Líf og fjör á Þeistareykjum

Á dögunum fóru starfsmenn stéttarfélaganna í eftirlitsferð á Þeistareyki eins og gert er með reglulegu millibili. Auk þess áttu þeir fund með Jónatan Smára Svavarssyni, yfirmanni hjá LNS sögu en hann óskaði eftir fundi til að ræða mál tengd Þeistareykjaverkefninu.
Á Þeistareykjum er mikið um að vera um þessar mundir. Vel á þriðja hundrað manns eru við störf á svæðinu, langflestir starfsmenn ýmissa verktaka á vegum Landsvirkjunar en líka nokkrir starfsmenn á vegum Landsnets. Enn er verið að reysa vinnubúðir fyrir starfsfólkið en reiknað er með því að í júlí næstkomandi verði starfsmannafjöldinn í hámarki.
Eins og annarsstaðar hér norðanlands var með eindæmum gott veður á Þeistareykjum og smelltu starfsmenn stéttarfélaganna nokkrum myndum eins og sjá má hér.

IMG_9957

IMG_0010 IMG_9974  IMG_9982 IMG_9994 IMG_0001

Deila á