Starfsmenn Framsýnar áttu ánægjulegan vinnustaðafund með starfsfólki Garðvíkur á dögunum. Eigandi Garðvíkur, Guðmundur Vilhjálmsson, óskaði eftir fundi með fulltrúum Framsýnar til þess að kynna starfsmönnum sínum þau réttindi og skyldur sem þau hafa.
Þetta er gott framtak og þökkum við fyrir okkur. Við bendum eigendum fyrirtækja á starfssvæði Framsýnar að hægt er að bóka fundi sem þennann með því að hafa samband á Skrifstofu stéttarfélaganna.