Trúnaðarmenn á námskeiði

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið á vegum stéttarfélaganna á Húsavík, um er að ræða tveggja daga námskeið. Góð þátttaka er á námskeiðinu þar sem rúmlega tuttugu trúnaðarmenn eru á námskeiðinu, þar af þrír frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar. Félagsmálaskóli alþýðu sér um kennsluna á námskeiðinu. Leiðbeinendurnir koma frá Alþýðusambandi Íslands, það eru þau Karen Ósk Níelsen Björnsdóttir lögfræðingur ASÍ sem tók fyrir vinnurétt í gær og Róbert Farestveit hagfræðingur ASÍ sem fjallar um hagfræði og túlkun talna í dag. Rúmlega þrjátíu trúnaðarmenn eru starfandi á félagssvæði Framsýnar, þar sem fleiri en 5 starfsmenn starfa ber að kjósa trúnaðarmann. Stéttarfélögin leggja mikið upp úr því að hafa starfandi trúnaðarmenn á sem flestum vinnustöðum.

Deila á