Kynningarfundur á Húsavík vegna kísilverksmiðju Bakka

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju á Bakka í Norðurþingi. Opinn kynningarfundur verður af því tilefni haldinn í sal Framsýnar, Skrifstofu stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26, Húsavík, fimmtudaginn 7. september næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 16:30 og verður fjallað um starfsleyfisveitingar Umhverfisstofnunar, eftirlit með framkvæmd starfsleyfa, umhverfisvöktun sem tengist starfseminni og tillagan kynnt. Einnig verður opnað fyrir fyrirspurnir og umræður.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 15. september 2017.

 

Deila á