Gjafabréf með Niceair frá Akureyri

Framsýn hefur gengið frá samningi við flugfélagið Niceair um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Samningurinn gildir einnig fyrir félagsmenn Þingiðnar og STH. Félagsmenn geta verslað tvö gjafabréf á ári.

Gjafabréfið gildir sem 32.000 kr. greiðsla upp í flugferð með Niceair. Hægt er að nýta gjafabréfið til kaupa á flugfargjaldi og annarri bókunarþjónustu hjá Niceair í gegnum bókunarsíðu félagsins www.niceair.is.

Hver félagsmaður getur keypt tvö gjafabréf til eigin nota á ári (365 daga fresti) og greiðir 20.000 kr. fyrir hvert gjafabréf. Afslátturinn er því 12.000 kr. á hvert gjafabréf. Nota má fleiri en eitt gjafabréf við bókun. Gjafabréfið gildir aðeins fyrir félagsmenn fljúgi þeir með Niceair. Ef bókað er hjá sölumanni gilda reglur Niceair um þjónustugjöld. Eftir útgáfu farseðils gilda skilmálar flugfélagsins um breytingar og fleira.

Gjafabréfin er hægt að kaupa á orlofsvefnum.

Deila á