Formaður Framsýnar í viðtali við Morgunvaktina um framkvæmdirnar á svæðinu

Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, var í viðtali við Ágúst Ólafsson í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 í morgun. Rætt var um þau auknu umsvif sem hafa orðið hjá félaginu í kjölfar uppbyggingarnar á Bakka, kjarasamninga þeim tengdum og fleira í þeim dúr. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Viðtalið við Aðalstein hefst eftir um það bil 15 mínútur.

Fundur í morgunsárið með Steinsteypi ehf.

Fulltrúar Framsýnar fóru í morgunsárið á fund með starfsmönnum og yfirmönnum Steinsteypis ehf. Yfirmenn fyrirtækisins óskuðu eftir fundi til að fara yfir ýmislegt sem tengist launamálum, hvíldartíma og fleira í þeim dúr. Í jafn miklum umsvifum og eru hér á svæðinu þessi misserin koma spurningar sem þessar oft upp, enda mikil vinna í boði. Fulltrúar stéttarfélaganna er ánægðir með að leitað hafi verið til þeirra. Fljótlega eftir að fundinum lauk hófst fundur í fundarsal stéttarfélaganna með öryggisráði Bakkaverkefnisins og er honum að ljúka á þessari stundu.IMG_8467

Rúningur í fullum gangi

Rúningur stendur nú yfir hjá flestum sauðfjárbændum þessar vikurnar. Nokkuð er um að bændur fái verktaka í þessa vinnu og eru þá gjarnan fleiri en einn verktaki á hverju búi. Hér má sjá tvo þeirra, Öxfirðingana Tryggva Hrafn Sigurðsson og Daníel Stefánsson. Þarna eru þeir að klippa fyrir Snorra Kristjánsson í Stafni. IMG_1027

Rafrænn persónuafsláttur

Tekin hefur verin ákvörðun um að leggja niður skattkortin í þeirri mynd sem þekkist í dag. Liður í þeirri aðgerð er rafrænt yfirlit yfir staðgreiðslu og nýttan persónuafslátt. Nálgast má þetta yfirlit á þjónustuvef ríkisskattstjóra. Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða veflykli. Hafa skal í huga að engar breytingar eru gerðar á staðgreiðsluskilum, en nýtt verklag er tekið upp þegar launamaður vill breyta nýtingu persónuafsláttar eða þegar launamaður kemur nýr til starfa. Hér eftir verður það launamanns að gera grein fyrir hvort hann ætli að nýta persónuafslátt við útreikning staðgreiðslu af launum. Einnig ef launamaður vill nota sér persónuafslátt maka eða nýta uppsafnaðan persónuafslátt. Nánar má lesa um rafrænan persónuafslátt hér.

Handverkskonur milli heiða álykta

„Aðalfundur Handverkskvenna milli heiða haldinn þann 19. mars 2016 tekur heils hugar undir tilkynningu Handprjónasambands Íslands varðandi gjöf Icelander til borgarstjóra Chicago og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar – og viðskiptaráðherra afhenti í vikunni.
Síaukinn fjöldi ferðamanna til landsins hefur kallað á aukna framleiðslu handverks og íslenskt handverksfólk hefur mikinn metnað fyrir sinni vöru. Íslenskar lopapeysur hafa undanfarna áratugi verið þar í fremstar í flokki. Því er sárt að horfa upp á það að forsvarsmenn stórfyrirtækja og íslenskir ráðamenn skuli velja táknrænar gjafir til kynningar lands og þjóðar, vörur sem framleiddar eru í Kína.
Íslenskt handverk er þjóðararfur sem við eigum að vera stolt af og það mega ráðamenn líka vera og sýna það í verki.“

Borað í gegnum Húsavíkurhöfða

Framkvæmdir standa nú yfir við Húsavíkurhöfn þar sem unnið er að því að lagfæra höfnina. Einnig er hafin jarðgangnagerð í gegnum Húsavíkurhöfða og vegaverð að iðnaðarlóðunum á Bakka. Eftirlitsfulltrúar Framsýnar voru á ferðinni og tóku þessar myndir við það tækifæri.

lnssaga0316 024Byrjað er á göngunum í gegnum Húsavíkurhöfða.

lnssaga0316 063

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér verður gangnamuninn Bakka megin, það er í Laugardalnum. Ánægjulegt er að sjá að verktakinn hlífir gamalli kartöflugeymslu sem er í jaðrinum á veginum.

lnssaga0316 014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru starfsmenn LNS Saga að vinna við að lengja grjótvarnargarð frá Bökugarði að gangnamunanum. Til þess eru notaðar stórar vinnuvélar.

lnssaga0316 001

Öflugur bor er notaður við verkið.

lnssaga0316 034

Sturla Fanndal starfsmaður LNS Saga fór yfir framkvæmdirnar með formanni Framsýnar og eftirlitsfulltrúa stéttarfélaganna. Sturla er ættaður frá Húsavík.

lnssaga0316 053

Aðkeyrslan að göngunum verður nánast í fjöruborðinu.

lnssaga0316 072

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er verið að vinna að því að tengja nýja veginn frá göngunum í Laugadal að iðnaðarlóðunum á Bakka.

lnssaga0316 079

Búið er að opna grjótnámu austan við Húavíkurfjall. Grjótið verður notað í varnargarð við göngin að sunnanverðu.

lnssaga0316 084

Farið þið frá, hér eru vinnandi menn á ferð. Já það er eins gott að vera ekki fyrir á athafnasvæðinu enda allt á fullu.

lnssaga0316 090

Farmur losaður utan við höfnina í uppfyllingu.

lnssaga0316 092

Mötuneyti starfsmanna við hafnarframkvæmdirnar og Húsavíkurgöng er ekkert slor. Konurnar í mötuneytinu tendra fram góða rétti til handa starfsmönnum. Þær voru ánægðar með sig þegar eftirlitsfulltrúi stéttarfélaganna kom við hjá þeim eftir að hafa skoðað athafnasvæðið undir leiðsögn yfirmanna LNS Saga á staðnum. Að sjálfsögðu var honum boðið í hádegisverð.

Meistarinn Ingvar Þorvaldsson með málverkasýningu

Ingvar Þorvaldsson býður til málverkasýningar í Safnahúsinu á Húsavík í dag, laugadaginn 19. mars kl. 15.00. Sýningin verður opin daglega frá kl. 15.00 til 18.00. Sýningarlok verða síðan 28. mars. Að mati heimasíðu stéttarfélaganna er Ingvar einn af okkar bestu málurum, þess vegna ekki síst er skorað á Þingeyinga og aðra landsmenn sem leið eiga um Húsavík um páskana að koma við í Safnahúsinu og njóta listarinnar eftir Ingvar málara.

Vöruverð niður um 12% með opnun Nettó verslunar á Húsavík

Því er fagnað á Húsavík að ný verslun Nettó opnaði í dag. Verslunin er til húsa á Garðarsbraut 64 þar sem áður var verslunin Samkaup Úrval. Margmenni var í versluninni nú á opnunardaginn og heyra mátti á viðstöddum að almenn ánægja væri með breytingarnar. Að sögn Halls G. Heiðarssonar, rekstrarstjóra Nettó og Kaskó, er vilji fyrirtækisins að veita heimamönnum góða þjónustu í nýju versluninni um leið og vöruúrval mun aukast umtalsvert. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum fagna þessari breytingu enda ljóst að um talsverða kjarabót er að ræða fyrir íbúa á svæðinu um leið og vöruúrvalið mun aukast til muna. Samkaup hf. hefur skipulagt frekari breytingar á starfsemi sinni á Húsavík en versluninni Kaskó sem er til húsa á Garðarsbraut 5 verður breytt verulega á næstu vikum. Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar við opnunina í dag.

IMG_8429IMG_8430IMG_8435IMG_8436IMG_8434IMG_8440IMG_8441IMG_8451
IMG_8454

Opnað fyrir umsóknir um orlofshús

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús sumarið 2016. Búið er að koma upplýsingum þess efnis inn á heimasíðu stéttarfélaganna. Þar er einnig að finna umsóknareyðublöð um orlofshús. Sama verð verður milli ára, það er kr. 26.000 fyrir vikuna og framboð orlofshúsa verður með sambærilegum hætti milli ára. Þá hefur verið samþykkt að hækka endurgreiðslur til félagsmanna vegna tjaldstæðisstyrkja, það er úr kr. 18.000 upp í kr. 20.000. Til viðbótar má geta þess að unnið er að því að skipuleggja skemmtilega og fróðlega göngu um Laxárdalinn í ágúst. Ferðin verður auglýst síðar. Næsta Fréttabréf stéttarfélaganna kemur út eftir helgina með frekari upplýsingum um orlofskostina. Góða skemmtun félagar.

myvatn09 019

Opnað hefur verð verið umsóknir um orlofshús sumarið 2016.

Kjarasamningur undirritaður í dag

Starfsgreinasambandið undirritaði í dag nýjan kjarasamning við Landssamband smábátaeigenda vegna starfsfólks sem vinnur við uppstokkun eða beitningu í landi annarra en þeirra sem eru hlutaráðnir. Samningurinn gildir jafnframt fyrir starfsmenn sem starfa við netavinnu. Samið var um sams konar hækkanir og samið var um í almenna kjarasamningnum á milli ASÍ og SA, þ.e. til viðbótar við þá samninga sem þegar höfðu verið gerðir var samið um auka kauphækkanir og hærra framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð. Kauphækkanir verða afturvirkar frá 1. janúar 2016 og hækkar kauptryggingin þá um 8,7% í stað 8% eins og samið hafði verið um áður. Unnið er að útgáfu nýrra kauptaxta og nýs heildarsamnings sem birtur verður eins fljótt og auðið er. Samningurinn verður lagður fyrir stjórnir SGS og LS fyrir lok mánaðarins.

Nýjan kjarasamning má nálgast hér: Kjarasamningur SGS og LS 2016 – undirritað.

batamyndir0020

Síðustu vikurnar hefur verið unnið að því að uppfæra kjarasamninga m.v. við nýjar forsendur á vinnumarkaðinum. Í því sambandi var gengið frá samningi í dag við Landssamband smábátaeigenda.

Mikil flugumferð yfir Íslandi

Það hefur verið fallegt vetrarveður í Þingeyjarsýslum undanfarna daga, því hefur flugumferð verið mjög áberandi og stórar breiðþotur hafa sést fljúga yfir landinu sem vakið hefur athygli jarðarbúa á „Stór Húsavíkursvæðinu“ sem virt hafa vélarnar fyrir sér og jafnvel myndað. Eftirfarandi myndir voru teknar út um glugga á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík á dögunum.

blandad03316 002blandad03316 004blandad03316 003blandad03316 007

 

Samningur við bændasamtökin endurnýjaður

Starfsgreinasambandið gekk í dag frá endurnýjuðum kjarasamningi við Bændasamtök Íslands. Samningurinn er í takt við aðra samninga sem gerðir hafa verið undarnfarið milli aðila vinnumarkaðarins og tengjast endurskoðun kjarasamninga. Samkvæmt samningnum sem var undirritaður í dag færast hækkanir sem koma áttu til 1. maí nk. fram til 1. janúar 2016. Þá koma á tímabilinu, það er næstu þrjú ár hækkanir á lífeyrisframlögum atvinnurekenda sem getið verður um í Fréttabréfi stéttarfélaganna sem kemur út fyrir páska.

 

 

Vinsamlegur fundur í morgun

Yfirmaður þýska fyrirtækisins S.M.S. með á aðsetur á Húsavík, Ruud.M. Smit, var gestur Framsýnar í morgun. Ruud.M. Smit fer fyrir verktakafyrirtækinu S.M.S sem sér um uppbygginguna á Bakka fyrir PCC. Á fundinum óskaði Ruud eftir upplýsingum um reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem hann lagði mikið upp úr góðu samstarfi við stéttarfélögin á svæðinu. Það voru þeir Aðalsteinn formaður Framsýnar og Aðalsteinn þjónustu- og eftirlitsfulltrúi stéttarfélaganna sem tóku á móti gestinum frá S.M.S.

Aðalfundum deilda innan VÞ lokið

Aðalfundum deilda hjá Verkalýðsfélagi Þórshafnar er lokið þetta árið, voru það hádegisverðarfundir í Hafliðabúð. Boðið var upp á veitingar frá Grillskálanum.
Aðalfundur Sjómannadeildar haldinn 8. janúar 2016
Stjórn skipa Sigfús Kristjánsson formaður, Árni Bragi Njálsson varaformaður og Jóhann Ægir Halldórsson ritari.
Aðalfundur verslunar og skrifstofudeildar haldinn 2. mars 2016
Stjórn skipa Kristín Kristjánsdóttir formaður, Elfa Benediktsdóttir varaformaður og Guðrún Þorleifsdóttir ritari.
Aðalfundur iðnaðarmannadeildar haldinn 9. mars 2016
Stjórn skipa Vikar Már Vífilsson formaður, Þórður Þórðarson varaformaður og Axel Jóhannesson ritari.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Innan Verkalýðsfélags Þórshafnar eru þrjár öflugar deildir sem lokið hafa sínum aðalfundum þetta árið.

Á þriðja þúsund heimsóknir á dag inn á Heimasíðu stéttarfélaganna

Samkvæmt vefmælingum fóru 3,688 einstaklingar inn á heimasíðu stéttarfélaganna í síðustu viku. Heimsóknirnar voru 4,351 frá þessum aðilum. Þar af fóru heimsóknirnar upp í 2.200 yfir einn sólarhring í vikunni sem er ótrúlegt ekki síst þar sem um heimasíðu stéttarfélaga er um að ræða. Heimasíðan blandar saman fréttum af starfi stéttarfélaganna og fréttum úr samfélaginu, greinilegt er að lesendur síðunnar kunna vel að meta þessa blöndu. Af þeim sem skoðuðu síðuna í síðustu viku voru 64,9% nýjir lesendur sem er magnað.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Eins og sjá má á þessu yfirliti eru fjölmargir gestir sem heimsækja heimasíðu stéttarfélaganna á hverjum degi. Þá er fólk nokkuð duglegt við að senda pósta á starfsmenn og þakka þeim fyrir líflega síðu. Hér má t.d. sjá póst frá einum gesti sem skoðaði síðuna fyrir helgina; Verð að hrósa ykkur fyrir nýju heimasíðuna, festist þar alveg í ½ tíma.

Miðbærinn styrkist- Sel verður veitingahús

Um þessar mundir er unnið að því að breyta virðulegu timburhúsi við Ásgarðsveg 1 á Húsavík í veitingastað. Húsið sem ber nafnið Sel var byggt árið 1931. Það eru mágkonurnar Elín Kristjánsdóttir og Ingunn Ásta Egilsdóttir sem hafa fest kaup á húsinu samkvæmt frétt Skarps um málið. Til stendur að opna nýja veitingastaðinn í sumarbyrjun. Þær Elín og Ingunn hafa síðustu ár rekið mjög vinsælan veitingastað fyrir neðan Bakkann á Húsavík sem borið hefur nafnið Naustið. Staðurinn hefur sérhæft sig í ferskum sjávarréttum og mun gera það áfram á nýjum stað við Ásgarðsveginn. Ekki er ólíklegt að miðbæjarkjarninn á Húsavík muni styrkjast með tilkomu veitingastaðarins á þennan stað sem verður við hliðina á Gistiheimilinu Árból og stutt verður í aðra þjónustu sem ferðamenn á hverjum tíma sækja í. Þá bendir allt til þess að nýr veitingastaður dreifi því mikla álagi sem þegar er orðið við hafnarsvæðið og fyrrum verslunarhúsnæði Kaupfélags Þingeyinga við Garðarsbrautina. Eins og kunnugt er hefur komum ferðamanna til Húsavíkur fjölgað verulega á síðustu árum og spár gera ráð fyrir að þeim muni fjölga enn frekar á komandi árum.

blandad03316 012
Unnið er að því þessa dagana að gera Sel að virðulegum veitingastað. Nýr veitingastaður opnar í húsinu í sumar þar sem Sigurður heitinn Brim bjó áður.

Glæsileg sýning opnuð í dag – Steypireyður í forgrunni

Fjölmenni hefur lagt leið sína í Hvalasafnið á Húsavík í dag í tilefni af opnun nýrrar sýningar, Steypireyður-Hvalreki. Steypireyðurin sem rak á landa á Skaga er komin til Húsavíkur og hefur verið sett upp til sýningar á Hvalasafninu á Húsavík. Beinagrindin er af 25 metra langri steypireyð sem rak á land síðsumars 2010. Grindin liggur á bakinu líkt og tíðkast þegar hvalhræ reka á land á náttúrulegan hátt. Steypireyður-Hvalreki er sýning sem er lifandi og í stöðugri þróun. Árið 2017 er stefnt að því að sá hluti sýningarinnar sem snýr að sögu hvalreka við Íslandsstrendur verði lokið og tekur sýningin mið að því. Ekki er ólíklegt að beinagrindin eigi eftir að draga til sín fjölda gesta en um 26 þúsund gestir komu í safnið á síðasta ári. Sjá myndir frá opnuninni í dag.

hvalasafn0316 004hvalasafn0316 002hvalasafn0316 001hvalasafn0316 008hvalasafn0316 018hvalasafn0316 009hvalasafn0316 021hvalasafn0316 023hvalasafn0316 027

ASÍ 100 ára ára í dag– til hamingju landsmenn

Verkalýðshreyfingin er ein öflugasta félagshreyfing þjóðarinnar. Flestir vita af hreyfingunni, margir njóta þjónustu hennar, sýna skilning á hlutverki hennar en þeir eru líklega fleiri sem gera sér ekki grein fyrir hversu stórt hlutverk hennar er í sögu þjóðarinnar síðustu 100 árin. Þess vegna er mikilvægt að rifja upp söguna og vekja athygli á framlagi verkalýðshreyfingarinnar til mótunar íslensks samfélags. Í dag 12. mars 2016 eru 100 ár liðin frá því að 20 einstaklingar frá sjö verkalýðsfélögum bundust samtökum til að efla samtakamátt sinn í baráttunni fyrir bættum kjörum og Alþýðusambandið varð til.
Á fyrstu árum hreyfingarinnar snérust baráttumálin um að verkafólk fengi greitt fyrir vinnu í peningum, um hvíldartíma og mannsæmandi mannabústaði. Alla tíð síðan hafa réttindamál af ýmsum toga einkennt starf verkalýðshreyfingarinnar og er nú svo komið að réttindi og aðbúnaður íslensks launafólks er með því allra besta sem þekkist í heiminum. Má þar nefna veikinda- og orlofsrétt, sjúkrasjóði og lífeyrisréttindi. Það má þó ekki sofna á verðinum því stöðugt þurfa stéttarfélögin að verja það sem hefur áunnist auk þess að sækja fram til frekari sigra.
Þjóðminjasafn Íslands
Sögu Alþýðusambandsins verða gerð viðeigandi skil á ljósmyndasýningunni Vinnandi fólk í Þjóðminjasafninu sem opnar 5. mars nk. Þar verður birtu brugðið á það hvernig aðstaða og aðbúnaður vinnandi fólks á Íslandi hefur breyst frá stofnun ASÍ. Sýningin er vitnisburður um framþróun hjá vinnandi fólki á mörgum sviðum á síðustu hundrað árum. Máttur ljósmyndarinnar er magnaður, hún sýnir okkur betur en flest, veruleikann eins og hann var.
Listasafn ASÍ
Í stórfenglegri listaverkagjöf Ragnars Jónssonar í Smára til Alþýðusambands Íslands, sem varð kveikjan að stofnun Listasafns ASÍ 1961, eru mörg af þekktustu myndverkum tuttugustu aldar eftir nokkra fremstu listamenn þjóðarinnar; Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes Sveinsson Kjarval Nínu Tryggvadóttur og Svavar Guðnason. Á sýningunni, GERSEMAR úr safneign Listasafns ASÍ, sem opnar 5. mars verða verk eftir ofangreinda listamenn sýnd í bland við aðrar og minna þekktar perlur úr safneigninni.
Tónlist hefur leikið stórt hlutverk í verkalýðshreyfingunni alla tíð og tónlist verður einkennandi í afmælisfagnaði ASÍ. Boðið verður til tónleika á fjórum stöðum á landinu 12. mars þar sem ungir og ferskir listamenn stíga á svið í bland við eldri og reyndari.
Reykjavík dagur
Fjölskylduskemmtun í tilefni 100 ára afmælis ASÍ hefst í Hörpu kl. 14 laugardaginn 12. mars. Boðið verður upp á tónleika með Páli Óskari og Úlfi Úlfi í Norðurljósasalnum. Auk þess setur tvíeykið magnaða, Hundur í óskilum, upp stutta leiksýningu í Kaldalóni kl. 15 og 16 þar sem farið verður yfir athyglisverða hluti úr 100 ára sögu verkalýðshreyfingarinnar. Kl. 17:30 blæs Lúðrasveit verkalýðsins svo til tónleika í Kaldalóni. ASÍ býður svo gestum Hörpunnar upp á afmælisköku, kaffi og djús í tilefni aldarafmælisins. Það er frítt inn á alla þessa viðburði og ekki þarf að ná sér í miða til að vera með á fjölskylduskemmtuninni.

Reykjavík kvöld
Frábærir listamenn koma fram til að fagna þessum tímamótum með okkur: Retro Stefson, Mannakorn, Valdimar, Hundur í óskilum, Mammút og Lúðrasveit Verkalýðsins. Kynnar verða Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Aðgangur er ókeypis en miðar verða afhentir á tix.is og harpa.is og hefst afhending miða föstudaginn 4. mars kl. 12 á hádegi.
Akureyri
Ljósmyndasýning og tónleikar í Hofi á Akureyri laugardaginn 12. mars kl. 20. Fram koma: Agent Fresco, Ylja, Hvanndalsbræður og Emmsje Gauti. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að nálgast miða á tix.is. Afhending miða hefst föstudaginn 4. mars kl. 12 á hádegi.
Ísafjörður
Ljósmyndasýning og tónleikar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði laugardaginn 12. mars kl. 20. Fram koma: Mugison og Lára Rúnars. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að nálgast miða á tix.is. Afhending miða hefst föstudaginn 4. mars kl. 12 á hádegi.
Neskaupstaður
Ljósmyndasýning og tónleikar í Egilsbúð í Neskaupstað laugardaginn 12. mars kl. 20. Fram koma: Bjartmar Guðlaugs, Lay Low og Úlfur Úlfur. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að nálgast miða á tix.is. Afhending miða hefst föstudaginn 4. mars kl. 12 á hádegi.

Aðalsteinn J. ráðinn til starfa við vinnustaðaeftirlit á vegum stéttarfélaganna

Skrifstofa stéttarfélaganna auglýsti nýlega eftir starfsmanni í eftirlits- og þjónustustörf á vegum félaganna með sérstaka áherslu á vinnustaðaeftirlit. Alls sóttu 13 umsækjendur um starfið. Eftir yfirferð hefur Fulltrúaráð stéttarfélaganna sem skipað er fulltrúum þeirra félaga sem aðild eiga að skrifstofunni; Framsýnar, Þingiðnar og Starfsmannafélags Húsavíkur samþykkt að ráða Aðalstein Jóhannes Halldórsson í starfið og var gengið frá ráðningarsamningi við hann í morgun. Aðalsteinn lauk BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla árið 2010. Áður lauk hann stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Húsavík árið 1999. Auk þess hefur hann klárað námskeið í bókhaldi. Þá býr Aðalsteinn yfir mjög góðri tölvuþekkingu og hefur gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti. Aðalsteinn sat í sveitarstjórn Norðurþings kjörtímabilið 2006-2010 ásamt því að sitja í nokkrum nefndum sveitarfélagsins eða fyrir hönd þess á þessu tímabili. Hann starfaði sem sérfræðingur á Þekkingarneti Þingeyinga á árunum 2008-2013. Auk þess hefur hann starfað við ýmiskonar störf í gegnum tíðina, til dæmis byggingarvinnu, afgreiðslustörf og landbúnaðarstörf. Aðalsteinn mun formlega hefja störf miðvikudaginn 16. mars 2016.
Stéttarfélögin vilja nota tækifærið og þakka öllum þeim sem sóttu um starfið fyrir áhugan fyrir starfinu um leið og Aðalsteinn Jóhannes er boðinn velkominn til starfa.

lnsalli0316 044

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson hefur verið ráðinn í starf eftirlits- og þjónustufulltrúa stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.

 

Fegurð og uppbygging

Það hefur verið afar fallegt vetrarveður undanfarna daga sem skiptir miklu máli, ekki síst fyrir þá sem koma að uppbyggingunni á „stór Húsavíkursvæðinu“. Meðfylgjandi myndir voru teknar af starfsmönnum á Þeistareykjum, vetrarríkinu þar og fallegu landslagi sem reyndar er að mestu undir snjó en fallegt samt. Sjá myndir teknar í gær.

lnsalli0316 006lnsalli0316 008lnsalli0316 011lnsalli0316 015lnsalli0316 016lnsalli0316 019lnsalli0316 021lnsalli0316 026lnsalli0316 030lnsalli0316 035lnsalli0316 028lnsalli0316 036lnsalli0316 037lnsalli0316 043