Siðareglur fyrir Framsýn samþykktar

Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs  Framsýnar í gær voru teknar fyrir nýjar siðareglur fyrir félagið. Sérstakur vinnuhópur var skipaður síðasta haust til að vinna drög að reglum og skilaði hópurinn frá sér tillögum í nóvember. Þá var stjórnar og trúnaðarmannaráðsmönnum gefin kostur á að koma með sínar athugsemdir auk þess sem almennum félagsmönnum var gefinn kostur á því líka en reglurnar voru auglýstar á heimasíðu félagsins. Read more „Siðareglur fyrir Framsýn samþykktar“

Áfram veginn!

Já, starfsmenn Framsýnar hafa haldið áfram vinnustaðaheimsóknum um félagssvæðið og eru því farnir að þekkja vegakerfið vel á svæðinu. Heimsóknirnar hafa aldrei verið eins margar og um þessar mundir. Væntanlega hafa lesendur heimasíðunnar tekið eftir því hér á síðunni. Nú koma nokkrar myndir sem teknar voru á vinnustöðum í Reykjadal en þar er afar blómlegt atvinnulíf. Sjá myndir: Read more „Áfram veginn!“

SGS og NPA miðstöðin gera kjarasamning

Starfsgreinasambandið sem Framsýn á aðild að og NPA miðstöðin hafa undirritað kjarasamning sem tekur gildi 1. febrúar næstkomandi. NPA miðstöðin hefur það að markmiði að veita fötluðu fólki á öllum aldri stuðning til að nýta notendastýrða persónulega aðstoð. Þannig hefur miðstöðin til dæmis aðstoðað við ráðgjöf við starfsmannamál, ráðningar, launa- og skipulagsmál og fleira. Read more „SGS og NPA miðstöðin gera kjarasamning“

Raufarhöfn og framtíðin

Dagana 26. – 27. janúar hefur verið boðið til íbúaþings á Raufarhöfn, undir yfirskriftinni: „Raufarhöfn og framtíðin“.  Þingið er haldið á vegum sameiginlegs verkefnis Byggðastofnunar, Norðurþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Háskólans á Akureyri og íbúa Raufarhafnar, um þróun byggðar á Raufarhöfn. Þá hefur Framsýn einnig látið sig málið varða. Read more „Raufarhöfn og framtíðin“

Hefja undirbúning strax!

Nú þegar fyrir liggur samkomulag milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um endurskoðun og framlengingu kjarasamninga hefur Framsýn ákveðið að hefja undirbúning að næstu kjarasamningsgerð þegar í stað. Samninganefnd félagsins hefur verið boðuð saman til fundar næsta fimmtudag en tæplega þrjátíu manns sitja í nefndinni frá flestum stærri vinnustöðum á félagssvæði Framsýnar. Read more „Hefja undirbúning strax!“

Dalakofinn á Laugum- Störfin og þjónustan mikilvæg fyrir samfélagið okkar

Starfsmenn Framsýnar – stéttarfélags voru á ferð um Þingeyjarsveit í gær og komu m.a. við á Laugum í S.-Þing. Í þessum vinalega þéttbýliskjarna Þingeyjarsveitar er fjölbreytt atvinnulíf, m.a. Framhaldsskólinn á Laugum, Þingeyjarskóli með grunnskóla- og leikskóladeild, iðnaðarmenn, Sparisjóður S.-Þing., stjórnsýsla Þingeyjarsveitar og vaxandi ferðaþjónusta. Read more „Dalakofinn á Laugum- Störfin og þjónustan mikilvæg fyrir samfélagið okkar“

Veikindi í stoðkerfi helsta vandamálið

Undanfarið hefur töluvert verið fjallað um útgreiðslur og afkomu sjúkrasjóða innan aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Sem dæmi má nefna, þá greiddi Framsýn félagsmönnum um 15 milljónir í sjúkradagpeninga á síðasta ári. Í heildina voru útgreiðslur úr sjóðnum um 25 milljónir þegar teknir eru inn aðrir styrkir s.s. vegna sjúkraþjálfunar. Read more „Veikindi í stoðkerfi helsta vandamálið“