Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir fundi í Hofi á Akureyri í byrjun vikunnar. Megin viðfangsefni fundarins var að taka til umræðu nýgerða kjarasamninga. Það er hvernig aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sjá fyrir sér hvernig Stöðuleikasamningnum verður fylgt best eftir þar sem stöðugleiki kemur ekki af sjálfu sér.
Til að ræða þetta í pallborðsumræðum voru Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags og Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu DMI og varaformaður SA þátttakendur í pallborðinu undir stjórn Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.
Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa og Vilborg Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Bravo ehf. og kaupmaður í Centró á Akureyri, voru auk þess með hugvekjur um stöðu mála á vinnuarkaði og framtíðarsýn.
Fundurinn var í alla staði áhugaverður og var formaður Framsýnar ánægður með fundinn. Líflegar umræður urðu um viðfangsefnið.