Vinna á efri hæðinni gengur vel

Vinna við uppgerð efri hæðar Skrifstofu stéttarfélaganna gengur vel. Nú eru milliveggir að mestu upp komnir og búið er að flota gólfið á allri hæðinni. Undirbúningur fyrir teppa- og flísalögn stendur yfir ásamt því að rafvirkjar og pípulagningarmenn eru á fullum krafti í lagnavinnu.

Stefnt er á að verkinu verði skilað í mars. IMG_1759[1] IMG_1758[1] IMG_1757[1] 20170210_100339Hér má sjá sýnishorn af gólfefninu sem til stendur að nota á hæðinni.

Deila á