Sjómenn athugið- verkfallsbætur fyrir febrúar

Sjómenn innan Framsýnar sem ætla að sækja um verkfallsbættur fyrir febrúar eru vinsamlegast beðnir um að gera það fyrir 28. febrúar á sérstöku eyðublaði sem er á heimasíðu félagsins. Greitt verður út 1. mars. Þeir sem fengu greiddar verkfallsbætur fyrir janúar eru beðnir um að endurnýja sínar umsóknir. Það er hægt með því að setja sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna.

Framsýn stéttarfélag

Deila á