Stjórn Framsýnar fundar á fimmtudaginn kl 18:00

Stjórn Framsýnar hefur verið kölluð saman til fundar, fimmtudaginn 16. júní kl. 18:00. Um er að ræða fyrsta fundinn eftir aðalfund en nokkrar breytingar urðu á stjórn félagsins á aðalfundinum. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Fundargerð síðasta fundar
2. Inntaka nýrra félaga
3. Aðalfundur félagsins
4. Vinnustaðaeftirlit
5. Ungliðar-Framsýn UNG
6. Sumarkaffi á Raufarhöfn
7. Ályktun um Reykjavíkurflugvöll
8. Félagsliðafundur
9. Fundur með stjórnanda Samkaupa
10. Framkvæmdir G-26
11. Kjarasamningur um öryggismál
12. Sumarferð stéttarfélaganna
13. Kjör fulltrúa á aðalfund Rifóss hf.
14. Mærudagar-styrkur
15. Erlendir starfsmenn/Bæklingar-fatnaður
16. Önnur mál

Deila á