


Opinn kynningarfundur á Húsavík
Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits Umhverfisstofnunar og umhverfisvöktunar hjá PCC BakkiSilicon hf. Fundurinn verður haldinn í sal Framsýnar að Garðarsbraut 26, Húsavík, fimmtudaginn 6. september næstkomandi kl. 17:00.
Dagskrá:
-Guðbjörg Stella Árnadóttir frá Umhverfisstofnun kynnir eftirlit Umhverfisstofnunar.
-Einar Halldórsson frá Umhverfisstofnun kynnir niðurstöður úr eftirliti með PCC á Bakka.
-Elma Sif Einarsdóttir frá PCC kynnir niðurstöður umhverfisvöktunar.
-Erlingur E. Jónasson frá PCC flytur erindi.
Umræður verða að loknum framsöguerindum.
Fundurinn er öllum opinn og eru íbúar og nærsveitamenn hvattir til að mæta.

Take part in the collective agreement claims
Take part in the collective agreement claims.
Framsýn labour union has begun preparations for collective agreements claims for upcoming negotiations between Framsýn and SA – Confederation of Icelandic enterprise. The current collective agreements are over at the end of this year.
Framsýn labour union challenges union members to express their views to the union before 12th of September via email (kuti@framsyn.is).
Here are some questions for consideration:
- What should be the minimum monthly wage?
- Should young people get lower salary than 20 years old people and older?
- Should the next pay rise be a percentage rise or flat sum rise?
- Should the monthly tax discount be higher?
- Should the lowest wage be especially increased?
- Should the working day be shorter but the salary still the same?
- Should full shiftwork be considered 85% job?
- Should the next collective agreement be short or long?
- Should interest- and child benefits rise?
- Should the employer´s contribution to the pension funds rise?
- Should the emphasis be on the elderly and persons unable to work?
- Should courses and education be evaluated and be a basis for higher salary?
- Should the indexation be abolished?
Those are only samples of questions regarding the upcoming negotiations. What would you like to be the emphasis of Framsýn´s demands? Your opinion matters. Hand in your proposals and have an impact.

Málstofa iðnfélaganna
Málstofa iðnfélaganna verður haldin í Hofi á Akureyri föstudaginn 7. september. Sjá nánar í auglýsingu hér að ofan.

Góðgerðarleikur fyrir Gunnstein – Geisli A gegn Ofur Geisla
Í dag miðvikudag klukkan 19:00 mun knattspyrnulið Geisli A mæta stjörnuprýddu liði sem Guðmundur í koti er búin að safna saman í góðgerðarleik fyrir Geislamanninn okkar Gunnstein sem greindist með Hvítblæði fyrr á þessu ári. Sagan segir að Guðmundur hafi náð nokkrum þekktum knattspyrnumönnum úr alþjóðabótboltanum í sitt lið. Leikurinn fer fram á Ýdalavelli og lofa veðurguðirnir góðu veðri á svæðinu síðdegis í dag.
í þessu stjörnuprýddi liði verða fyrrverandi leikmenn Geisla ásamt hugsanlega þekktum knattspyrnumönnum í Alþjóðafótbolta. Kynnir á leiknum verður einn af þekktari núlifandi Þingeyingum.
Grillaðar pylsur, drykkir, tónlist, brandarar og almenn gleði.
Frítt verður á viðburðinn en tekið á móti frjálsum framlögum,
Vonandi sjá flestir sér fært að mæta og sjá knattspyrnu á heimsmælikvarða á Ýdalavelli.
Munum eftir veskjunum, margt smátt gerir eitt stórt.
(Þessi frétt er að mestu tekin af 641.is)

Fræðsludagur félagsliða – hefur þú áhuga?
Starfsgreinasamband Íslands og Félag Íslenskra félagsliða boða til fræðsludags félagsliða, fimmtudaginn 20. september í Hannesarholti, Grundarstíg 10 í Reykjavík. Framsýn auglýsir eftir félagsliðum innan félagsins sem hafa áhuga á því að vera fulltrúar á fundinum fh. félagsins. Áhugasamir eru beðnir um að vera í sambandi við formann Framsýnar, kuti@framsyn.is. Koma svo!!
Dagskrá
10:00 Morgunkaffi
10:30 Kjaramál – veturinn framundan, Drífa Snædal og Sonja Þorbergsdóttir
11:30 Breytingar á námi félagsliða, Þórkatla Þórisdóttir
12:00 Hádegismatur
13:00 Vinna og barátta félagsliða framundan, unnið úr tillögum frá síðasta fundi
14:00 Hvað er Bjarkarhlíð og fyrir hvern?, Berglind Eyjólfsdóttir og Hafdís
Hinriksdóttir
15:00 Sjálfsstyrking og jákvæð sálfræði, Ragnhildur Vigfúsdóttir
16:00 Dagslok
Auglýsing (PDF)

2,5% atvinnuleysi í júlí
Áætlað er að 212.900 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í júlí 2018, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en það jafngildir 84,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 207.600 starfandi og 5.300 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 82,2% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,5%.
Samanburður mælinga fyrir júlí 2017 og 2018 sýnir að vinnuaflið jókst um 11.300 manns en hlutfall þess af mannfjölda hækkaði um 0,7 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 8.100 manns en þrátt fyrir það þá lækkaði hlutfall þeirra af mannfjölda um 0,6 prósentustig.
Atvinnulausir í júlí 2018 mældust 3.200 fleiri en í sama máuði árið 2017. Hér ber að taka fram að í júlí 2017 voru óvenju fáir án atvinnu og í atvinnuleit samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, eða 2.100 manns. Alls voru 39.700 utan vinnumarkaðar í júlí 2018 og stendur fjöldinn nánast í stað frá því í júlí 2017 þegar þeir voru 39.500.
Lesa má nánar um framkvæmd og aðferð rannsóknarinnar á vef Hagstofunnar.

Stjórn Þingiðnar fundar
Stjórn Þingiðnar kemur saman til fundar þriðjudaginn 28. ágúst kl. 18:00 í fundarsal félagsins. Til umræðu eru málefni félagsins, kjaramál og félagssvæðið.

Kalla eftir kynslóðaskiptingu í forystu ASÍ
Stjórn og trúnaðráð Framsýnar fundaði í vikunni og voru mörg mál á dagskrá fundarins. Meðal annars urðu umræður um væntanlegt þing ASÍ og forsetakjör þar sem Gylfi Arnbjörnsson hefur ákveðið að stiga til hliðar og gefa ekki kost á sér áfram. Þegar hafa tveir aðilar tilkynnt framboð sitt, þau Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS og Sverrir Mar, framkvæmdastjóri Afls. Leitað var til formanns Framsýnar að gefa kost á sér í embætti forseta ASÍ sem hann hafnaði. Umræður urðu um væntanlegt þing og mikilvægi þess að finna sambandinu góðan forseta. Í því sambandi var góður hljómgrunnur fyrir því að ákveðin kynslóðaskipti ættu sér stað í forystusveit sambandsins í haust. Það væri löngu tímabært að velja ungt fólk til forystustarfa fyrir Alþýðusamband Íslands.
Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kallar eftir kynslóðaskiptum í forystusveit Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október.

Jóna hættir sem formaður DVS innan Framsýnar
Jóna Matthíasdóttir formaður deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar hefur skipt um starfsvettvang og er því ekki lengur félagsmaður í Framsýn. Hún hefur hafið störf á sýsluskrifstofunni á Húsavík. Því lætur hún af störfum sem formaður deildarinnar um leið og öðrum trúnaðarstörfum hjá Framsýn og LÍV. Jónína Hermannsdóttir varaformaður deildarinnar tekur við sem formaður fram að næsta aðalfundi í janúar nk. Jónu voru þökkuð vel unnin störf í þágu Framsýnar, hennar verður sárt saknað enda unnið mjög vel að málefnum félagsins og þar með félagsmanna deildarinnar. Jóna þakkaði fyrir gott og ánægjulegt samstarf.
Stjórn Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar er skipuð hörku fólki. Fyrir liggur að finna þarf nýjan formann á næsta aðalfundi deildarinnar þar sem Jóna er ekki lengur gjaldgeng enda ekki lengur í Framsýn.

Hafðu áhrif á kröfugerðina
Framsýn hefur hafið undirbúning að mótun kröfugerðar vegna komandi viðræðna við Samtök atvinnulífsins. Kjarasamningar eru lausir um næstu áramót. Framsýn skorar á félagsmenn að koma sínum skoðunum á framfæri við félagið fyrir 5. september á netfangið kuti@framsyn.is.
Hér koma nokkrar spurningar til umhugsunar:
- Hver eiga lágmarkslaunin að vera á mánuði?
- Eiga laun ungmenna að vera hlutfallslega lægri en hjá þeim sem orðnir eru 20 ára?
- Á að semja um krónutöluhækkun eða prósentuhækkun?
- Á að hækka persónuafsláttinn?
- Á að hækka lægstu launin sérstaklega?
- Á að semja um vinnutíma styttingu fyrir sömu laun?
- Á full vaktavinna að teljast 85% starf?
- Á að gera stuttan eða langan kjarasamning?
- Á að hækka vaxta- og barnabætur?
- Á að hækka framlög atvinnurekenda í lífeyrissjóði?
- Á að leggja sérstaklega áherslu á kjör aldraðra og öryrkja?
- Á að meta námskeið/nám til launahækkana?
- Á að afnema verðtrygginguna?
Þetta eru ekki tæmandi spurningar. Hverju vilt þú koma á framfæri inn í kröfugerð Framsýnar? Þínar skoðanir skipta máli. Hafðu áhrif og skilaðu inn þínum tillögum.
Samninganefnd Framsýnar stéttarfélags

Sumarferð slegin af
Þar sem þátttaka náðist ekki í sumarferð stéttarfélaganna í Mývatnssveit um næstu helgi hefur hún verið slegin af. Þessum skilaboðum er hér með komið á framfæri.

Framsýn á fjöllum
Fulltrúar frá Framsýn fóru í vinnustaðaheimsóknir í gær. Farið var frá Húsavík upp í Mývatnssveit og þaðan í Grímsstaði á Fjöllum þar sem rekin er öflug ferðaþjónusta á vegum tveggja heimaaðila á Grímsstöðum og í Hólseli. Þaðan var farið að Dettifossi og hitt á leiðsögumenn sem þar voru við störf á vegum SBA en mikið fjölmenni var við fossinn í gær. Síðan var staðan tekin á framkvæmdunum á Dettifossvegi niður í Kelduhverfi sem ganga vel og vonandi tekst að klára þessar mikilvægu framkvæmdir á allra næstu árum. Gríðarleg umferð hefur verið um veginn, sem reyndar á köflum telst varla vegur. Þess vegna ekki síst er mikilvægt að framkvæmdir við hann klárist sem fyrst. Að lokum var síðan heilsað upp á starfsmenn í Vatnajökulsþjóðgarði og í versluninni í Ásbyrgi áður en haldið var heim til Húsavíkur. Ekki þarf að taka fram að starfsmönnum Framsýnar var alls staðar vel tekið og fengu góðar mjög góðar móttökur.
Á Grímsstöðum eru tveir aðilar sem reka ferðaþjónustu, annar þeirra er einnig með ferðaþjónustu í Hólseli.
Þær voru ánægðar með lífið og tilveruna á fjöllum, starfsmenn ferðaþjónustunnar á Grímsstöðum sem voru við störf í Hólseli. Hér eru þær ásamt eftirlitsfulltrúa stéttarfélaganna Aðalsteini J. Halldórssyni.
Heilsað var upp á heiðurshjónin á Grímsstöðum, þau Sigríði Hallgrímsdóttir og Braga Benediktsson. Þau sýsla við ýmislegt s.s. veðurathuganir, eftirlit með vegum og þá eru þau með ferðaþjónustu.
Það var mikið um að vera við Dettifoss, fullt af fólki og bílastæðin full.
Tekið var tal við leiðsögumennina Óskar Halldórsson og Ingibjörgu Elínu Jónasdóttir. Þau starfa fyrir SBA og voru með hóp af ferðamönnum við fossinn á leið sinni um Norðurland.
Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað á Dettifossvegi og var mikið um vinnuvélar á svæðinu enda styttist í veturinn og því mikilvægt að klára sem mest áður en vetur konungur tekur völdinn.
Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs eru ávallt í góðu skapi og voru ánægðir með lífið og tilveruna. Bjartey Unnur Stefánsdóttir og Rakel Anna Boulter eru hér á mynd með formanni Framsýnar, Aðalsteini Árna.
Fullt var í versluninni í Ásbyrgi í gær enda mikið um ferðamenn á svæðinu.

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar fundar næsta mánudag
Stjórn, trúnaðarráð og ungliðaráð Framsýnar koma saman til fundar næsta mánudag kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna til að fara yfir þau mál sem bíða afgreiðslu innan félagsins. Dagskráin er löng að þessu sinni.
Dagskrá:
- Fundargerð síðasta fundar
- Starfsreglur stjórnar og trúnaðarráðs
- Inntaka nýrra félaga
- Minning- Hafliði Jósteinsson
- Breytingar á stjórn deildar verslunar- og skrifstofufólks
- Kjaramál
- Þing ASÍ-ungliðar
- Þing SSÍ
- Fulltrúaráðsfundur AN
- Tjaldstæðisstyrkur 2018
- Þakkviðgerðir G-26
- Þorrasalir
- Afmælisblaðið
- Póllandsferð
- Fundur með Félags- og jafnréttisráðherra
- Kjör til forseta ASÍ
- Illugastaðir- opin dagur
- Framsýnarjakkar
- Erindi: Varðar Einar Olgeirsson
- Erindi: Hólmsteinn Helgason
- Erindi. Laganefnd ASÍ
- Lýsa- málþing
- Aðalfundir: Rifós-Fjallalamb
- Málefni Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga
- Málefni starfsmanna Hvals
- Rekstur orlofshúsa/íbúða
- Önnur mál

Minning – Hafliði Jósteinsson
Hafliði Jósteinsson var jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju í dag og var mikið fjölmenni samankomið við útförina í fallegu veðri. Með honum er genginn einstakur öðlingur sem alla tíð var mjög áberandi í húsvisku samfélagi.
Hafliði var mjög virkur í starfi stéttarfélaganna á Húsavík og tók sæti í varastjórn Verslunarmannafélags Húsavíkur 28. febrúar 1966 en til stofnfundar félagsins var boðað 6. september 1965. Hann sat lengi í stjórn og trúnaðarmannaráði Verslunarmannafélags Húsavíkur, þar af sem formaður um tíma. Auk þessa var hann í trúnaðarstörfum fyrir Landssamband íslenskra verslunarmanna. Við sameiningu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum árið 2008 tók Hafliði sæti í stjórn deildar- verslunar og skrifstofufólks innan Framsýnar. Hann sat í stjórn deildarinnar til ársins 2011. Við það tækifæri var Hafliða þakkað áratuga starf hans að málefnum verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar og Verslunarmannafélags Húsavíkur með viðurkenningarskjali sem bar yfirheitið „Framúrskarandi félagsmaður í Framsýn.“ Hafliði þakkaði vel fyrir sig og hlýjar kveðjur í sinn garð um leið og hann sagði það hafa verið góðan skóla að starfa að verkalýðsmálum. Það hafi gefið honum mikið að starfa að velferðar- og verkalýðsmálum á svæðinu enda eitt af hans helstu áhugamálum. Hafliði var lengi reglulegur gestur á skrifstofu stéttarfélaganna auk þess að sækja fundi á vegum félaganna. Boðskapur hans var ávallt að veita góð ráð í kjarabaráttunni og því sem betur mætti fara á félagssvæði stéttarfélaganna. Meðan hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélögin var hann oft fenginn til að vera fulltrúi verslunarmanna á fundum og þingum á vegum Landssambands íslenskra verslunarmanna og Alþýðusambands Íslands. Hafliði þótti afar góður ræðumaður og var fastur fyrir þyrfti þess með auk þess að vera mikill framsóknarmaður, Leedsari og Völsungur sem er góð blanda. Hann var duglegur að mæta á viðburði á vegum stéttarfélaganna. Nú síðast í apríl þegar Framsýn hélt upp á 100 ára afmæli stéttarbaráttu kvenna í Þingeyjarsýslum. Afmælishátíðin fór fram í Safnahúsinu á Húsavík.
Þá var hann virkur í tónlistarlífinu og alltaf boðinn og búinn að leysa allskonar verkefni væri til hans leitað. Ekki skipti máli hvort um söguskoðun með hópa um Húsavík var um að ræða, leika jólasvein fyrir börnin, syngja eða lesa upp úr góðri bók fyrir íbúa á Skógarbrekku eða Hvammi, heimili aldraðra. Hafliði var alltaf boðinn og búinn að gera góðverk fyrir samfélagið. Það mætu margir taka hann til fyrirmyndar enda einstaklega bóngóður maður. Hafliða verður lengi minnst fyrir störf sín fyrir stéttarfélögin og samfélagið við Skjálfanda sem er ómetanlegt. Blessuð sé minning hans og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir samfélagið.
Framsýn stéttarfélag vottar fjölskyldu Hafliða Jósteinssonar sína dýpstu samúð, nú þegar hann hefur flutt sig um set á stað þar sem hann á örugglega eftir að gera sig gildandi og vinna gott starf eins og honum einum er lagið. Megi minning um góðan mann lifa um ókomna tíð.
Fh. Framsýnar- stéttarfélags
Aðalsteinn Árni Baldursson

Skipt um þak á Garðarsbraut 26
Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir á Garðarsbraut 26 sem er varla óvenjulegt miðað við síðustu árin en miklar framkvæmdir hafa verið í húsinu undanfarin ár.
Í þetta skiptið er verið að skipta um þak á húsinu en nauðsynlegt reyndist að skipta um bárujárn og þakpappa. Það er Norðurvík sem sér um þessa framkvæmd eins og sjá má á eftirfarandi myndum.

Þekkingarnetið í tölum
Við viljum benda á að í nýlegri frétt Þekkingarnets Þingeyinga má sjá ýmiskonar merkilegar tölur sem tengjast starfsemi Þekkingarnetsins. Tölurnar eru settar fram í tilefni af því að 15 ár eru síðan Þekkingarnetið hóf störf á Húsavík ásamt Náttúrustofu Norðausturlands.

Formaður Framsýnar í viðtali á Bylgjunni
Formaður Framsýnar var í viðtali á Bylgjunni fimmtudagsmorguninn 9. ágúst. í þættinum „Í bítið‟. Þar voru rædd kjaramál og fleira í þeim dúr sem eru mjög ofarlega á baugi þessa dagana þegar samningaviðræður eru framundan og kjarasamningar lausir um áramót.
Hér má sjá heimasíðu þáttarins þar sem hægt er að hlusta á viðtalið í fyllingu tímans.

Góður gestur í heimsókn
Elísabet S. Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá embætti Ríkissáttasemjara heilsaði upp á formann Framsýnar á Mærudögum. Þau þekkjast vel enda Aðalsteinn nokkuð tíður gestur í Karphúsinu við samningagerð. Elísabet ber ábyrgð á rekstri og fjármálum embættisins, annast áætlanagerð, eignaskráningu og frágang reikninga til greiðslu, auk annarra tilfallandi verkefna. Elísabet er í sumarfríi og átti leið um Húsavík á dögunum.

Sumarferð stéttarfélaganna – skráningu að ljúka
Stéttarfélögin ætla að bjóða upp á skemmtilega gönguferð um Mývatnssveit í sumar undir leiðsögn Helgu Þuríðar Árnadóttur úr Garði. Félögin hafa staðið fyrir sambærilegum ferðum undanfarin ár sem hafa verið mjög vinsælar og vel sóttar. Ferðin í sumar verður farin laugardaginn 25 ágúst, um er að ræða dagsferð. Lagt verður af stað frá Skrifstofu stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 klukkan 09:00. Þaðan verður ekið upp í Mývatnssveit og stoppað á Skútustöðum þar sem fólk yfirgefur rútuna. Þaðan verður gengið um Skútustaðagígana og gamla þjóðvegin heim í Garð. Á leiðinni er margt áhugavert að skoða s.s. Arnarbælið og Arngarðshólana. Um er að ræða þægilega göngu sem hentar öllum og tekur um þrjá tíma. Þegar komið verður í Garð verður ekið þaðan í Jarðböðin þar sem slakað verður á með nokkrum sundtökum áður en haldið verður aftur í Garð og grillað eftir góðan dag. Að því loknu verður haldið heim á leið til Húsavíkur með rútunni um kvöldmatarleytið. Skráning í ferðina er á Skrifstofu stéttarfélaganna og stendur til 13. ágúst. Einnig er hægt að senda skráningar á netfangið linda@framsyn.is. Verðið er kr. 5.000,-. Allt innifalið, það er rútuferðin, grillið í Garði og sundferðin í Jarðböðin.