Þreifingar í gangi milli stéttarfélaganna og PCC

Fulltrúar Framsýnar og Þingiðnar funduðu með yfirmönnum PCC á Bakka á föstudaginn. Tilgangur fundarins var að fara yfir stöðu mála varðandi uppbygginguna og kjaramál. Á fundinum kröfðust fulltrúar stéttarfélaganna að gerður yrði sérstakur kjarasamningur um störf starfsmanna hjá PCC. Fundinum lauk án niðurstöðu en fulltrúar aðila munu verða í frekari sambandi á næstu vikum.

lnssaga00716 048

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stéttarfélögin krefjast þess að gerður verði kjarasamningur um störf félagsmanna sem koma til með að starfa í verksmiðju PCC á Bakka.

 

Deila á