Um 3,4 milljónir til félagsmanna

Stjórn Sjúkrasjóðs Framsýnar kom saman til fundar til að úthluta styrkjum til félagsmanna úr sjúkrasjóði. Um er að ræða s.s. sjúkradagpeninga vegna veikinda, útfarastyrki, fæðingarstyrki og líkamsræktarstyrki. Í heildina námu þessar greiðslur til félagsmanna í desember kr.  3.464.402,-. Til viðbótar má geta þess að Sjúkrasjóður Framsýnar hefur greitt tæplega 30 milljónir í styrki til félagsmanna á árinu sem er að líða. 

Það er ekki bara gott að búa í Kópavogi, það er einnig gott að vera félagsmaður í einu öflugasta stéttarfélagi landsins, það er Framsýn-stéttarfélagi.

Deila á