Stéttarfélögin krefjast kjarasamnings við PCC

Framsýn og Þingiðn hafa komið þeim skilaboðum skýrt á framfæri við forsvarsmenn PCC á Bakka að félögin vilji að gerður verði sérstakur kjarasamningur milli aðila um störfin sem verða til þegar verksmiðja fyrirtækisins á Bakka hefur framleiðslu í lok þessa árs. Aðilar hafa þegar haldið einn fund um málefnið og þá hafa stéttarfélögin óskað eftir öðrum fundi á næstu dögum. Fulltrúar stéttarfélaganna hafa undirbúið sig vel og fundað m.a. með fulltrúum verkalýðsfélaganna á Akranesi, Keflavík og á Akureyri þar sem starfandi eru sambærilegar verksmiðjur og verður á Bakka við Húsavík. Síðar í dag munu aðilar frá Þingiðn og Framsýn funda og fara yfir stöðuna og áherslur félaganna í samskiptum við PCC á Bakka.

20170207_131705

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fulltrúar frá félögunum fóru suður í síðustu viku og komu við í Keflavík og í Hvalfirði til að kynna sér starfsemi tveggja verksmiðja sem þar eru og framleiða svipaða vöru og fyrirtæki PCC á Bakka kemur til með að gera.

20170207_102713

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness tók vel á móti gestunum frá Húsavík og fór yfir kjarasamninginn sem félagið er með við Elkem Ísland.

 

Deila á