Forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson hélt framboðsfund í fundarsal Skrifstofu stéttarfélaganna í hádeginu í dag, 14. júní.
Guðni er á ferð um landið um þessar mundir og fljótlega eftir að fundi lauk hélt hann af stað til Dalvíkur þar sem næsti fundur er fyrirhugaður. Siglufjörður tekur svo á móti Guðna í kvöld.
Góð mæting var á fundinn en um 120 manns stútfylltu salinn í hádeginu. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson færði Guðna ritsafnið „Fyrir neðan Bakka og ofan” eftir Þór Indriðason sem fjallar um starfsemi stéttarfélaga í Þingeyjarsýslu, atvinnumál og stjórnmál.