Þau sem mörkuðu sporin með blóði sínu, svita og tárum

Ósk Helgadóttir varaformðaur Framsýnar opnaði fundinn sem félagið stóð fyrir á Fosshótel Húsavík í gær um málefni eftirlaunafólks. Hér má lesa ávarpið hennar.

Góðir gestir

Mér er það afar ljúft að standa hér í dag og fá að bjóða ykkur velkomin til þessa fundar sem er sá fyrsti í fyrirhugaðri fundarröð sem við Framsýnarfólk höfum áætlað á næstu vikum, en framundan hjá okkur eru einnig fundir um atvinnumál, landbúnaðarmál og efnahagsmál.

Mál málanna í dag er sannarlega þarft að taka til umræðu. Það eru starfslok og önnur málefni eldra fólks. Þjóðin eldist, um það verður ekki deilt, en ríflega 12 % þjóðarinnar er nú 67 ára eða eldri og fer það hlutfall stöðugt hækkandi.

Á síðustu áratugum hefur svo ótal margt breyst sem gerir það að verkum að fólk lifir almennt lengur. Við búum til dæmis í dag í betra húsnæði, höfum betra atlæti hvað varðar fæði og klæði, auk þess sem við vinnum styttri vinnutíma en áður tíðkaðist. Við höfum læknisþjónustu fyrir allan almenning og heilbrigðiskerfið okkar ætti að geta verið það besta í heimi. Erum upplýst þjóð með hátt menntastig og aukin menntun auðveldar okkur að ná fótfestu í flóknum og breytilegum heimi. Við erum rík.

Nokkur þúsund manns innan verkalýðshreyfingarinnar eru komin „út af vinnumarkaði“ eða á mörkum þess sökum aldurs. Við nefnum þennan hóp ævinlega á baráttudegi verkalýðsins, þann 1. maí og tölum þá með mikilli virðingu um „þau sem mörkuðu sporin með blóði sínu, svita og tárum. Eldra fólk er einmitt fólkið sem fjölmennir á  hátíðarhöldin 1. maí, kannski af því að það voru þau sem  greiddu þann fórnarkostnað sem þurfti til að byggja upp hið íslenska velferðarkerfi sem við búum við í dag. Og þau skilja gildi samstöðunnar.

Stéttarfélögin í landinu hafa skyldum að gegna gagnvart þessum hópi ekki síður en öðrum félagsmönnum, og stéttarfélög hafa vald og geta nýtt það til að berjast fyrir jafnrétti og gegn hvers kyns óréttlæti í samfélaginu. Jafnrétti snýst nefnilega ekki eingöngu um launamun kynjanna.

Við hjá Framsýn viljum vekja fólk til umhugsunar á þessum málefnum, þau eru okkur öllum mikilvæg, enda komumst við flest væntanlega einhvern tímann á  þennan stað í lífinu.

Við höfum boðið til okkar í dag öndvegisfólki til að ræða þessi mál við okkur. Þar ber fyrstan að nefna Helga Pétursson tónlistarmann, sem vakið hefur athygli fyrir skeleggan málflutning og farið fyrir baráttusamtökum eftirlaunafólks sem nefnist Grái herinn. Samtökin berjast fyrir virðingu og réttlæti, þau hafa verið ötul  að vekja athygli á kjörum eldra fólks og vilja stuðla að hugarfarsbreytingu í garð þessa aldurshóps.

María Axfjörð er hér á heimavelli, Húsvíkingur að upplagi og hana þekkja eflaust margir hér inni. María ætlar að segja okkur frá sinni upplifun af því að missa vinnuna, orðin fullorðin. Hún segir okkur frá því hvernig það er að vera fullorðin kona í atvinnuleit og ræðir atvinnumöguleikana sem fólk á þessum aldri hefur, en atvinnurekendur virðast ekki bíða í röðum eftir því að ráða fullorðið fólk til starfa.

Það er engin ástæða til þess að leggja árar í bát eingöngu fyrir það að árin færast yfir. Öflugt starf er unnið innan félaga eldri borgara í Þingeyjarsýslum, en þau eru nokkur. Eitt þessara félaga er starfandi hér í bæ. Anna Sigrún Mikaelsdóttir er formaður Félags eldri borgara á Húsavík. Hún ætlar að segja okkur frá starfsemi félagsins sem hefur verið mjög kraftmikið á undanförnum mánuðum.

Við tökum fundarhlé á milli dagskráliða þegar fer að líða á og bjóðum þá upp á veitingar, hressum okkur á súpu og brauði. Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar mun leiða okkur áfram hér og halda utan um fundarstjórnina og ég efast ekki um að við komum til með að eiga hér saman ánægjulega stund.

En áður en ég kasta boltanum til Aðalsteins langar mig að kynna upphafsatriðið, en þar er fólk í yngri kantinum, en þau hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlistarflutning sinn og gert mikla lukku hvar sem þau hafa komið. Í Þingeyjarskóla í Aðaldal er einstök menning, eiginlega fjölmenning. Þar er spilað á hljóðfæri sem ég hef fyrir víst að séu ættuð frá Zimbabwe og suðurhluta Afríku, ásláttarhljóðfærið Marimba og fleiri sem ég reyni ekki einu sinni að nefna. Það væri fróðlegt að vita hvaða menningarstraumar báru Marimbatónlistina frá Afríku í litla þingeyska sveitaskólann, en við getum komist að því síðar. Það geislar af þessum ungu og efnilegu tónlistarmönnum gleðin og hamingjan, og þau eru samstíga og skemmtileg í flutningi sínum. Við skulum taka vel á móti þeim.                                                            Krakkar mínir, gerið svo vel.

 

 

 

Fjölmennur baráttufundur eftirlaunafólks – Framsýn styrkir málsókn

Framsýn, stéttarfélag stóð fyrir fjölmennum fundi í gær á Fosshótel Húsavík um málefni eftirlaunafólks. Frummælendur á fundinum voru Helgi Pétursson frá Gráa hernum, María Axfjörð bókari og Anna Sigrún Mikaelsdóttir formaður Félags eldri borgara á Húsavík og nágrenni. Ávörp þeirra vöktu mikla athygli og var baráttuhugur á fundinum. Auk þeirra tók Örn Jóhannsson til máls á fundinum og hélt þrumandi ræðu um stöðu eftirlaunafólks á Íslandi sem hann taldi ekki vera viðunandi.

Í upphafi fundar spiluðu unglingar úr Þingeyjarskóla nokkur frábær lög undir stjórn Guðna Bragasonar. Það er eftir að varaformaður Framsýnar, Ósk Helgadóttir, hafði farið yfir tilgang fundarins sem væri að styðja við bakið á ört stækkandi hópi fólks sem kæmist á eftirlaunaaldur, fólki sem ætti allt gott skilið ekki síst virðingu, réttlæti og ásættanleg lífskjör.

2068

2157 20612133214221242052216321302159214620282126

Sérlaunastefna alþingismanna

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti í dag samantekt frá Hagstofu Íslands um þróun launakjara alþingismanna undanfarin áratug. Í þeim tölum er staðfest að á árunum 2013-2016 hafa regluleg laun þingmanna hækkað umtalsvert meira en hjá öðrum hópum eða um 68% á sama tíma og laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 26% og laun opinberra starfsmanna um ríflega 31%. Þegar tekið hefur verið tillit til þeirra lækkunar á starfstengdum greiðslum til þingmanna, sem forsætisnefnd samþykkti í janúar, hafa launa þingmanna samt sem áður hækkað umtalsvert umfram almanna launaþróun, eða um 42,5%.
Í samanburði ráðuneytisins eru laun þingmanna borin saman við þróun launavísitölu aftur til ársins 2006. Í þeim samanburði er þannig með öllu horft fram hjá því að rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins, sem ríki og sveitarfélög undirrituðu, byggir á sameiginlegri launastefnu til ársloka 2018 um að launakostnaður aukist ekki umfram 32% á tímabilinu frá nóvember 2013 til ársloka 2018. Það tímabil sem miðað er við í rammasamkomulaginu er ekki tilviljun. Með því að horfa til tímabilsins frá 2013 var verið að verja sérstakar hækkanir lægstu launa í kjarasamningum undanfarin áratug. Þau skilaboð sem felast í því að miða launaþróun alþingismanna við tímabilið aftur til ársins 2006 eru því þau, að alþingismenn eigi að njóta þeirra sérstöku hækkana sem samið hefur verið um fyrir láglaunahópa undanfarin áratug í sínum launum. Þetta skýtur nokkuð skökku við í ljósi þess að laun þingmanna jafngilda launum um fimm fullvinnandi verkamanna á lágmarkslaunum.
Með undirritun rammasamkomulagsins árið 2015 undirgengust ríki og sveitarfélög að fylgja ofangreindri launastefnu í kjarasamningum við sína starfmenn. Það er því sjálfsögð og eðlileg krafa að slíkt hið sama eigi við um þjóðkjörna fulltrúa. Í sameiginlegri yfirlýsingu ASÍ og SA við undirritun samkomulagsins um frestun á uppsagnarheimild kjarasamninga til loka febrúar 2018 var sérstaklega áréttuð krafa samtakanna um að æðstu embættismenn og kjörnir fulltrúar fylgi sömu launastefnu og samið var um í rammasamkomulaginu. Þessar upplýsingar sem ráðuneyti fjármála- og efnahagsmála gefa tilefni til að árétta þá kröfu.

(frétt tekin af asi.is)

Skattaframtal einstaklinga – styrkir úr sjúkrasjóði

Upplýsingar um heildarupphæð útgreiddra styrkja úr sjúkrasjóði Framsýnar og Þingiðnar má finna inn á svæði einstaklinga á www.skattur.is . Ef valið er „Almennt“ og „innkomnar upplýsingar“ koma þessar upplýsingar upp ásamt öðrum innsendum upplýsingum til skattsins. Frekari upplýsingar um sundurliðun á útgreiddum styrkjum er hægt að nálgast á skrifstofu stéttarfélaganna á Garðarsbraut 26 eða í síma 464-6600.

2.3.6  Aðrar greiðslur (reitur 96)

Styrkir til líkamsræktar frá launagreiðanda og stéttarfélögum færast til tekna hér, en heimilt er að færa kostnað til frádráttar að hámarki 50.000 kr. í reit 157.

Styrkir úr styrktar- og sjúkrasjóðum stéttarfélaga svo sem vegna gleraugnakaupa, heyrnartækjakaupa, glasafrjóvgunar, krabbameinsskoðunar, ættleiðinga, tannviðgerða, sjúkraþjálfunar, sálfræðiþjónustu, dvalar á heilsustofnunum og útfarar. (reitur 96, Annað, hvað?)

Samstarf við ASÍ um ábyrgð fyrirtækja innan Vakans

Ferðamálastofa, fyrir hönd Vakans, og Alþýðusamband Íslands skrifuðu í dag undir samstarfssamning með það að markmiði að þátttakendur í Vakanum starfi eftir gildandi kjarasamningum. Með þessu er leitast við að styrkja það hlutverk Vakans að byggja upp samfélagslega ábyrgð innan ferðaþjónustunnar.

Þátttakendur í Vakanum virði kjarasamninga

Í samningnum er kveðið á um þegar fyrirtæki sækir um þátttöku í Vakanum, verður aflað upplýsinga hjá ASÍ um hvort alvarlegur ágreiningur sé á milli viðkomandi fyrirtækis og stéttarfélaga sem starfsmenn þess tilheyra. Jafnframt mun ASÍ  í byrjun hvers árs fara yfir þátttakendalista Vakans þannig að tryggt sé, eins og kostur er, að þátttakendur séu ekki brotlegir við kjarasamninga og lög um réttindi starfsmanna. Séu gerðar alvarlegar athugasemdir vegna brota fyrirtækis á gildandi kjarasamningum, getur það ekki verið þátttakandi í Vakanum fyrr en úr hefur verið bætt.

Yfirlýsing um sjálfboðaliðastörf

Í þessu sambandi má einnig nefna yfirlýsingu ASÍ og Samtaka atvinnulífsins frá því síðastliðið haust um sameiginlega ábyrgð á uppbyggingu vinnumarkaðarins. Þar kemur m.a. fram að það sé sameiginlegt viðfangsefni aðila að fyrirtæki í framleiðslu og þjónustu greiði laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga. Sérstaklega er rætt um mikilvægi þess að sameiginlegur skilningur ríki um störf sjálfboðaliða og hvar þau geti átt rétt á sér, s.s. í þágu almannaheilla að góðgerðar-, menningar- eða mannúðarmálum. Áréttað er að það sé andstætt kjarasamningum og meginreglum á vinnumarkaði að sjálfboðaliðar gangi í almenn störf launafólks í efnahagslegri starfsemi fyrirtækja, eins og það er orðað. Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands hafa undirritað sambærilegt samkomulag.

Á myndinni má sjá Ólöfu Ýrr Atladóttur, ferðamáalstjóra og Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ undirrita samstarfssamninginn.

(frétt tekin af asi.is)

Uppfærðir kauptaxtar sérsamninga Framsýnar

Búið er að uppfæra kauptaxta sérsamninga Framsýnar. Hækkunin tekur gildi 1. maí. Sjá má nýjustu uppfærsluna með því að velja kauptaxta hér á síðunni eða með því að smella hér.

Uppfærðir kauptaxtar kjarasamnings SGS og SA eru væntanlegir á allra næstu dögum.

Telja ekki ástæðu til að sameinast öðrum sjóðum

Framsýn fór þess á leit við stjórn Stapa að skoðað yrði hvort ekki mæti hagræða í starfsemi sjóðsins með sameiningu við aðra lífeyrissjóði þannig að auka mætti um leið réttindi sjóðfélaga til lífeyris.
Félaginu hefur nú borist svar frá Stapa. Þar kemur fram að sjóðurinn hafi í kjölfar bréfsins frá Framsýn látið kanna rekstrarkostnað sjóðsins í samanburði við rekstrarkostnað annarra lífeyrissjóða.
Samanburðurinn hafi leitt í ljós að rekstrarkostnaður Stapa, sem hlutfall af eignum, væri nokkuð sambærilegur við kostnað hjá mun stærri sjóðum og talsvert lægri en hjá þeim sjóðum sem koma næstir á eftir Stapa í stærð.
Að þessu gefnu telur stjórn sjóðsins ekki ástæðu til að hefja viðræður við aðra sjóði um sameiningu við aðra sjóði. Þá sé styrkur fólginn í því að hafa sterkan landsbyggðarsjóð með höfuðstöðvar á landsbyggðinni.
Stjórn Framsýnar tók svar sjóðsins fyrir á stjórnarfundi í gær. Umræður urðu um málið sem ekki verða tíundaðar sérstaklega í þessari frétt.

 

5,5 milljónir greiddar í verkfallsbætur

Stjórn Vinnudeilusjóðs Framsýnar kom saman til fundar í gær til að úthluta verkfallsbótum til sjómanna í Sjómannadeild Framsýnar vegna febrúar. Alls bárust 32 umsóknir um verkfallsbætur en verkfalli sjómanna lauk þann 20. febrúar. Upphæð verkfallsbóta til þessara 32 sjómanna nam 5,5 milljónum fyrir febrúar. Sjómenn innan félagsins höfðu áður fengið 7,7 milljónir í verkfallsbætur fyrir janúar. Samtals greiðslur til sjómanna innan Sjómannadeildar Framsýnar námu því í heildina um 13 milljónum. Til fróðleiks má geta þess að Framsýn greiddi sjómönnum innan félagsins hærri verkfallsbætur en almennt gerist meðal sjómannafélaga innan Sjómannasambands Íslands.

Gamli tíminn_0022

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í heildina fengu sjómenn innan Framsýnar greiddar um 13 milljónir í verkfallsbætur fyrir janúar og febrúar.

Öskudagur á Húsavík

Það komu margir við á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík í gær. Gestir voru flestir í yngri kantinum og í hinum ýmsustu gervum. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í gær af gestunum.11

13 12 10 9 8 7  5 4 3 2 1

Fjör à öskudaginn

Fjörugir og glađir krakkar litu viđ à skrifstofu Verkalýđsfèlags Þòrshafnar ì dag og sungu. Er òhætt ađ segja ađ þau hafi veriđ mishræđileg. Skrifstofa Verkalýðsfélags Þórshafnar er ekki stòr en međ gòđum vilja komust allir hòparnir inn og sungu fyrir starfsmann skrifstofunnar af hjartans list. Alltaf gaman ađ fà gòđa gesti. 20170301_125709 20170301_124522 20170301_124301 20170301_123953

Hnyklum vöðvana á laugardag – fjölmennum á fund

Framsýn stendur fyrir opnum fundi um starfslok og önnur málefni eftirlaunafólks á Fosshótel Húsavík á laugardaginn. Meðan á fundi stendur verður boðið upp á veitingar.  Gestir fundarins verða, Helgi Pétursson, María Axfjörð og Anna Sigrún Mikaelsdóttir.  Skorað er á áhugasama og eftirlaunafólk að fjölmenna á fundinn þar sem samstöðu þarf til að lagfæra stöðu eftirlaunafólks. Sjá auglýsingu hér að neðan.

Hefur þú tillögur að fundarefni?

Síðasta vetur stóð Framsýn fyrir nokkrum opnum fundum um mikilvæg málefni í okkar samfélagi og voru fundirnir almennt mjög vel sóttir. Í vetur er hugmyndin að standa fyrir nokkrum slíkum fundum. Þegar eru fjórir fundir á dagskrá, byrjað verður á fundi um málefni eldra fólks um næstu helgi en málefni þeirra hafa verið mikið í umræðunni undanfarið þar sem þessi hópur telur sig ekki verðskulda það sem þau eiga skilið. Sá fundur verður haldinn næsta laugardag. Í næstu viku verður síðan væntanlega opinn fundur um starfsemi Norðursiglingar á Húsavík. Fulltrúar frá fyrirtækinu munu koma og gera grein fyrir þeim mikla vexti sem verið hefur í starfsemi fyrirtækisins á undanförnum árum. Síðan eru tveir fundir á teikniborðinu er varða annars vegar landbúnaðarmál og hins vegar efnahagsmál. Ef þið lesendur góðir hafið góðar hugmyndir handa okkur varðandi fundarefni eruð þið vinsamlegast beðin um að koma þeim á framfæri við formann Framsýnar, Aðalstein Árna, á netfagnið kuti@framsyn.is

Grái herinn hnyklar vöðvana- opinn fundur um málefni eftirlaunafólks á vegum Framsýnar

Framsýn stéttarfélag stendur fyrir opnum fundi um málefni eftirlaunafólks laugardaginn 4. mars. Fundartími: 11:00 til 13:00. Gestir fundarins verða  Helgi Pétursson sem kenndur er við Ríó Tríó. Helgi mun fjalla um kjör eldri borgara og baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og virðingu. Þá mun María Axfjörð fjalla um störf aldraðra en María er Húsvíkingur. Hugsanlega verður einn frummælandi til viðbótar en það mun skýrast á næstu dögum. Þá mun Anna Rúna Mikaelsdóttir formaður Félags eldri borgara á Húsavík segja aðeins frá starfi félagsins. Fundurinn verður nánar auglýstur á heimasíðu stéttarfélaganna www.framasyn.is og í næstu Skrá. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir á fundinn enda mikilvægt að fólk á eftirlaunum standi vörð um sín hagsmunamál.  Vonandi sjáumst við sem flest á fundinum.

Framsýn, stéttarfélag Þingeyinga

Stóra gleraugnamálið

Hér á Skrifstofu stéttarfélaganna hefur einhver gleymt þessum gleraugum sem sjást á myndinni sem fylgir þessari frétt. Þau verða hér í afgreiðslunni þangað til eigandinn gefur sig fram.

Eftirlitsferð til Þórshafnar

Á dögunum áttu starfsmenn Framsýnar leið til Þórshafnar. Þar var meðal annars farið í vinnustaðaeftirlit en samstarf er við Verkalýðsfélag Þórshafnar um eftirlit á þeirra starfssvæði. Eftirlitsaðilum var vel tekið. Í bakaleiðinni var komið við á Raufarhöfn og staðan tekin þar. Myndavélin var með í för og sjá má afraksturinn hér að neðan.

sjomenn0217 006 sjomenn0217 010 sjomenn0217 013 sjomenn0217 022 sjomenn0217 023 sjomenn0217 027 sjomenn0217 031 sjomenn0217 036

Fiskvinnslufólk, hafið eftirfarandi í huga

Vinnumálastofnun hefur komið þeim skilaboðum áleiðis til stéttarfélaganna:
„Áríðandi tilkynning til þeirra sem hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur vegna rekstrarstöðvunar í sjómannaverkfalli!

Sjómannaverkfallinu er nú lokið góðu heilli. Vinnumálastofnun vill minna starfsfólk fiskvinnslustöðva sem hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur vegna rekstrarstöðvunar í sjómannverkfallin á að afskrá sig af atvinnuleysisbótum um leið og vinna hefst.

Afskráning er afar mikilvæg því ef það gleymist þá kunna greiðslur bóta til einstaklinga að halda áfram og þá getur komið til skuldamyndunar hjá stofnuninni vegna ofgreiddra bóta með óþarfa eftirmálum.

Hægt er að afskrá sig með tilkynningu á ,,Mínum síðum“, senda tölvupóst á ,,postur@vinnumalastofnun.is“, hringja í síma  515-4800 eða koma á næstu þjónustuskrifstofu stofnunarinnar‟.

 

Yfirlýsing Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtaka Íslands

SGS og BÍ hafa undirritað yfirlýsingu um starfsemi sjálfboðaliða í landbúnaði. Í stuttu máli er eining samtakanna á milli að sjálfboðaliðastarfsemi í landbúnaði sé bönnuð. Allir starfsmenn í landbúnaði skulu fá greitt samkvæmt kjarasamning SGS og BÍ.

Þessi yfirlýsing er í fullu samræmi við túlkun Framsýnar stéttarfélags, en þessum sjónarmiðum hefur margsinnis verið komið á framfæri af félaginu.

Frétt SGS um málið má lesa hér.

Yfirlýsingin í heild sinni má lesa hér.

Formaður með erindi á fundi Lionsmanna

Lionsklúbbur Húsavíkur bauð formanni Framsýnar, Aðalsteini Árna Baldurssyni, að flytja erindi á reglulegum fundi klúbbsins fyrir helgina. Aðalsteinn tók fyrir uppbygginguna er tengist verkefni PCC á Bakka og væntingar félagsins varðandi kjör starfsmanna í verksmiðjunni sem á að hefja starfsemi um næstu áramót. Formaður fékk margar spurningar frá fundarmönnum sem voru áhugasamir um störf stéttarfélaganna er viðkemur uppbyggingunni og væntanlegri samningagerð við PCC um launakjör starfsmanna, það er ef fyrirtækið fellst á það að gera samning við stéttarfélögin um gerð kjarasamnings.

20170216_192202_001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikill kraftur er í stafi Lionsklúbbs Húsavíkur. Á fundinum sem formaður Framsýnar var með erindi um atvinnumál í héraðinu var Steingrímur Hallgrímsson tekinn formlega inn í félagið sem nýr meðlimur.

20170216_192031

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Góðar umræður urðu undir erindi formanns Framsýnar á fundi lionsmanna.

Nægt afl á Þeistareykjum

14. febrúar var borhola ÞG-13 á Þeistareykjum látin blása. Það mun hún gera í fimm til sex vikur áður en í ljós kemur hversu mikið afl má finna í henni.

Ljóst er að nú þegar er nægt afl á Þeistareykjum til að gangsetja fyrri vél Þeistareykjarvirkjunar sem gangsett verður í haust. Tvær vélar verða í virkjuninni og munu þær framleiða 45 MW hvor.

Áframhaldandi boranir á Þeistareykjum eru fyrirhugaðar á þessu ári.

Nánar má lesa um málið á 641.is

Nýr kjarasamningur sjómanna

Nýundirritaður kjarasamningur Sjómannasambands Íslands við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök atvinnulífsins er nú fáanlegur hér á síðunni. Hægt er að nálgast hann undir Kjarasamningar‟. Einnig má þar sjá kynningarefni vegna samningsins sem og kaupskrána.

Einnig er hægt að smella hér til að sjá kjarasamninginn, hér til að sjá kynningarefnið og hér til að sjá kaupskrána.