Formaður með erindi á fundi Lionsmanna

Lionsklúbbur Húsavíkur bauð formanni Framsýnar, Aðalsteini Árna Baldurssyni, að flytja erindi á reglulegum fundi klúbbsins fyrir helgina. Aðalsteinn tók fyrir uppbygginguna er tengist verkefni PCC á Bakka og væntingar félagsins varðandi kjör starfsmanna í verksmiðjunni sem á að hefja starfsemi um næstu áramót. Formaður fékk margar spurningar frá fundarmönnum sem voru áhugasamir um störf stéttarfélaganna er viðkemur uppbyggingunni og væntanlegri samningagerð við PCC um launakjör starfsmanna, það er ef fyrirtækið fellst á það að gera samning við stéttarfélögin um gerð kjarasamnings.

20170216_192202_001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikill kraftur er í stafi Lionsklúbbs Húsavíkur. Á fundinum sem formaður Framsýnar var með erindi um atvinnumál í héraðinu var Steingrímur Hallgrímsson tekinn formlega inn í félagið sem nýr meðlimur.

20170216_192031

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Góðar umræður urðu undir erindi formanns Framsýnar á fundi lionsmanna.

Nægt afl á Þeistareykjum

14. febrúar var borhola ÞG-13 á Þeistareykjum látin blása. Það mun hún gera í fimm til sex vikur áður en í ljós kemur hversu mikið afl má finna í henni.

Ljóst er að nú þegar er nægt afl á Þeistareykjum til að gangsetja fyrri vél Þeistareykjarvirkjunar sem gangsett verður í haust. Tvær vélar verða í virkjuninni og munu þær framleiða 45 MW hvor.

Áframhaldandi boranir á Þeistareykjum eru fyrirhugaðar á þessu ári.

Nánar má lesa um málið á 641.is

Nýr kjarasamningur sjómanna

Nýundirritaður kjarasamningur Sjómannasambands Íslands við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök atvinnulífsins er nú fáanlegur hér á síðunni. Hægt er að nálgast hann undir Kjarasamningar‟. Einnig má þar sjá kynningarefni vegna samningsins sem og kaupskrána.

Einnig er hægt að smella hér til að sjá kjarasamninginn, hér til að sjá kynningarefnið og hér til að sjá kaupskrána.

Lögreglan kölluð til á Húsavík

Atkvæðagreiðslu vegna kjarasamnings Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasambands Íslands lauk meðal  sjómanna innan Framsýnar kl. 17:00 í dag. Upp úr því hófst talning atkvæða. Lögreglumenn frá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sáu um talninguna sem nú er lokið og hefur niðurstöðunni verið komið til Ríkissáttasemjara en talning atkvæða frá aðildarfélögum Sjómannasambandsins hefst hjá embættinu á næstu klukkutímum, það er eftir að kjörstöðum verður endanlega lokið hjá aðildarfélögum Sjómannasambandsins. Reikna má með að endanleg úrslit liggi fyrir eftir kl. 20:00 í kvöld.

logreglan0217 007

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ingvar Berg Dagbjartsson varðstjóri og Guðmundur Helgi Bjarnason sáu um talningu atkvæða í atkvæðagreiðslu um kjarasamning Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasambands Íslands sem lauk meðal sjómanna innan Framsýnar síðdegis í dag. Þar sem ekki tókst að koma kjörgögnunum til Ríkissáttasemjara fyrir kl. 20:00 í kvöld var lögreglan á Húsavík fengin til að telja atkvæðin og koma úrslitunum til Ríkissáttasemjara.

Klukkan 13:00 í dag höfðu 58% sjómanna kosið

Sjómenn innan Framsýnar geta kosið til kl. 15:00 í dag. Kjörstaður er opinn á Skrifstofu stéttarfélaganna. Eftir kl. 15:00 geta þeir sem koma því ekki við að kjósa á auglýstum tíma haft samband við formann félagsins Aðalstein Árna Baldursson í síma 8646604 og kosið til kl. 17:00 í dag. Þegar þetta er skrifað kl. 13:00 hafa um 58% félagsmanna innan Framsýnar kosið. Kjörstaður var opinn í gær eftir kynningarfund sem var haldinn kl. 17:00. Framsýn skorar á sjómenn að koma við og kjósa, hvert atkvæði skiptir máli.

Fundi sjómanna lokið

Sjómannadeild Framsýnar stóð fyrir fjölmennum kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi kl. 17:00 í dag og var fundinum að ljúka. Í kjölfar fundarins hófst atkvæðagreiðsla sem stendur yfir til kl. 15:00 á morgun sunnudag. Talið verður annað kvöld. Þar sem atkvæðagreiðslan stendur yfir verður ekki gefið upp hvernig umræðurnar voru á fundinum um samninginn. Kjörstaður verður opinn á morgun milli kl. 13:00 og  15:00.

sjomenn0217 049

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miklar og góðar umræður urðu á fundinum sem var að ljúka.

sjomenn0217 048

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einar Örn og  Þorlákur voru greinilega hugsandi yfir samningnum eins og þessi mynd ber með sér.

sjomenn0217 055

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Atkvæðagreiðslan undirbúin, Baldur Friðberg og Sigþór Geir bíða eftir því að fá að greiða atkvæði.

sjomenn0217 053

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heiðar Valur Hafliðason sem er trúnaðarmaður sjómanna um borð í Guðmundi í Nesi var fyrstur til að greiða atkvæði um sjómannasamninginn.

sjomenn0217 009

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verði samningurinn samþykktur á morgun mun skipaflotinn halda til veiða upp úr miðnætti.

 

 

Sjómenn- áríðandi fundur í dag

Sjómannadeild Framsýnar boðar til áríðandi fundar í dag um nýgerðan kjarasamning Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fundurinn hefst kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna og er aðeins opinn þeim sjómönnum sem starfa eftir samningnum. Eftir fundinn hefst atkvæðagreiðsla um samninginn sem stendur yfir til kl. 19:00 í dag. Jafnframt verður hægt að kjósa um samninginn á morgun, sunnudag, milli kl. 13:00 og 15:00 á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þeir sjómenn sem koma því ekki við að greiða atkvæði á þessum tímum er bent á að hafa samband við formann Framsýnar, Aðalstein Árna Baldursson í síma 8646604. Sameiginleg talning aðildarfélaga Sjómannasambandsins fer svo fram síðdegis á morgun, sunnudag. Klukkan 20:00 um kvöldið liggur síðan fyrir hvernig atkvæðagreiðslan fór.

Þeir sjómenn sem vilja fá nýja kjarasamninginn til sín í netpósti eru beðnir um að senda skilaboð þess efnis á netfangið kuti@framsyn.is. Um leið og hægt verður mun hann verða jafnframt aðgengilegur á heimasíðu stéttarfélaganna.

Gögn og atkvæðagreiðsla

Sjómenn innan Framsýnar sem falla undir kjarasamning Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi geta nálgast nýja kjarasamninginn og kaupskrána á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag og á morgun sunnudag. Gögnin verða í forstofunni sem er að fundarsalnum. Síðar í dag hefst væntanlega atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn. Nánar um það þegar frekari upplýsingar liggja fyrir um afgreiðsluna.

Samið í nótt, atkvæðagreiðsla framundan

Sjómannasambandið og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gengu frá nýjum kjarasamningi í nótt. Í dag kemur síðan í ljós hvernig staðið verður að atkvæðagreiðslu um samninginn og kynningum um helstu atriði samningsins. Sjómenn innan Framsýnar eru beðnir um að fylgjast vel með heimasíðunni sem mun um leið og liggur fyrir hvernig staðið verður að atkvæðagreiðslunni upplýsa það.

Embætti skólameistara við Framhaldsskólann á Húsavík auglýst

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur auglýst  embætti skólameistara við Framhaldsskólann á Húsavík laust til umsóknar. Núverandi skólameistari Jóney Jónsdóttir lætur af störfum í sumar. Heimaaðilar, þar á meðal stéttarfélagið Framsýn, hafa lagt mikla áherslu á að auglýst yrði eftir skólameistara í ljósi þess á núverandi settur skólameistari vildi losna. Ráðuneytið hefur greinilega látið segjast og auglýst starfið laust til umsóknar sem er hið besta mál enda skólinn afar mikilvægur í ört stækkandi byggðalagi.

Hér má nálgast starfsauglýsingu fyrir starfið.

 

Sjómenn athugið- verkfallsbætur fyrir febrúar

Sjómenn innan Framsýnar sem ætla að sækja um verkfallsbættur fyrir febrúar eru vinsamlegast beðnir um að gera það fyrir 28. febrúar á sérstöku eyðublaði sem er á heimasíðu félagsins. Greitt verður út 1. mars. Þeir sem fengu greiddar verkfallsbætur fyrir janúar eru beðnir um að endurnýja sínar umsóknir. Það er hægt með því að setja sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna.

Framsýn stéttarfélag

Vinna á efri hæðinni gengur vel

Vinna við uppgerð efri hæðar Skrifstofu stéttarfélaganna gengur vel. Nú eru milliveggir að mestu upp komnir og búið er að flota gólfið á allri hæðinni. Undirbúningur fyrir teppa- og flísalögn stendur yfir ásamt því að rafvirkjar og pípulagningarmenn eru á fullum krafti í lagnavinnu.

Stefnt er á að verkinu verði skilað í mars. IMG_1759[1] IMG_1758[1] IMG_1757[1] 20170210_100339Hér má sjá sýnishorn af gólfefninu sem til stendur að nota á hæðinni.

Stéttarfélögin krefjast kjarasamnings við PCC

Framsýn og Þingiðn hafa komið þeim skilaboðum skýrt á framfæri við forsvarsmenn PCC á Bakka að félögin vilji að gerður verði sérstakur kjarasamningur milli aðila um störfin sem verða til þegar verksmiðja fyrirtækisins á Bakka hefur framleiðslu í lok þessa árs. Aðilar hafa þegar haldið einn fund um málefnið og þá hafa stéttarfélögin óskað eftir öðrum fundi á næstu dögum. Fulltrúar stéttarfélaganna hafa undirbúið sig vel og fundað m.a. með fulltrúum verkalýðsfélaganna á Akranesi, Keflavík og á Akureyri þar sem starfandi eru sambærilegar verksmiðjur og verður á Bakka við Húsavík. Síðar í dag munu aðilar frá Þingiðn og Framsýn funda og fara yfir stöðuna og áherslur félaganna í samskiptum við PCC á Bakka.

20170207_131705

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fulltrúar frá félögunum fóru suður í síðustu viku og komu við í Keflavík og í Hvalfirði til að kynna sér starfsemi tveggja verksmiðja sem þar eru og framleiða svipaða vöru og fyrirtæki PCC á Bakka kemur til með að gera.

20170207_102713

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness tók vel á móti gestunum frá Húsavík og fór yfir kjarasamninginn sem félagið er með við Elkem Ísland.

 

Posting.is: ný síða

Föstudaginn 10. febrúar opnaði Vinnumálastofnun nýjan vef, posting.is. Helstu upplýsingar um skyldur og rétt erlendra þjónustufyrirtækja og starfsmannaleiga má finna á vefnum.
Mikið er um að erlendir starfsmenn séu sendir til Íslands til vinnu og oft eru það starfsmannaleigur sem eiga þar í hlut. Sem dæmi má nefna að hér á landi voru 1.527 starfsmenn á vegum innlendra og erlendra starfsmannaleiga.

Síðan er sérstaklega ætluð fyrir þá sem ætla sér að starfa tímabundið á Íslandi. Þessi síða mun aðstoða við að átta sig á þeim reglum sem gilda um íslenskan vinnumarkað, hvernig á að starfa hér á landi og hvað ber að forðast.

Fræðslufundur vegna starfsloka fyrir félagsmenn BSRB

Fundurinn verður mánudaginn 6. mars nk. kl. 13:00-16:30 í húsnæði BSRB Grettisgötu 89, 1. hæð. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum aðildarfélaga innan BSRB sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum.

Skráning á netfangið:

johanna@bsrb.is og í síma 525 8306 fyrir 1. mars nk.

Dagskrá:

13:00  Bjarni Karlsson prestur og MA í siðfræði fjallar um efnið: Seinni hálfleikur-farsæld eða vansæld. Hvað ræður niðurstöðunni?

13:45  Ásta Arnardóttir sérfræðingur-Tryggingastofnun – Lífeyrisþegar og almannatryggingar

14:30  Kaffihlé

15:00  Ágústa H. Gísladóttir forstöðumaður réttindamála hjá LSR og Þórdís H. Yngvadóttir sérfræðingur hjá Brú lífeyrissjóði – Lífeyrismál

16:30  Fundarlok

Sjómannasambandið fundar á morgun, mánudag

Sjómannasamband Íslands hefur boðað til áríðandi fundar á morgun með fulltrúum þeirra félaga sem sambandið hefur umboð fyrir gagnvart kjarasamningi sambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Meðal þeirra stéttarfélaga sem veitt hefur Sjómannasambandinu umboð til samningagerðar er Framsýn, stéttarfélag en innan félagsins er sérstök Sjómannadeild. Fulltrúi frá félaginu mun taka þátt í fundinum. Því miður hefur ekki tekist að leysa kjaradeiluna milli SSÍ og SFS. Verkfall undirmanna á fiskiskipum hefur því staðið yfir frá 14. desember. Ljóst er að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi verða að hafa vilja til þess að klára samningagerðina. Því miður hefur ekki verið mikill vilji til þess.

Nemendur Borgarhólsskóla í heimsókn

Nemendur 10. bekkjar Borgarhólsskóla komu í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag. Fengu nemendurnir kynningu á starfi stéttarfélaganna, tilgangi þeirra og virkni. Meðal annars var farið yfir kjarasamninga, heimasíðu stéttarfélagins og helstu réttindi.

Nemendurnir voru sáttir við fundinn og voru margs vísari um starfsemi stéttarfélaga. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá kynningunni.88 77 66 44 33 2255

Umsóknarfrestur um íbúðir um páskana

Félagsmenn sem ætla að sækja um orlofsíbúðir í Kópavogi/Reykjavík um páskana á vegum stéttarfélaganna eru vinsamlegast beðnir um að skila inn umsóknum fyrir 10 mars. Það á einnig við um orlofshús félaganna á Eiðum, Dranghólaskógi og Illugastöðum. Úthlutun fer fram í kjölfarið.

Skrifstofa stéttarfélaganna

Þreifingar í gangi milli stéttarfélaganna og PCC

Fulltrúar Framsýnar og Þingiðnar funduðu með yfirmönnum PCC á Bakka á föstudaginn. Tilgangur fundarins var að fara yfir stöðu mála varðandi uppbygginguna og kjaramál. Á fundinum kröfðust fulltrúar stéttarfélaganna að gerður yrði sérstakur kjarasamningur um störf starfsmanna hjá PCC. Fundinum lauk án niðurstöðu en fulltrúar aðila munu verða í frekari sambandi á næstu vikum.

lnssaga00716 048

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stéttarfélögin krefjast þess að gerður verði kjarasamningur um störf félagsmanna sem koma til með að starfa í verksmiðju PCC á Bakka.

 

Um sjö milljónir greiddar í verkfallsbætur

Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í sjö vikur en það hófst 14. desember. Innan Framsýnar eru um 30 sjómenn sem falla beint undir þann kjarasamning sem deilurnar snúast upp, það er kjarasamning Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfallið nær ekki til sjómanna á hvalaskoðunarbátum þar sem Framsýn er með kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna þessara starfa um borð.

Þá er eitthvað um að vélstjórar og yfirmenn á fiskiskipum hafi valið að greiða til Framsýnar af sínum launum. Þessir hópar eru ekki í verfalli þar sem þeir falla ekki undir kjarasamning Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem Framsýn á aðild að. Þessum sjómönnum innan Framsýnar hefur verið haldið frá allri umræðu, ákvörðunartöku og atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls eða afgreiðslu á kjarasamningum þar sem þeir eru ekki aðilar að deilunni. Því miður er deilan í miklum hnút.

Miðað við núverandi stöðu, það er að undirmenn eru í boðuðu verkfalli og þar sem verkbann hefur verið sett á vélstjóra eru þessir hópar launalausir hjá viðkomandi útgerðum. Hins vegar eiga stýrimenn og skipstjórar fullan  rétt á því að halda kauptryggingu þar sem þeir eru ekki í verkfalli.

Þess má geta að Framsýn greiðir sjómönnum í verkfalli kr. 278.671,- á mánuði. Verkfallssjóður félagsins er sterkur og þolir langt verkfall sem vonandi verður ekki. Krafa Framsýnar er að útgerðarmenn gangi að hófværum kröfum sjómanna svo hægt verði að hefja veiðar á ný.

batar0316 029

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðeins undirmenn innan Framsýnar eru í verkfalli. Verkbann hefur verið sett á vélstjóra en yfirmenn, stýrimenn og skipstjórar eru ekki í verkfalli og eiga því að vera á tryggingu hjá viðkomandi útgerðum. Sjómenn á hvalaskoðunarbátum eru ekki í verkfalli.