Þingi ASÍ lokið – ný og öflug forysta tekur við keflinu

Þingi Alþýðusambands Íslands lauk síðasta föstudag en þingið stóð yfir í þrjá daga. Þingiðn, Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar áttu 8 fulltrúa á þinginu auk þess sem Aðalbjörn Jóhannsson var fulltrúi ASÍ-UNG á þinginu en hann er formaður ASÍ-UNG auk þess að vera félagsmaður í Framsýn. Þinginu verða gerð nánari skil á heimasíðunni á næstu dögum sem og sögulegum kosningum sem leiddu til verulegra breytinga á forystusveit sambandsins sem voru löngu tímabærar.

Meðfylgjandi er mynd af Sigurveigu Arnardóttur sem var ein af fulltrúum Framsýnar á þinginu.

Deila á