Úthlutað um 3,5 milljónum

Stjórn Sjúkrasjóðs Framsýnar kom saman til fundar í dag til að úthluta félagsmönnum s.s. sjúkrastyrkjum, fæðingarstyrkjum og öðrum styrkjum samkvæmt ákvæðum í reglugerð sjóðsins. Stjórnin kemur saman mánaðarlega og fer yfir umsóknir félagsmanna fyrir þann mánuð. Að þessu sinni var úthlutað um 3,5 milljónum í styrki  til félagsmanna  fyrir ágústmánuð. Á síðasta ári voru í heildina greiddar 46 milljónir til félagsmanna úr sjúkrasjóði. Stjórn sjóðsins skipa, Aðalsteinn Árni, Dómhildur og Einar Friðbergs. Þá er Jónína Hermanns umsjónarmaður með sjóðnum auk þess að sitja í varastjórn sjóðsins.

Deila á