Botnlaus vinna á Þórshöfn – Allir á vertíð!

Um þessar mundir er brjálað að gera á Þórshöfn við loðnuhrognaframleiðslu. Að sögn heimamanna hefur gengið ævintýralega vel á vertíðinni. Ekki er vitað hvað vertíðin kemur til með að standa yfir í marga daga til viðbótar. Fyrirtækið biðlar til starfsmanna sem eru á lausu sem vilja koma austur á vertíð að hafa samband, húsnæði er í boði og mikil vinna. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Siggeir hjá Ísfélaginu á Þórshöfn sem gefur frekari upplýsingar.

Deila á