Fréttabréf með orlofskostum í burðarliðnum

Fréttabréf með orlofskostum stéttarfélaganna árið 2023 er væntanlegt til lesenda um næstu helgi. Blaðið fór í prentun í morgun. Að venju er blaðið fullt af upplýsingum um orlofskosti og þá hafa félögin samið við Icelandair og Niceair um afsláttarkjör á flugmiðum á vegum flugfélaganna auk þess sem stéttarfélögin koma með afslátt á móti flugfélögunum til félagsmanna. Nánari upplýsingar verða í Fréttabréfinu, þá verður einnig hægt að skoða það rafrænt síðar í þessari viku á heimasíðu stéttarfélaganna www.framsyn.is. Þar er einnig að finna umsóknareyðublað um orlofshús og íbúðir í sumar en hægt verður að sækja um orlofskosti til 17. apríl nk. Sjá nýjasta Fréttabréfið.

Hér er umsóknareyðublaðið um sumarúthlutun orlofshúsa.

Deila á