Kosning hafin um nýgerða kjarasamninga

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum sem aðild eiga að þeim kjarasamningum sem skrifað var undir 21. janúar hafa hafið atkvæðagreiðslu um samningana. Þau eru Þingiðn, Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Þingiðn hóf sína atkvæðagreiðslu í gær, Verkalýðsfélag Þórshafnar byrjar sína atkvæðagreiðslu í dag kl. 18:00 og atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Framsýnar hefst næsta mánudag. Skorað er á félagsmenn þessara félaga að taka virkan þátt í atkvæðagreiðslunni. Read more „Kosning hafin um nýgerða kjarasamninga“

Hækkið ekki!

Miðstjórn ASÍ taldi rétt að senda frá sér ályktun í dag varðandi boðaðar verðhækkanir hjá fyrirtækjum og opinberum aðilum. Hefði ekki verið ástæða fyrir miðstjórn að skora á félagsmenn ASÍ að samþykkja ekki nýgerða kjarasamninga í ljósi þessar stöðu? Ályktunin er eftirfarandi: Read more „Hækkið ekki!“

Jarðarfararsvipur – kynningarfundur

Stjórn Þingiðnar kom saman til fundar í gær. Á fundinum var farið yfir nýgerðan kjarasamning og fyrirkomulag varðandi atkvæðagreiðslu um samninginn. Á fundinum kom fram megn óánægja með kjarasamninginn og voru þung orð látin falla um niðurstöðuna. Það má með sanni segja að það hafi verið jarðarfararsvipur á fundarmönnum þrátt fyrir að stutt væri í reiðina. Read more „Jarðarfararsvipur – kynningarfundur“

Félagar í Þingiðn athugið

Þingiðn boðar til kynningarfundar um nýgerðan kjarasamning að Garðarsbraut 26, efri hæð fimmtudaginn 9. janúar kl. 20:00. Þeir sem komast ekki á fundinn geta nálgast kynningarefni á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þá hefur einnig verið opnaður kjörstaður á Skrifstofu stéttarfélaganna. Félagsmenn geta kosið til 20. janúar.

Um hirðfífl

Eitthvað virðist jólasteikin hafa farið þversum ofan í kokið á Sighvati Björgvinssyni, fv. ráðherra og „jafnaðarmanni“. Í kostulegri grein sem hann skrifar í áramótablað Fréttablaðsins fer hann hamförum í skömmum og lítilsvirðingu gagnvart formönnum stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands sem voru ekki tilbúnir að setja nafn sitt undir þann gjörning sem skrifað var undir eftir næturbrölt forsvarsmanna ASÍ og Samtaka atvinnulífsins þann 21. desember. Read more „Um hirðfífl“

Þakklæti efst í huga

Á fundi sem forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga boðuðu til rétt fyrir jólin gerði Svala Hermannsdóttir formaður Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga grein fyrir höfðinglegri gjöf félagsins til HÞ . Í máli Svölu kom fram að Styrktarfélagið hefur gefið  HÞ alls um 6,3 milljónir króna til tækjakaupa á árinu 2013. Read more „Þakklæti efst í huga“

Orðlaus!

Það þykir fréttnæmt ef stjórnar- og trúnaðarmannaráðsmenn innan Framsýnar eru orðlausir. Rétt í þessu var að ljúka fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs þar sem farið var yfir niðurstöðu kjaraviðræðna Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem enduðu með undirritun kjarasamnings 21. desember. Af hverju eru menn orðlausir? Read more „Orðlaus!“

Gríðarlega góð viðbrögð við grein formanns

Formaður Framsýnar skrifaði grein inn á heimasíðuna í gær um kjaramál. Þar kom hann inn á þátt forseta ASÍ í málinu sem formaður telur að hafi ekki komið fram heiðarlega gagnvart láglaunafólki og forystumönnum þeirra félaga innan Starfsgreinasambandsins sem ekki skrifuðu undir kjarasamninginn 21. desember sl. Óhætt er að segja að greinin hafi vakið mikla athygli þar sem flestir netmiðlar hafa fjallað um greinina og birt hana. Þá hefur fjöldi fólks lýst yfir ánægju sinni með greinina.