Atvinnuástandið á félagssvæðinu hefur verið með miklum ágætum og því hefur lítið verið um atvinnuleysi. Við gerð þessar skýrslu var óskað eftir upplýsingum frá Vinnumálastofnun um fjölda þeirra félagsmanna sem fengu atvinnuleysisbætur á síðasta ári og upphæð atvinnuleysisbóta.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni fengu 157 félagsmenn Framsýnar greiddar atvinnuleysisbætur á árinu 2015 samtals kr. 102.582.480,-. Með mótframlagi kr. 8.206.598,- námu heildargreiðslur alls kr. 110.789.078,-.
Það fer ekki framhjá neinum að miklar framkvæmdir eiga sér nú stað á „Stór Húsavíkursvæðinu“. Fjöldi innlendra og erlendra verktaka er á svæðinu auk fjölda verkamanna, iðnaðarmanna og sérfræðinga. Það er því óhætt að segja að það sé mikið líf og fjör á svæðinu og lítið sem ekkert atvinnuleysi.