Sjómenn innan Framsýnar sem falla undir kjarasamning Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi geta nálgast nýja kjarasamninginn og kaupskrána á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag og á morgun sunnudag. Gögnin verða í forstofunni sem er að fundarsalnum. Síðar í dag hefst væntanlega atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn. Nánar um það þegar frekari upplýsingar liggja fyrir um afgreiðsluna.