STH fagnar 60 ára afmæli félagsins

Stjórn Starfsmannafélags Húsavíkur hefur falið Ferðanefnd félagsins að skipuleggja afmælisferð til útlanda á árinu til að fagna 60 ára afmæli félagsins. Reiknað er með að farið verði í ferðina í haust. Undanfarin ár hefur félagið lagt fjármagn í ferðasjóð sem ætlað er að niðurgreiða ferðina fyrir starfandi félagsmenn. Þegar Ferðanefndin hefur skipulagt ferðina verður hún auglýst nánar.

Deila á