Sjómenn felldu kjarasamninginn

Öll aðild­ar­fé­lög Sjó­manna­sam­bands­ins, þar á meðal sjómenn innan Framsýnar, felldu kjara­samn­ing SFS og SSÍ með 67% at­kvæða. Samn­ings­boðið var til tíu ára. Sex­tán fé­lög eru í Sjó­manna­sam­bandi Íslands.

Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, seg­ir niður­stöðuna hafa komið á óvart. „Kannski var það samn­ings­tím­inn sem fór öf­ugt of­aní menn,“ seg­ir Val­mund­ur.

Þá seg­ir hann að borið hafi á mis­skiln­ingi varðandi grein 1.39.1 í samn­ingn­um sem snert­ir ný­smíði. Snýr hún að því að semja þurfi sér­stak­lega um það ef fram koma ný skip eða nýjar veiði- eða verkunaraðgerðir.

„Við reynd­um að styrkja þá grein í samn­ingn­um en þetta hef­ur valdið ein­hverj­um ægi­leg­um dellu mis­skiln­ingi,“ seg­ir Val­mund­ur.

Hann seg­ir að næsta á dag­skrá sé að fara í baklandið og fá nán­ar úr því skorið hvar hníf­ur­inn stend­ur í kúnni. 

Samn­ing­ar Sjó­manna og SFS voru und­ir­ritaðir þann 9. fe­brú­ar síðastliðinn. (Heimild mbl.is)

Deila á