Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og víðar, þá fór þing Alþýðusambands Íslands fram í síðustu viku í Reykjavík. Miklar breytingar urðu á stjórn sambandsins og fulltrúar sem ekki hafa áður tekið þátt í stjórnunarstörfum fyrir sambandið náðu kjöri gegn sitjandi valdhöfum. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, gaf kost á sér í varamiðstjórn og náði kjöri en kosið var um flest embætti innan hreyfingarinnar, það er um forseta, fyrsta varaforseta, miðstjórn og varamiðstjórn. Aðalsteinn hefur ekki áður setið í stjórnunarstörfum fyrir Alþýðusamband Íslands.
Aðalsteinn Árni og Vilhjálmur Birgisson formaður VA hafa ekki alltaf verið vinsælustu piltarnir hjá forystu ASÍ enda duglegir við að veita forystunni aðhald. Þeir náðu báðir kjöri í þau embætti sem þeir sóttust eftir. Það eru greinilega nýjir tímar framundan hjá ASÍ.