Takk fyrir ykkar framlag til félagsins

Á aðalfundi Framsýnar gengu fjórir félagar úr stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins. Það voru þau Olga Gísladóttir, Páll Helgason, Kristrún Sigtryggsdóttir og Einar Magnús Einarsson. Við það tækifæri var þeim færð blóm og kærar þakkir fyrir þeirra framlag til félagsins. Olga, Páll og Kristrún hafa um áratugaskeið starfað í þágu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.

adalfundurfram0616 158

Olga og Páll voru á aðalfundinum og fengu blóm frá félaginu fyrir vel unninn störf í þágu Framsýnar. Fundarmenn klöppuðu fyrir þeim enda verið góðir samstarfsmenn í gegnum tíðina.

Deila á