir í þrjú ár, verða verkföll eftir áramótin?

Stjórnin

Félagar í Þingiðn samþykktu kjarasamninginn

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins lauk í hádeginu í dag. Þingiðn á aðild að samningnum fyrir sína félagsmenn. Alls voru 89 félagsmenn á kjörskrá, atkvæði greiddu 14 eða 15,7% félagsmanna. Já sögðu 71.43% þeirra félagsmanna sem greiddu atkvæði, nei sögðu 21,43% félagsmanna. 7,14% tóku ekki afstöðu til samningsins og skiluðu auðu. Samningurinn skoðast því samþykktur með miklum meirihluta.

Verslunarmenn innan Framsýnar samþykktu kjarasamninginn, 87,5% sögðu já við samningnum

Í hádeginu í dag lauk kosningu um kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Landssambands ísl, verslunarmanna sem Framsýn á aðild að fyrir tæplega 300 félagsmenn, það er verslunar- og skrifstofufólk. Kjarasamningurinn var samþykktur í rafrænni atkvæðagreiðslu. Já sögðu 87,5%, nei sögðu 12,5%. Samningurinn skoðast því samþykktur. Samkvæmt þessari niðurstöðu ríkir mikil ánægja með kjarasamninginn sem gildir til 31. janúar 2024. Til hamingju félagar.

Spjallað fyrir félagsfundinn

Þessir tveir Aðaldælingar mættu tímanlega á félagsfund Þingiðnar í gær um nýgerðan kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem Þingiðn á aðild að fyrir sína félagsmenn. Þetta eru þeir Jónas og Kristján. Fundurinn var óvenju fjörugur. Ekki var annað að heyra en menn væru nokkuð ánægðir með samninginn. Hins vegar telja félagsmenn Þingiðnar að skýra þurfi betur út vinnutímastyttinguna sem frekar illa hefur gengið að innleiða hjá iðnaðarmönnum. Kosningu um samninginn, sem er rafræn, lýkur á morgun miðvikudag kl. 12:00. Skorað er á félagsmenn að greiða atkvæði um samninginn.

Gleði og hamingja meðal félagsmanna með kjarasamninginn – 85% samþykktu samninginn

Í hádeginu í dag lauk atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn sem starfa á almenna vinnumarkaðinum. Skrifað var undir samninginn 3. desember. Alls voru 1.521 félagsmenn Framsýnar á kjörskrá. Kjörsókn var 11,05%. Um 85%  félagsmanna  sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni samþykktu kjarasamninginn. Nei sögðu um 14% félagsmanna og innan við 1% skiluðu auðu. Þetta eru mikil gleðitíðindi enda endurspeglast ánægja félagsmanna í niðurstöðunni. Nýr kjarasamningur hefur því þegar tekið gildi með gildistíma frá 1. nóvember sl.

Lokað á Þorláksmessu

Skrifstofa stéttarfélaganna verður lokuð á Þorláksmessu, það er föstudaginn í þessari viku. Hefðbundinn opnunartími verður hins vegar í gildi frá þriðjudegi til föstudags í næstu viku, það er frá kl. 08:00-16:00.

 

Kæru félagsmenn Þingiðnar og Framsýnar, takið eftir

Klukkan 12:00 í dag klárast atkvæðagreiðsla um kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn á almenna vinnumarkaðinum. Endilega kjósið.

Þingiðn stendur fyrir félagsfundi í dag kl. 17:00 um nýgerðan kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem Þingiðn á aðild að fyrir sína félagsmenn. Hægt verður að kjósa um samninginn rafrænt til næstkomandi miðvikudags kl. 12:00.

Framsýn stendur síðan fyrir félagsfundi um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Landssambands ísl. Verslunarmanna sem Framsýn á aðild að fyrir félagsmenn sem starfa við verslun og þjónustu. Fundurinn hefst kl. 18:00. Hægt verður að kjósa um samninginn rafrænt til næstkomandi miðvikudags kl. 12:00.

Starfsfólk Skrifstofu stéttarfélaganna hefur farið víða undanfarið til að kynna nýgerða kjarasamninga, hér eru þeir í heimsókn hjá starfsmönnum GPG á Raufarhöfn.

Hér má sjá starfsmenn GPG kjósa eftir kynninguna. Flestir notuðu tækifærið og kusu um samninginn.

Starfsmenn GPG voru ánægðir með að fá kynninguna á vinnustaðinn.

Félagsfundur um kjaramál fór vel fram

Góður andi var meðal félagsmanna Framsýnar á kynningarfundi sem félagið stóð fyrir í dag um nýgerðan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Góð mæting var á fundinn. Eftir framsögu formanns urðu líflegar umræður um innihald samningsins. Ekki var annað að heyra en að menn væru almennt ánægðir með samninginn en rafræn atkvæðagreiðsla stendur nú yfir. Hægt er að kjósa með því að fara inn á heimasíðu Framsýnar. Óskir komu fram frá félagsmönnum fyrir fundinn að honum yrði streymt og var orðið við þeirri beiðni. Hér er slóðin: https://www.twitch.tv/videos/1677197533 vilji menn kynna sér innihald samningsins. Slóðin verður opin í viku.

 

 

Þingiðn boðar til félagsfundar um nýgerðan kjarasamning

Þingiðn stendur fyrir kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Samiðnar mánudaginn 19. desember kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Rafræn atkvæðagreiða um samninginn er hafin og stendur til kl. 12:00 þann 21. desember. Með því að fara inn á heimasíðu félagsins framsyn.is geta félagsmenn greitt atkvæði um samninginn.

Þingiðn

Verslunar- og skrifstofufólk ath. – kynningarfundur

Framsýn stendur fyrir kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Landssambands ísl. verslunarmann mánudaginn 19. desember kl. 18:00 í fundarsal félagsins. Samningurinn nær til félagsmanna Framsýnar sem starfa við verslun og þjónustu auk skrifstofustarfa. Rafræn atkvæðagreiða um samninginn er hafin og stendur til kl. 12:00 þann 21. desember. Með því að fara inn á heimasíðu félagsins framsyn.is geta félagsmenn greitt atkvæði um samninginn.

Framsýn

Verslunar og skrifstofufólk – rafræn atkvæðagreiðsla er hafin um  kjarasamninginn

Rafræn atkvæðagreiða um kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Landssambands ísl, verslunarmanna sem Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar á aðild að fyrir sína félagsmenn hófst kl. 12:00 í dag, 14. desember. Hægt er að kjósa hér á heimasíðunni. Atkvæðagreiðslan stendur yfir til kl.12:00 miðvikudaginn 21. desember. Afar mikilvægt er að félagsmenn greiði atkvæði um samninginn. Hér er slóðin inn á atkvæðagreiðsluna og kjarasamningurinn í heild sinni:

https://kjosa.vottun.is/Home/Vote/107?lang=IS

Hér má lesa samninginn í heild sinni í PDF

Iðnaðarmenn – rafræn atkvæðagreiðsla er hafin um  kjarasamninginn

Rafræn atkvæðagreiða um kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Samiðnar sem Þingiðn á aðild að hófst kl. 12:00 í dag, 14. desember. Hægt er að kjósa hér á heimasíðunni. Atkvæðagreiðslan stendur yfir til kl.12:00 miðvikudaginn 21. desember. Afar mikilvægt er að félagsmenn greiði atkvæði um samninginn. Hér er slóðin inn á atkvæðagreiðsluna og kjarasamningurinn í heild sinni:

https://innskraning.island.is/?id=kannanir.is&path=?client=survey_kannanir_/kosning/index.php/survey/index

Hér má sjá kjarasamninginn

Hér má sjá yfirlýsingu stjórnvalda vegna kjarasamninga

 

Rafræn kosning hafin – Notið kosningaréttinn / Electronic Voting has started – Use your voting rights

Við skorum á félagsmenn Framsýnar að greiða atkvæði um kjarasamninginn.  Verði samningurinn samþykktur gildir hann afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Rafrænni atkvæðagreiðslu um samninginn lýkur mánudaginn 19. desember kl. 12:00. Rétt er að taka fram að einungis verður hægt að kjósa rafrænt um samninginn. Frekari upplýsingar um samninginn er hægt að nálgast inn á heimasíðu stéttarfélaganna eða á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þar er einnig hægt að fá nánari upplýsingar um fyrirkomulag kosninganna og aðstoð við að greiða atkvæði. Þá verður félagsfundi Framsýnar um helstu atriði samningsins næstkomandi mánudag kl.17:00 í fundarsal félagsins streymt til félagsmanna, fundurinn er aðeins opinn félagsmönnum.

Félagsmenn fara inn á þessa síðu til að kjósa / Members go to this website to vote: https://kjosa.vottun.is/Home/Vote/379?lang=IS

Electronic Voting has started – Use your voting rights

We urge members of Framsýn to vote on the new collective agreement. If the agreement is accepted, it will become valid retroactively from November 1, 2022.

Electronic voting on the agreement ends Monday, December 19, at 12 o’clock. Please note that it will only be possible to vote electronically.

Further information can be found on Framsýn‘s website or at the union‘s office. Presentation on the agreement is on Monday, December 12, at 17:00 in the union‘s meeting hall. It will also be streamed live. The meeting is only open to members of Framsýn.