Kjaraviðræður að hefjast við PCC

Kjaraviðræður stéttarfélaganna Framsýnar og Þingiðnar við PCC BakkiSilicon hf. hefjast í næstu viku. Starfsmenn stéttarfélaganna ásamt trúnaðarmönnum starfsmanna munu leggja lokahönd á kröfugerðina í dag. Þá hafa Samtök atvinnulífsins fallist á að funda með stéttarfélögunum um kröfugerðina um miðja næstu viku. Endanlegur fundartími verður ákveðinn í vikunni.

 

Deila á