Jöklaferð í boði stéttarfélaganna

Stéttarfélögin og ferðaþjónustufyrirtækið ICE hafa gert með sér samkomulag um að bjóða félagsmönnum upp á daglegar jöklaferðir í sumar upp á topp Langjökuls með Ice Explorer sem er 8 hjóla jöklatrukkur.   Tækið er sérhannað til jöklaferða og tekur 40 farþega. Ferðin tekur um tvær klukkustundir. Um er að ræða frábæra ferð fyrir alla fjölskylduna. Read more „Jöklaferð í boði stéttarfélaganna“

Eiríkur og félagar með góðan afla

Útgerðarfélag í Eistlandi, sem íslenskir aðilar tengjast, hefur keypt norska rækjutogarann Remöy Viking, að því er Hjálmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Reyktal þjónustu ehf. umboðsaðila skipsins, sagði í samtali við Fiskifréttir. Skipið kom til Hafnarfjarðar í vikunni úr sinni fyrstu veiðiferð í eigu nýrra aðila og landaði um 250 tonnum af rækju. Read more „Eiríkur og félagar með góðan afla“

Framsýn styrkir „Síldarstúlkuna“

Við Óskarsstöðina á Raufarhöfn  stendur fallegt listaverk til heiðurs síldarstúlkunum sem söltuðu niður síld á síldarárunum. Framsýn kom að því að styrkja gerð listaverksins um kr. 100.000,-.  Sköpun listaverksins  var samstarfsverkefni Ingibjargar Guðmundsdóttur listakonu frá Kópaskeri og  Björns Halldórssonar frá Valþjófsstöðum í Núpasveit við Öxarfjörð. Read more „Framsýn styrkir „Síldarstúlkuna““

Fréttabréfið fast á Víkurskarði

Til stóð að Fréttabréf stéttarfélaganna færi í póst í gær en það er fullt af upplýsingum um orlofskosti sumarið 2013 og því margir sem bíða eftir því. En veðrið kom í veg fyrir það þar sem Fréttabréfið er fast í flutningabíl á Víkurskarðinu. Samkvæmt upplýsingum heimasíðunnar er flutningabílinn enn fastur. Vonandi tekst að losa bílinn í dag svo blaðið komist í póst á morgun. Read more „Fréttabréfið fast á Víkurskarði“

Hvað gerist á Alþingi?

Á næstu dögum mun ráðast hvort tvö mikilvæg frumvörp sem snerta Húsavík fari í gegnum þingið. Um er að ræða frumvarp til laga um heimild til handa ráðherra, f.h. ríkissjóðs, til að fjármagna uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi. Síðara frumvarpið fjallar um heimild til samninga um kísilver í landi Bakka í Norðurþingi. Um er að ræða fjárfestingar upp á tæpa þrjá milljarða. Read more „Hvað gerist á Alþingi?“

Mikið fjör á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag

Það er óhætt að segja að sjaldan hafi komið eins margir við á Skrifstofu stéttarfélaganna á einum degi eins og í dag, laugardag. Undanskilinn er þó Öskudagurinn. Rétt er að taka fram að venjulega er lokað á laugardögum. Ástæðan er að í kvöld er árshátíð Norðlenska haldin á Húsavík og reiknað er með að árshátíðargestir verði vel á annað hundrað manns.

Read more „Mikið fjör á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag“

Námskeið hjá starfsmönnum

Næsta mánudag og þriðjudag verða þrír af fimm starfsmönnum stéttarfélaganna á námskeiði. Viðskiptavinir skrifstofunnar eru beðnir um að sína biðlund og skilning gangi þeim illa að ná sambandi við Skrifstofu stéttarfélaganna þessa daga en Orri Freyr og Ágúst verða á vaktinni og munu gera sitt besta til að sinna  viðskiptavinum eins og þeir eru þekktir fyrir. Read more „Námskeið hjá starfsmönnum“

Mögnuð bændaferð í Húnavatnssýslurnar

Um síðustu helgi fóru bændur úr Suður-Þingeyjarsýslu í heimsókn til bænda í Húnavatnssýslum. Um var að ræða tveggja daga ferð en gist var í Gauksmýri. Rúmlega 20 bændur fóru í ferðina auk þess sem þeir buðu ritstjóra Heimasíðu stéttarfélaganna með í ferðina sem seint verður talinn merkilegur bóndi. Ferðin tókst afar vel og var vel tekið á móti gestunum úr Þingeyjarsýslu. Hér má sjá myndir: Read more „Mögnuð bændaferð í Húnavatnssýslurnar“