Framsýn demands in English

Below are Framsýn´s demands for the coming negotiations for the next collective agreement.

Here are Framsýn´s demands to SA

The preconditions for signing a new collective agreement are that wage earners can make a living from daytime wages and that those wages meet official cost-of-living benchmarks. Raising the lowest wages shall be a priority. The new collective agreement shall apply from the time the previous agreement expires, that is from 1 January 2019, and shall be retroactive if signing takes place at a later date. The aim shall be a three-year contract period, but with clear and quantifiable precondition clauses, among others an equality factor that prevents wage increases for low and middle earners from being automatically translated into extreme raises for the top earners. Wage increases by absolute numbers, rather than proportions, shall be the general rule. The minimum wage insurance shall be abolished and the lowest wage rates shall be the lowest basic wages.

The Federation of General and Special workers in Iceland retains the right to introduce further demands in individual professions. Special provisions of each member union shall be extended.

Wage changes
Minimum wages shall be 425,000ISK at the end of the contract period, in case no significant tax system changes are implemented such that the tax burden of the lowest and lower middle wages is relieved.

The wage table shall be reviewed and simplified significantly and percentage differences between categories and steps defined. The number of steps by period of employment shall be increased to have steps for one year, three years, seven years, and ten years.

Youth wages over 18 years of age shall be abolished and basic wages correspond to 18 years of age instead.

Responsibility and work intensity shall be taken into account in wages by specified percentages. This applies to, for instance, the training of new staff, increased intensity when there are staff shortages, strain due to emotional labor, and responsibility for the safety of customers, passangers and colleagues.

Wage supplements for work done after midnight until 8 am shall be increased.

1 May shall be defined as a major holiday (í. stórhátíðardagur).

Equality precondition
A precondition clause in the collective agreement shall, among other things, state that inequality in Icelandic society shall not increase during the contract period. Inequality shall be measured by including all taxable income, and taking into account the effects of taxes and benefits (disposable income). The aim of the clause is to ensure that wage increases to the lower earners don’t escalate all the way up the wage scale. Should inequality increase, the termination of the contract shall be allowed. To minimize uncertainty in the interpretation and effect of the clause, a dependable and objective method shall be agreed upon for measuring inequality, which will be in the hands of Statistics Iceland.

Housing
Clauses shall be introduced that limit the prerogatives of employers to make housing a part of the terms of employment. Inspections of such hiring terms shall be allowed. Rent shall not go above a specified proportion of gross pay on a monthly basis, and shall not be charged except through a notarized contract, in line with normal rent, and shall be stated in a job contract that is available for review by the union. If the living quarters are under the auspices of the employer they shall follow regulations on employee housing and unions shall have the right to inspect the conditions of the accommodation, with the consent of the employee as the case may be.

The situation of the pension fund system shall be discussed, in particular how its investment capacity can be utilized to build more homes for low and middle income groups. Greater permissions for using private pension plans for down payments or paying off home loans are demanded.

For democracy against discrimination
Workplace democracy shall be introduced so that staff are brought in and involved in decisions on the future of workplaces, the closing of workstations or other decisions with momentous consequences for staff.

Union representatives shall have more leeway to fulfil their duties at full pay during working hours. The rights of the union to communicate with employees during working hours shall be uncontested. Special consideration and support shall be secured for representatives in smaller workplaces and those that have many workstations. Electing more representatives than laws assume shall be permitted, allowing them to share representation duties and enjoy layoff protection. That protection should also extend to others in positions of confidence at the union, such as sitting on boards, in professional groups or negotiation committees. The rights of union representatives and unions to call workplace meetings during working hours shall be expanded.

The collective agreement shall specify the employer’s duty to supply interpretation services when applicable and that employees should not, as a rule, be made to interpret important information for each other. Unions shall have a right to coordination with employers in evaluating the need for and quality of interpretation services and its execution.

Discrimination based on gender, age and origin shall be addressed. Demands for gendered working dress, and discrimination against employees based on language skill, shall be prohibited. Interpretation services or translations shall be provided when applicable.

Equipment and health
Health protection shall be strengthened by having employers provide grants for health promotions and giving staff the possibility of an annual physical examination at the nearest clinic during work hours without reduction in pay. Work related illnesses shall be acknowledged in clearer terms than they currently are.

All necessary equipment, such as shoes, crampons, clothes and other things required for work shall be provided.

A clarification box on work in cold spaces according to regulation 384/2005 shall be added.

Strengthening rights
All personally acquired rights in terms of period of employment shall be retained when switching employers.

Illness rights shall be modified such that after one year’s employment, the employee can use up to 12 days of acquired illness rights for the illness of their spouse, children and parents in each 12 month period. All illness rights shall be paid from substitute wages. The agreement shall be clarified to specify that each day of illness shall count as one day, regardless of the workday’s length and whether it is shiftwork or by the hour. If an employee has to leave work after half a day, it should count as half a sick day. The same shall apply when the employee has to leave for a part of the day due to illness.

Holiday rights shall be increased to make the minimum summer holiday 25 days, along with two days of paid winter vacation.

The term of notice shall be changed such that two months notice are required after two years’ employment.

Education and training
Skills assessment shall be strengthened in all professions. Staff of foreign origin shall have access to Icelandic lessons during working hours without reduction in pay. Special consideration shall be given to the recognition of the education and skills of foreign workers. Employers shall ease access to courses and training for employees over 40 years of age, so the latter can maintain their position in the job market.

Employers shall pay the wages of professional drives while they attend refresher courses, whether those courses are planned during daytime working hours or not.

Working hours
The implementation of a shorter working week without reduction in pay shall take into consideration fields of work where increased productivity is hard to measure or achieve, such as in services, care, at conveyer belts and so on. The working week shall be defined from Monday to Friday and aim at achieving a 32 hour working week during the contract period.

The work quota in shift work shall be 80% of daytime laborers, and at full pay, paid proportionally by employment ratio.

If the working day ends in a different workstation from where it begins, the transportation of the employee back to the first workstation shall take place during working hours. The employer shall provide the transportation.

Staff shall have ready access to time reports and to clocking into and out of work, whatever the method of logging working hours. If the reports are changed, those changes have to be pointed out specifically in the report. Time reports should be stored until the legal lapse of wage demands.

Other demands
A penalty clause shall be introduced for breaches of the collective agreement. The fine shall be a specified amount of ISK, paid into the dispute fund of the relevant union. The employer shall carry the natural and full cost of making wage claims which the union prepares for its members over unpaid wages. The union collects those costs directly from the employer as part of the claim.

The major projects agreement shall be reconfigured, extending it to smaller projects than it currently covers. The demands of SGS for a reworking of the agreement are reaffirmed.

Chapter 5 of the main collective agreement shall be changed to strengthen the right of unions to participate in making workplace agreements, to protect better the interests of employees in the relevant workplaces.

The clause on transportation to and from work and the responsibility of the employer for trips between workplaces and to and from work shall be reviewed in cases where public transport isn’t available.

Agreed at a meeting of the SGS negotiation committee 10 October 2018.

Here are Framsýn´s demands to the government

The wage increases negotiated in recent years have been a mixed success for the wage earners of Iceland. The equalizing effects of the tax and benefits systems have been reduced significantly, and housing costs have skyrocketed. These changes have in every way hit the low-waged sectors hardest. Therefore, the Unions of SGS unambiguously demand that the government assume responsibility for improving conditions by reviewing the tax and benefits system, and make a concerted effort to address housing. Tens of thousands of members have taken part in forming these demands and there is a consensus that responsibility lies with the government in the coming negotiations.

Taxes
The lowest wages shall be tax-free by doubling the personal tax allowance. The personal tax allowance will be lowered incrementally for higher wages, such that the reduced taxation of the low and middle-income groups will be financed by, among other methods, an increase of the tax contribution of the highest earners. The taxing of lower and middle-income groups will thus be closer to that of other Nordic countries. The personal tax allowance shall thereafter follow the development of wages to prevent the tax burden from sliding back on workers in the low-wage sectors, as the case has been in recent decades.
Owners of capital shall not be excluded from responsibility, and the capital gains tax shall be raised to the levels common in other Nordic countries. Owners of capital shall not be exempted from paying municipal income tax. Real property tax must be re-evaluated to prevent it from increasing in connection with the market housing price. Such increases place undue burdens on common workers who have managed to finance the purchase of their home. Such a force majeure is intolerable.

Housing
A national campaign shall be established, comparable in size and effect to the worker housing system (Verkamannabústaðir). Measures to be considered for the financing of such a system will assume direct state sponsorship (for instance through capital contributions by the Housing Finance Fund), funding by a premium on employers, an investment from pension funds, or a combination of all these options. Redeploying the previously negotiated increases in pension contributions for building houses shall be looked into. Municipalities shall do their part by providing lots and prioritizing planning for the initiative. Wage earners shall have increased rights to use their additional pension savings to buy a home or pay off their home loans. It shall be ensured that the capital contributions be available for use across the country and that Bjarg and other social housing organizations build houses around the country.
The work that has started at Bjarg shall be utilized, but other implementations that can support its aims through other sources of income shall also be looked at. The aim will be to secure at least 1,250 new homes per year, and that middle income groups and low wage workers with lots of overtime pay have access to them. The possibility of pension funds participating in the building of new homes shall be looked into.
Changes shall be made to the laws on rent in order to limit short-term renting of residential properties for tourism. Rising rents and down payments shall be limited in clear terms. Rental agreements shall, in general, be long-term. A fixed state subsidy to the association of tenants shall be inscribed into law. The laws on housing cooperatives need to be expanded to include more forms of cooperatives than is currently the case; they shall be free to operate in the rental market and apply to the state for capital contributions. Laws on dwellings shall be adapted to more varied forms of rental associations.
Credit scoring needs to be harmonized with ability to pay. Lending institutions shall take full account of prospective borrowers’ ability to pay for rent, relative to the year in which the tax return being assessed applies to. Care must be taken not to discriminate between different areas of the country in these matters. The housing problems of people in regional Iceland must be dealt with, for instance by providing homes at a manageable price, especially to those living in so-called cold areas. Increased assistance to those buying their first home shall be secured.
Housing support (housing benefit and interest relief) shall be greatly strengthened. Cuts due to income or wealth with respect to housing support shall be reduced.

Social security and benefits
Child benefit shall be raised and cuts reduced so that none apply to people below the minimum wage. Benchmarks for cuts shall follow the development of wages. Interest relief and housing benefit must be strengthened and cuts due to income and wealth reduced.
Special emphasis is given to the elderly and disabled enjoying the same improvements in conditions as wage earners in the labour market. Cuts in the benefits of pensioners and the disabled in the social security system must be reduced significantly. The government’s attacks on the funds which working people have built through the years to improve their condition must be stopped so as to prevent them from being drained into subsidies for social services and institutions that are supposed to be the responsibility of government.

Interest and indexation
Indexing of consumer credit shall be abolished, and measures introduced to prevent borrowing costs from being pushed onto borrowers by other means. The housing term shall be removed from the laws on interest and indexation. The central bank shall lower policy rates and a roof on housing interest shall be established to bring interest conditions in line with those in neighbouring countries.

Parental leave
The period of parental leave for both parents shall be extended to 18-24 months in total, to bridge the gap between the initial period of parental leave and kindergarten, and to provide for a better life for families with children. In cases where one parent is excluded from using their parental leave, because of death, artificial insemination, exclusion from the country or other reasons, the other parent should have rights to full parental leave otherwise allotted to both parents.

Welfare
Health services must be accessible to everyone, irrespective of means or place of residence. A clear health care policy shall be formed and the health services run by the state, irrespective of market forces. As a result of decades-long cost cutting in the public sector, patient contributions to the health care system have become a great burden on low wage workers, especially on those outside the capital area who must access it far from home with the consequent costs and work loss. Payments by patients must be significantly reduced and an ombudsman for patients established. The number of hospital rooms throughout the country must be increased.

Education
Education on rights and duties in the labour market must be strengthened significantly, and it must be included in the national curriculum of elementary and secondary schools. Employers shall be expected to have basic knowledge about the rights of workers before they get a license to establish and run a business. The educational system must be strengthened in light of changes in the labour market, including grants for vocational training and securing funds for continuous education centres and Fræðslusjóður.

Criminal activity in the labour market
The legal framework for tackling criminality in the labour market and breaches of the collective agreement must be made punishable in clear terms and fines introduced into law for such breaches. The prerogatives of unions to gather information in and about companies, and to levy fines must be increased. Clear communication procedures between unions and the relevant public institutions must be established if companies need to be closed due to serious breaches of employees’ rights.
Workplace inspections by unions shall be strengthened and regular and cooperation shall be strengthened in cases of violations of terms of pay, conditions at work, and housing, between unions on the one hand and, on the other, The Occupational Safety and Health Authority, Directorate of Labour, Commissioner of The Inland Revenue, Police, Public Health Authority and other supervisory bodies.
The Occupational Safety and Health Authority and The Directorate of Labour shall be combined into one powerful institution with sufficient funding to perform inspection duties. Increased support is needed from the government for those institutions that are legally required to monitor the labour market for criminal activity.
International agreements on human trafficking shall be obeyed and an action plan confirmed and funded.
Kennitala-swapping in the operation of businesses shall be stopped in a clear and responsible manner.

Other demands
Inequalities arising from place of residence shall be reduced by means of better transportation, equalization of housing costs, and other methods.
Flexibility in the timing of retirement shall be increased to make it a realistic option to reduce work or either leave the labour market early or stay in it longer. People doing hard physical or mental work shall be given the option of retiring early.
The Centre for Gender Equality shall be strengthened and its funding secured to follow through laws on equal pay certification, including inspections. Discrimination based on citizenship, country of origin or language shall be included in the equal pay certification.
Access of asylum seekers to the labour market shall be improved.

Agreed at a meeting of the SGS negotiation committee 10 October 2018.

Kon­ur hvatt­ar til að ganga út 24. októ­ber – opið hús í fundarsal stéttarfélaganna

„Breyt­um ekki kon­um, breyt­um sam­fé­lag­inu!“ verður yf­ir­skrift kvenna­frí­dags­ins 24. október næst­kom­andi. Heild­ar­sam­tök stétt­ar­fé­laga, hvetja kon­ur til að leggja niður vinnu klukk­an 14:55 miðviku­dag­inn 24. októ­ber og fylkja liði á samkomur/sam­stöðufundi víða um land.

„Síðastliðið ár hafa frá­sagn­ir kvenna af áreitni, of­beldi og mis­rétti á vinnu­stöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja ör­yggi kvenna og jaðar­settra hópa á vinnu­markaði. Nú er nóg komið, kon­ur eiga að vera óhult­ar heima og óhult­ar í vinnu!“ seg­ir í frétt á vef BSRB.

Sjötta skiptið sem kon­ur ganga út

Kvenna­frí­dag­ur­inn var fyrst hald­inn 24. októ­ber árið 1975 á kvenna­ári Sam­einuðu þjóðanna. Þann dag lögðu kon­ur um land allt niður vinnu til að sýna fram á mik­il­vægi vinnu­fram­lags kvenna fyr­ir þjóðfé­lagið. Síðan hafa kon­ur komið sam­an og kraf­ist kjara­jafn­rétt­is og samfélags án of­beld­is fjór­um sinn­um, 1985, 2005, 2010 og 2016.

Kon­ur eru því hvatt­ar til að sam­ein­ast á kvenna­frí­deg­in­um og krefjast breyt­inga. „Hætt­um að breyta kon­um – breyt­um sam­fé­lag­inu – til hins betra!“

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum og samstarfsaðilar verða með opið hús í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 Húsavík, miðvikudaginn 24. október frá kl. 14:55. Boðið verður upp á kaffi, meðlæti og jafnvel skemmtiatriði.

 

Jólaúthlutun orlofsíbúðanna

Nú styttist í að orlofsíbúðum stéttarfélaganna verði úthlutað yfir jól og áramót.

Tímabilið er 21. desember til og með 2. janúar.

Umsóknir berist á linda@framsyn.is eða með því að sækja um beint á Skrifstofu stéttarfélaganna. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember.

Verkalýðsforinginn Pétur Sigurðsson fallin frá

Fyrrverandi formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga Pétur Sigurðsson andaðist sunnudaginn 14. október, á áttugasta og sjöunda aldursári, en Pétur var fæddur 18. desember 1931. Pétur var af alþýðufólki kominn og hefur hann helgað íslenskri alþýðu starfskrafta sína óslitið megnið af starfsæfinni. Pétur stóð í fylkingarbrjósti fyrir vestfirskt Verkafólk í hartnær hálfa öld, sem forseti Alþýðusambands Vestfjarða frá 1970 – 2016, sem formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði frá árinu 1974 – 2002 og síðar í sameinuðu Verkalýðsfélagi Vestfirðinga frá 2002 – 2007. Við samingaborðið var hann óþrjótandi viskubrunnur um kjara- og réttindamál verkafólks og var ávallt fremstur í brjóstvörn fyrir þá sem minna máttu sín. Pétur var þekktur fyrir óbilandi baráttuþrek fyrir bættum kjörum verkafólks og setti Pétur sannarlega mark sitt á samningmál verkfólks. Verkalýðsforinginn Pétur var ekki tilbúinn að skrifa undir samninga sem innihéldu „ekki neitt“. Eitt af síðustu embættisverkum Péturs var að ljúka við sameiningu Alþýðusamband Vestfjarða inn í Verkalýðsfélag Vestfirðinga sem varð að veruleika í desember 2016. Hinn aldni höfðingi sem nú hefur kvatt sjónarsviðið var heiðursfulltrúi í trúnaðarráði Verkalýðsfélags Vestfirðinga til ársins 2017. Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar stéttarfélags sendir Hjördísi Hjartardóttur, eftirlifandi konu Péturs, börnum og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. (Ljósmynd og frásögn að mestu: Verkalýðsfélag Vestfirðinga)

Hvert stefnir Sjómannasambandið?

Þing Sjómannasambands Íslands var haldið í Reykjavík í síðustu viku. Þingið var að þessu sinni  haldið dagana 11. og 12. október. Jakob Gunnar Hjaltalín formaður Sjómannadeildar Framsýnar var fulltrúi deildarinnar á þinginu. Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga eru 5 sjómannafélög í viðræðum um sameiningu í eitt stórt landsfélag sjómanna. Af þessum 5 félögum eru 3 félög með aðild að Sjómannasambandi Íslands. Fyrir liggur samkvæmt fréttum að verði af sameiningu þessara 5 sjómannafélaga mun hið nýja sameinaða félag ekki ætla að eiga aðild að Sjómannasambandi Íslands. Starfsemi sambandsins mun því dragast verulega saman verði af þessari sameiningu.

 Þingstörfin á 31. þingi sambandsins lituðust því nokkuð af þeirri óvissu sem framundan er fyrir Sjómannasamband Íslands. Þar sem ekki er málefnaágreiningur milli þeirra félaga sem eru í sameiningaviðræðunum annars vegar og hinna aðildarfélaga sambandsins sem eftir verða hins vegar var þingstörfum fram haldið þar til ályktanir frá þinginu höfðu verð afgreiddar. Þegar kom að afgreiðslu fjárhagsáætlunar og stjórnarkjöri til næstu tveggja ára var lögð fram dagskrártillaga um að fresta þinginu um óákveðinn tíma. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar og stjórnarkjör  mun því fara fram þegar þinginu verður fram haldið en boðað verður til framhaldsþings þegar ljóst er orðið hvernig sameiningarviðræðum þessara 5 sjómannafélaga reiðir af.

 Á þinginu voru samþykktar ályktanir um kjara- og atvinnumál og um öryggis og tryggingamál og er hægt að nálgast þær með því að smella á viðkomandi ályktanir.

 Að mati Framsýnar er það stórfurðulegt og reyndar óskiljanlegt að ákveðin félög innan Sjómannasambands Íslands ætli sér að sameinast og yfirgefa Sjómannasambandið. Það er á sama tíma og þörf sjómanna til að standa saman innan Sjómannasambandsins hefur aldrei verið meiri.

 

 

 

Varaformaður Framsýnar með ávarp á þingi Kvenfélagasambands Íslands

Þing Kvenfélagasambands Íslands fór fram á Húsavík um helgina. Meðal ræðumanna var Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar. Hér má lesa ávarpið:

Kæru systur. Til hamingju með þetta glæsilega þing sem hér er að hefjast og hjartans þakkir fyrir að bjóða mér að ávarpa ykkur hér í dag.

Mig langar að taka ykkur í smá söguskoðun. Við skulum hverfa aftur til ársins 1918 og setja okkur aðeins inn í aðstæður fólks á þeim tíma. Það ár þrengdi verulega kost íslensku þjóðarinnar. Árið hófst á fádæma frosthörkum. Katla gaus, spænska veikin herjaði og fyrri heimstyrjöldinni lauk eftir fjögurra ára blóðbað. Það var dýrtíð, atvinnuleysi, vöruskortur og vöruþurrð. En svo að þið haldið nú ekki að ég ætli eingöngu að telja upp það neikvæða sem gerðist þetta örlagaríka ár, þá er vert að minnast þess að Íslendingar fögnuðu fullveldi þann 1. desember og íslenskur fáni var dreginn að húni sem fullgildur þjóðfáni. Fyrir 100 árum.

En við skulum halda okkur hér á Húsavík, sem þá var eins og hvert annað þorp á gelgjuskeiði, íbúatalan um 650 manns og afkoma manna síst glæsilegri en annars staðar á landinu á þessum erfiðu tímum. Litla samfélagið var stéttskipt, hér bjuggu tvær aðalstéttir. Það voru „betri borgarar“ sem voru kaupmenn, embættismenn og verslunarþjónar og svo almúgafólk (smollar) sem voru verkamenn og iðnaðarmenn. Betri borgarar voru forystumenn í atvinnu og félagslífi og flestir smollarnir lifðu á því sem landið gaf. Þeir byggðu afkomu sína á sjónum þegar ekki var aðra vinnu að hafa, ýmist á árabátum eða vélbátum sem þá voru að koma til sögunnar. Sumir höfðu kýr til heimilis, nokkrar kindur, jafnvel geitur og hænur.

Konurnar sáu um það sem heima var, (unnu þessi verk sem alltaf hafa unnist af sjálfu sér) ólu upp börnin, þvoðu þvotta, sinntu öldruðum og sjúkum og héldu utan um stórfjölskylduna. Gæfist tími til unnu þær einnig utan heimilis. Hér á Húsavík unnu konur rétt eins og í öðrum sjávarþorpum á Íslandi, gjarnan árstíðabundin störf, oftast við fiskbreiðslu og fiskþvott. Það var mikil eftirspurn eftir konum til þess háttar starfa, þegar þess gerðist þörf.

Verslun var öll lánsverslun, eða skuldaverslun og peningar voru ekki mikið hafðir um hönd. Útgerðarmaðurinn og kaupmaðurinn var oftast sá hinn sami, fólk verslaði hjá þeim sem það vann hjá, vinnan og innleggið var skrifað og úttektin var skrifuð. Verulegar erjur milli verkafólks og vinnuveitenda voru varla komnar til sögunnar í litla þorpinu á Húsavík árið 1918, enda lágu málin nokkuð ljóst fyrir. Vinnuveitendur ákváðu hvert kaupið skyldi verða og þar við sat. Fólk lét sér það yfirleitt lynda þó sumir bölvuðu í hljóði. Almennt var aðbúnaður verkafólks á Íslandi ömurlegur og vinnuaðstaða einkamál atvinnurekanda.

Um aldamótin 1900 var hugmyndafræði sósíalisma og jafnaðarstefnu farin að skjóta rótum á Íslandi og átti sinn þátt í því að farið var að stofna hér stéttarfélög fyrir ófaglærða verkamenn. Baráttusamtök verkamanna spruttu upp víða um land og Húsavík var Verkamannafélag Húsavíkur stofnað árið 1911. Það félag var ekki opið konum frekar en flest önnur verkamannafélög sem stofnuð voru á þessum tima. Konur voru álitnar tímabundnir gestir á vinnumarkaði. Staða þeirra þar var því ekki aðeins veik heldur var einnig litið á konur sem aukavinnuafl.

En þá við erum líka komin að því sem ég ætlaði að gera að umræðuefni hér í dag. Yfirskrift þessa þings „Fylgdu hjartanu“ á þar einmitt vel við.

Það var í áðurnefndu umhverfi sem hugmyndir kviknuðu að stofnun baráttusamtaka fyrir verkakonur hér á Húsavík. Hugmyndin kom frá fátækri verkakonu sem hét Björg Pétursdóttir. Björg var mikil baráttukona, hún var alla tíð harður sóséalisti og hafði til að bera ríka réttlætiskennd. Henni sveið þessi mismunun kynjanna og áttaði sig á gildi þess að verkakonur, rétt eins og karlar tæku höndum saman og bindust samtökum. Björg vissi að áróður gegn samtökum verkafólks var sterkur og að sumar konur myndu óttast að blönduðu þær sér í kjarabaráttu misstu þær hylli góðra manna og fyrirgerðu jafnvel von sinni um himneska vegferð. Það var ekki þannig að allir tæku hugmyndum um stéttabaráttu eða kvenfrelsi fagnandi, hvorki konur né karlar og slík hugsun var ennþá fjarri mörgum fátækum verkakonum. Í þeirra huga ekkert sem hægt var að brauðfæða börnin með, enda hver dagur barátta fyrir tilveru fjölskyldunnar.

Björg trúði nágrannakonu sinni fyrir þessum hugleiðingum sínum, eitt leiddi síðan að öðru og úr varð að sent var út fundarboð fyrir væntanlega stofnun Verkakvennafélags á Húsavík. Boðað var til fundarins þann 28. apríl. Það var hugur í konum sem mættu vel fundinn og ræddu sín baráttumál. Þetta kvöld bundust húsvískar verkakonur samtökum. Þær stofnuðu með sér félag og nefndu það Von. Á fundinum var kjörin kauptaxtanefnd til að fylgja eftir kaupkröfum kvennanna. Þær kröfðust leiðréttingu launa, en sjálfsagt þótti á þessum tíma að greiða konum helming af launum karla, stundum minna. Þá tíðkuðust sérstakir kvenna-og karlataxtar, þrátt fyrir að oft hafi kynin unnið hlið við hlið.

Saga Vonar er sérstök. Þegar félagið var stofnað höfðu aðeins fjögur önnur Verkakvennafélög verið stofnuð á landinu og ekkert sem sagði til um hvernig slíkt félag skyldi starfa. Konurnar voru margar fákunnandi þegar kom að félagsstörfum, en það leystu þær með því að kjósa þær konur sem jafnframt voru í Kvenfélagi Húsavíkur til helstu trúnaðarstarfa innan félagsins fyrsta kastið.

Tengingin við Kvenfélagið gerði það að verkum að starfsemi Verkakvennafélagsins sameinaði aðalmál kvennabaráttunnar, stéttabaráttu, baráttu fyrir menntun kvenna og borgaralegum réttindum. Grunn­gild­i félagana tveggja voru um margt þau sömu. Bæði unnu þau að því að styrkja innviði nærsamfélagsins. Baráttumál sem kvenfélögin beittu sér að öllu jöfnu fyrir s.s. barnafræðsla, barnabindindi, æskulýðsmál, líknarmál, húsmæðrafræðsla og uppeldismál voru því, auk kjaramála stór þáttur í starfi Vonar fyrstu áratugina er félagið starfaði.

Verkakvennafélagið var aðili að Kvenréttindafélagi Íslands og félagið var einnig aðili að Kvenfélagasambandi Suður – Þingeyinga. Sambandsaðildin tryggði félagskonum fjárhagslegan stuðning við ýmiss konar námskeið og í samvinnu við kvenfélögin komu þær á námskeiðum með lærðum kennurum í prjóni, saumaskap, vefnaði, matargerð og jafnvel heimilisiðnaði. Námskeið sem þessi voru vel sótt og komu að góðu gagni.

Starfsemi Vonar gerði þær kröfur til meðlima sinna að þeir sæktu opinbera fundi eins og þorpsfundi og safnaðarfundi til að fylgjast með málefnum líðandi stundar. Til sumra verkefna þurfti fjármagn sem oft var ekki fyrir hendi og torveldaði það framkvæmdir. Það kallaði á fjáröflunarleiðir, allt var unnið í sjálfboðavinnu og fyrir kom að félagskonur sóttu fjámagn eigin vasa.

Verkakvennafélagið átti sjóð sem veitt var úr til fátækra félagskvenna og var hann efldur með ýmis konar fjáröflunum s.s. kartöflurækt, tombólum, kaffisölu á fundum og svo mætti lengi telja. Föst upphæð var látin renna í sjóðinn, en afgangurinn notaður til að styrkja starf félagsins, til námskeiðahalds og til að mæta óvæntum uppákomum.

Gerðabækur Verkakvennafélagsins veita innsýn í heim sem hjá mörgum var markaður fátækt og umkomuleysi. Það lætur lesandann ekki ósnortinn og glöggt má skynja þá miklu nærgætni og samhygð sem konurnar sýndu samferðafólki sínu. Vonarkonur hafa líkast til fæstar haft úr miklu að spila, en þær létu sig varða erfiðleika sérhvers sem þurfti aðstoðar við og það var ekki spurt um stétt eða stöðu. Kannski skipti aðstoð kvennanna ekki sköpum fyrir viðkomandi, en skipti þann sem hana þáði máli sem framrétt hönd á erfiðri stund.

Fyrstu árin voru fundir Verkakvennafélagsins oftast haldnir til skiptis á heimilum félagskvenna og allur kostnaður til rekstrarins gefinn. Fyrirkomulag funda var með nokkuð sama hætti og hjá Kvenfélaginu. Sérstök nefnd var kjörin til að sjá um aðalfundina sem voru með nokkuð sérstöku sniði. Dagskrá fundar var hraðað sem kostur var á og að henni lokinni var slegið á léttari strengi. Þá var eldri konum úr þorpinu boðið til fundarins og bornar voru fram veitingar. Kór Verkakvennafélagsins söng og var ýmislegt gert til skemmtunar. Konur stigu á stokk og skiptust á að lesa upp smásögur, kvæði, eða fluttu jafnvel frumsamið efni. Í lok fundar var stundum gripið í harmoniku og töfraðir fram ljúfir tónar. Fundarkonur sveifluðu sér í takt við dillandi tólistina í marsúka, ræl, skottís og polka. Það er nú rétt hægt að ímynda sér hversu mikil upplyfting slíkar stundir hafa verið frá hversdagsleikanum. Með þessu þreifst heilmikið menningarstarf samhliða kjarabaráttu innan verkakvennafélagsins og það er umhugsunarvert hvort þannig starfsemi hafi átt sér hliðstæður hjá öðrum verkakvennafélögum á landinu.

Þegar lengra leið og verkakvennafélögum fjölgaði viku „mjúku málin,“fastari skorður komust á starfshætti félagsins og það fann sinn stað í hugmyndafræði og starfi alþýðusamtakanna.

Vonarkonur beittu sér frá upphafi fyrir samvinnu við Verkamannafélagið og þrátt fyrir að í byrjun hafi tíðarandinn verið sá að konur stæðu einar í baráttu sinni við vinnuveitendur, breyttist það með tímanum og gott samstarf komst á meðal verkafólks í þorpinu. Samvinna verkafólks skilaði því að verkalýðshreyfingin á Húsavík náði í fyrsta sinn meirihluta fulltrúa í hreppsnefnd þorpsins árið 1921 og tímabil verkalýðsaflanna stóð allan þriðja áratug síðustu aldar. Sjálfar settust konurnar ekki í baráttusætin fyrir hreppsnefndarkosningar, en þær fundu til þeirra starfa kandídata sem þeim þóttu traustsins verðir, töluðu þeirra máli út í samfélaginu og hvöttu sitt fólk til dáða. Eftir því sem fulltrúum verkafólks fjölgaði í hreppsnefnd urðu til ný viðhorf til þeirra sem minna máttu sín og meiri samúðar gætti þar á bæ til fátæktar og umkomuleysis.

Árin liðu og þróuðust mál þannig innan Alþýðusambands Íslands að farið var að sameina félög verkakvenna og karla á hverjum stað. Það leiddi að lokum til þess að árið 1964 ruglaði húsvískt verkafólk saman reitum og gekk í eina sæng undir nafninu Verkalýðsfélag Húsavíkur. Inn í þann félagsskap gengu svo smá saman fleiri félög á svæðinu og til að gera langa sögu stutta nefnist félagið í dag Framsýn stéttarfélag og teygir arma sína vítt og breitt um Þingeyjarsýslur.

Þegar til umræðu kom innan stjórnar Framsýnar að minnast með einhverjum hætti þeirra tímamóta að 100 ár eru liðin frá stofnun Verkakvennafélagsins Vonar, kom fljótlega upp sú hugmynd að gefa út bók með völdum ljóðum eftir konuna sem fyrst viðraði hugmyndina um stofnun baráttusamtaka alþýðukvenna á Húsavík.

Björg Pétursdóttir var vel þekkt fyrir ljóðagerð sína, en aðeins örfá ljóða hennar hafa birst opinberlega. Lífið fór heldur óblíðum höndum um Björgu, sem eignaðist níu börn, en lifði sex þeirra. Það fer ekki framhjá neinum er les ljóð Bjargar hversu vel ritfær þessi ómenntaða alþýðukona var, en ljóð hennar veita okkur innsýn í heim fátækrar verkakonu á einum mesta umbrotatíma í sögu íslenskrar þjóðar.

Ágætu konur!

Konurnar sem stofnuðu Von fylgdu hjartanu og blésu á þá meinlegu hugsanavillu sem ríkt hafði um aldaraðir í karllægum heimi að konur væru ekki jafnsettar körlum. Sú hugsun er sem betur fer á undanhaldi, ekki hvað síst fyrir það að konur sjálfar eru orðnar meðvitaðri um réttindi sín. Fyrir rúmlega 100 árum sátu karlar á rökstólum inn á hinu háa Alþingi Íslendinga og ræddu um hvort konur þessa lands væru þess verðugar að öðlast kosningarétt. Það náði loks fram að ganga, þó með takmörkunum til að byrja með, enda var það af sumum talinn mikill ábyrgðarhlutur að leyfa slíkt.

Eftir miklar þjóðfélagsbreytingar og baráttu í meira en heila öld hafa konur öðlast rétt sem fullgildir þegnar samfélagsins. Það deilir enginn lengur um rétt kvenna til skólagöngu, um kosningarétt kvenna, þátttöku kvenna í atvinnulífinu og réttindi kvenna eru vörðuð með lögum. Í dag eru vissulega aðrar aðstæður, forsendur á vinnumarkaði hafa breyst og munu breytast, en enn eru baráttumálin mörg þau sömu og þau voru fyrir heilli öld.

Straumar réttindabaráttu kvenna sameinuðust í einum farvegi í Verkakvennafélaginu Von og Kvenfélagi Húsvíkur er konur lögðu sitt að mörkum til að skapa betra samfélag. Máttur okkar kvenna liggur einmitt í þeirri samvinnu og samstöðu sem hefur frá upphafi verið eitt beittasta vopn kvennabaráttunnar. Við þurfum ekki allar að hugsa eins, klæða okkur eins , eða kjósa sama flokkinn. Það er einmitt margbreytileikinn sem er helsti styrkur okkar. Við skulum jafnframt hafa hugfast að sagan er okkar megin, gefum aldrei afslátt á réttindum okkar og munum að allir dagar eru baráttudagar.

Ég óska ykkur gleðiríks þings kæru konur og hafið hjartans þakkir fyrir allt ykkar óeigingjarna starf í þágu samfélagsins. Störf ykkar eru ómetanleg og jafnframt einkennandi fyrir öll þau mannúðarfélög kvenna sem svo lengi hafa starfað án þess að vera áberandi í þjóðfélaginu.

Að lokum langar mig að lesa lítið ljóð úr ljóðabók Bjargar Pétursdóttur og jafnframt að nefna að Framsýn færði Kvenfélagasambandi Suður -Þingeyinga bókina að gjöf, ætlaða til eignar fyrir fulltrúa á þessu þingi. Bókina er því að finna meðal fundargangna ykkar og við vonumst til að þið njótið lestursins.

Ljóðið sem ég ætla að lesa heitir: „Lóukoma“.

 Ertu komin ljúfa lóa

lyndi voru til að fróa

syngja ljóð um landið snjóa,

leiða vor í hjartað inn,

allir sönginn elska þinn.

Þú ert sumars sendiboði,

sælli daga morgunroði,

þó hér ríki vetrarvoði

þú vandar Drottni lofsönginn.

Vertu hingað velkomin.

Verið velkomnar kæru konur og takk fyrir mig.

Leiguhúsnæði í boði

Þar sem VÍS hefur sagt upp leiguhúsnæði sem er í eigu stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 er til skoðunar að leigja húsnæðið áfram út. Áhugasömum er bent á að hafa samband við formann Framsýnar á skrifstofu stéttarfélaganna.

 

Frábærir dagar í Póllandi

Eins og fram hefur komið á heimasíðu stéttarfélaganna þá gerðu fulltrúar frá Framsýn sér ferð til Póllands í lok september. Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni en auk þess að funda með forsvarsmönnum Solidarność var gestunum úr Þingeyjarsýslum boðið í skoðunarferðir á vinnustaði í Gdansk.

Eru leigjendur bara í 101 Reykjavík?

Yfirlýsingar frá nýstofnuðum samtökum leigjenda, sem eru frjáls félagasamtök, hafa vakið töluverða athygli. Þar velja þau að gera lítið úr lífsviðurværi fólks á Vestfjörðum í samanburði við stöðu leigjenda á höfuðborgarsvæðinu. Það er um leið og sömu samtök hafa leitað eftir fjárhagslegum stuðningi frá verkafólki á Vestfjörðum og reyndar frá öðrum landshlutum líka með formlegum erindum til stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands. Formannafundur Starfsgreinasambandsins tók málið til umræðu á fundi fyrir helgina. Framsýn stéttarfélag lýsir yfir verulegum vonbrigðum með málflutning samtakanna gagnvart íbúum á landsbyggðinni sérstaklega á Vestfjörðum. Staða leigjenda er í alltof mörgum tilfellum mjög slæm. Það sama á við um stöðu byggðar og atvinnulífsins á landsbyggðinni sem er víða mjög brothætt svo ekki sé meira sagt. Byggðir sem flokkast undir „Brothættar byggðir“ í skilgreiningu Byggðastofnunnar. Það að gera lítið úr störfum þingmanna þegar kemur að atvinnumálum á landsbyggðinni er ekki sæmandi, það styrkir ekki stöðu leigjenda. Eðlilegt er að nýstofnuð samtök leigjenda biðjist afsökunar á þessu framferði ætli þau sér að vinna með verkalýðshreyfingunni að því að bæta út stöðu leigjenda á landsvísu, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu.

Hér má lesa yfirlýsinguna frá Félagi leigjenda:

“VESTFIRÐINGAR EIGA ÞINGMENN, LEIGJENDUR EKKI

Heimili á leigumarkaði eru jafn mörg og öll heimili í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði að mati Íbúðalánasjóðs. Í þessu sveitarfélögum búa um 81 þúsund manns og ætla má að það sé nálægt þeim fjölda sem býr í leiguhúsnæði. Stjórnvöld taka ekkert tillit til hagsmuna þessa fólks, það nýtur engra verndar fyrir leigusölum sem okra á því, stærsti hlutinn býr við lítið sem ekkert öryggi og hrekkst á milli hverfa. Öfugt við nágrannalönd okkar er hér ekkert þak á húsaleigu, nánast engin vernd leigjenda fyrir uppsögn húsnæðis og engar takmarkanir á hversu mikið má hækka leigu né hversu ört.

Í gær setti ríkisstjórnin fram frumvarp til að færa einu fyrirtæki á Vestfjörðum starfsleyfi sem þar til bær úrskurðaraðili hafði fellt úr gildi. Ráðherrar rökstyðja þetta með því að þeir séu að bjarga störfum á Vestfjörðum, en nokkrir tugir manna hafa atvinnu af þessu eldi.

Vestfirðingar eru innan við sjö þúsund manns. Leigjendur eru meira en ellefu sinnum fleiri. Þeir hafa árum saman búið við ömurlegar efnahagslegar hamfarir þar sem sífellt hækkandi leiga étur upp kaupmátt fólks og hrekur fjölskyldur í fátækt. Hver eru viðbrögð stjórnvalda? Engin, akkúrat engin viðbrögð þótt vandinn hafi verið mikill árum saman og versni sífellt.

Kannski ættu leigjendur að fara fram á sérstakt kjördæmi til að geta notað kjördæmapot til að verja hagsmuni sína. Ef 81 þúsund leigjendur væru í einu kjördæmi ættu þeir tæplega 15 þingmenn. Ef þeir nytu þess, eins og Vestfirðingar, að fá hlutfallslega fleiri þingmenn en aðrir landsmenn ættu leigjendur 26 þingmenn, gætu myndað stjórn með þingmönnum úr láglaunakjördæminu og aðlagað Ísland að sínum hagsmunum.

En leigjendur eru ekki kjördæmi og leigjendur eiga ekki einn einasta þingmann. Stjórnvöld styrkja hagsmunabaráttu leigjenda og Samtök leigjenda ekki um krónu. Þau hlusta ekki á leigjendur og taka ekkert tillit til vanda þeirra og hagsmuna.”

Kröfugerðir SGS lagðar fram

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefur birt kröfugerðir sína vegna komandi kjarasamninga. Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar eiga aðild að kröfugerðunum. Kröfugerðirnar snúa annars vegar að stjórnvöldum og hins vegar að atvinnurekendum. Kröfurnar mótuðust á fundum í verkalýðsfélögum og á vinnustöðum um land allt og með hliðsjón af niðurstöðu viðhorfskannana. Þær urðu þannig til í víðtæku, lýðræðislegu ferli í verkalýðshreyfingunni þar sem öllum félagsmönnum gafst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif.

Kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands gagnvart Samtökum atvinnulífsins

Kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands gagnvart stjórnvöldum

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) hefur samningsumboð 19 verkalýðsfélaga innan SGS.  SGS er stærsta landssambandið innan Alþýðusambands Íslands og hefur um 57.000 félagsmenn innan sinna vébanda.

Farið yfir drög að kröfugerðum. Formennirnir, Magnús, Þórarinn, Vilhjálmur og Finnbogi.

 

Framsýn: Ályktað um málefni leigjenda á Íslandi

Framsýn stéttarfélag samþykkti í dag að senda frá sér svohljóðandi ályktun um málefni leigjenda sem félagið telur vera í miklum ólestri:

„Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar skorar á ríki, sveitarfélög og lífeyrissjóði að gera átak í málefnum leigjenda á Íslandi með það að markmiði að bæta stöðu þeirra.

Allt of hátt leiguverð og óvissa í húsnæðismálum fyrir þennan stóra hóp er ólíðandi að mati félagsins, sérstaklega er varðar lágtekjufólk. Fólk sem býr við kröpp kjör á ekki auðvelt með að leigja á frjálsum markaði miðað við núverandi okur á leigumarkaði.

Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að styrkja þurfi leigumarkaðinn og gera hann að raunverulegum valkosti. Til að svo geti orðið er mikilvægt að skýrar reglur gildi um leigumarkaðinn, að leigjendur eigi sér málsvara og geti leitað réttar síns.

Framsýn telur því brýnt að komið verði á fót formlegri leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu þar sem neyðarástand ríkir í húsnæðismálum. Ráðinn verði umboðmaður leigjenda er aðstoði fólk á leigumarkaði, svari fyrirspurnum þeirra um lagalegan rétt sinn og hafi milligöngu í deilumálum. Til þess að svo geti orðið er mikilvægt að opinbert fjármagn verði sett í málaflokkinn.

Höfum í huga að öruggt húsnæði er réttur manneskjunnar, en ekkert til að gambla með.“

Nýja íbúðin í Þorrasölum komin í notkun

Gleðifréttir fyrir félagsmenn Framsýnar. Nýja íbúðin sem félagið eignaðist í sumar í Þorrasölum í Kópavogi er komin í notkun. Búið er að mála hana og laga þannig að hún fór í leigu síðasta föstudag. Fyrir átti Framsýn þrjár íbúðir í fjölbýlishúsinu og Þingiðn eina. Til viðbótar má geta þess að Framsýn á eina íbúð í Asparfelli og Starfsmannafélag Húsavíkur á eina íbúð í Sólheimum. Gríðarleg ásókn er í íbúðirnar og því taldi Framsýn rétt að bæta við einni íbúð fyrir félagsmenn í Þorrasölum.

Nýja íbúðin í Þorrasölum er öll hin glæsilegasta.

 

 

Óánægja með lokun þjónustuskrifstofu VÍS á Húsavík

Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar á þriðjudaginn kom fram megn óánægja með ákvörðun VÍS að loka þjónustuskrifstofu tryggingafélagsins á Húsavík. Töldu fundarmenn þetta vera slæma þróun og verri þjónustu við viðskiptavini. Formaður Framsýnar upplýsti að starfsmenn tryggingafélagsins yrðu áfram við störf á Húsavík við stafræna þjónustu við viðskiptavini. Þrír starfsmenn hafa starfað hjá VÍS á Húsavík. Hann sagðist hafa fundað með starfsmönnum og farið yfir málið með þeim.

Þess má geta að VÍS tilkynnti í síðasta mánuði að ákveðið hafi verið að sameina þjónustuskrifstofur fyrirtækisins víðs vegar um landið í sex skrifstofur; á Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði og Reykjavík. Skrifstofurnar voru áður þrettán. Á vef fyrirtækisins segir að þetta sé gert í samræmi við nýja framtíðar­sýn fyrirtækisins um að verða sta­f­rænt þjón­ustu­fyr­ir­tæki. Breyt­ing­arn­ar tóku gildi 1. októ­ber síðastliðinn.

Yfirlýsing frá Framsýn stéttarfélagi vegna 43. þings Alþýðusambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík 24. – 26. október nk.

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar hefur samþykkt að senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna 43. þings Alþýðusambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík 24. – 26. október nk.

„Fyrir liggur að Drífa Snædal og Sverrir Mar Albertsson hafa gefið kost á sér til forsetakjörs í Alþýðusambandi Íslands á þingi sambandsins sem fram fer í lok október.

Framsýn stéttarfélag hefur lengi barist fyrir breytingum innan Alþýðusambands Íslands með það að markmiði að efla starfsemi sambandsins í anda skoðana og vilja verkafólks í landinu. Liður í því er að breyta um forystusveit í Alþýðusambandi Íslands.

Til að ná þessum markmiðum fram hefur stjórn og trúnaðarráð Framsýnar stéttarfélags samþykkt að skora á Ragnar Þór Ingólfsson formann VR að gefa kost á sér sem fyrsti varaforseti ASÍ og Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness til að gefa kost á sér sem annar forseti ASÍ.

VR og Verkalýðsfélag Akraness hafa líkt og Framsýn stéttarfélag talað fyrir róttækum breytingum í verkalýðshreyfingunni. Til viðbótar má geta þess að með breytingum á forystusveit Eflingar stéttarfélags hafa komið fram nýir straumar í anda þeirra stéttarfélaga sem talað hafa fyrir breytingum og endurspeglast m.a. í kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands sem lögð var fram í vikunni. Metnaðarfull kröfugerð sem vakið hefur mikla athygli.

Framsýn stéttarfélag skorar á þingfulltrúa á 43. þingi Alþýðusambands Íslands að veita Ragnari Þór Ingólfssyni og Vilhjálmi Birgissyni gott brautargengi til starfa fyrir öflugustu verkalýðssamtök landsins, ASÍ.“

Framsýn vill sjá Vilhjálm Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson í forystusveit ASÍ eftir næsta þing sambandsins í lok október.

Öflugur hópur félagsliða á fræðsludegi

Starfsgreinasamband Íslands og Félag íslenskra félagsliða boðaði til fræðslufundar fyrir félagsliða af öllu landinu þann 20. september 2018. Um 40 félagsliðar mættu á fundinn frá almennu og opinberu félögunum, alls staðar af landinu. Tveir félagsmenn úr Framsýn voru á fundinum, þær Ósk Helgadóttir og Kristbjörg Sigurðardóttir. Að þessu sinni var lögð áhersla á hópastarf, hvernig félagsliðar geti styrkt sig félagslega og faglega auk þess að styrkja stöðu stéttarinnar út á við. Auk þess var kynning á framkvæmd kjaraviðræðna, hvers ber að vænta í vetur, kynning á Bjarkarhlíð, kynning á framhaldsnámi fyrir félagsliða og jákvæð sálfræði.

Fræðslufundur félagsliða er orðinn fastur liður í starfsemi Starfsgreinasambandsins og dæmi um náið og gott samstarf á milli stéttarfélaga á almenna markaðnum og hinum opinbera. Kröfur félagsliða eru þær sömu og undanfarin ár, að stéttin sé viðurkennd sem heilbrigðisstétt og fái löggildingu sem slík. Námið haldi áfram að þróast og störf félagsliða verði kynnt betur í samfélaginu.

Á ferðinni

Fulltrúar Framsýnar voru á ferðinni í dag og heimsóttu Fjallalamb á Kópaskeri. Þar var skrifað undir árlegt samkomulag við Fjallalamb vegna kaupa og kjöra í sláturtíð fyrirtækisins á Kópaskeri.
Það var ágætt hljóðið í starfsfólki Fjallalambs en sláturtíð er þar í fullum gangi en vika er enn eftir af sláturtíðinni. Rúmlega 30.000 gripum er slátrað í Fjallalambi nú í haust.
Talsverð spenna er vegna hugsanlegra viðskipta við Kína en eins og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum upp á síðkastið. Reikna má með því að niðurstaða fáist úr þeim viðræðum á næstu vikum.
Eftir heimsóknina í Fjallalamb lá leiðin í Sel sf þar sem tekið var vel á móti Framsýnarmönnum eins og sjá má á eftirfarandi mynd. Var það mál manna að það gerist varla oftar en tvisvar sinnum á öld að önnur eins valmenni náist saman á mynd.

Kröfugerð samþykkt með lófaklappi

Samninganefnd Framsýnar kom saman til fundar kl. 17:00 í dag til að yfirfara drög að kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Nefndin er skipuð tæplega 30 fulltrúum frá vinnustöðum á félagssvæði Framsýnar. Eftir góðar umræður voru drög að kröfugerð Starfsgreinasambandsins samþykkt samhljóða með lófaklappi. Kröfugerðin er í anda kröfugerðar Framsýnar sem tekin var til greina ásamt kröfugerðum annarra stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins. Samræming fór fram á formannafundi/samninganefndarfundi Starfsgreinasambandsins sem haldinn var á Selfossi í síðustu viku. Til stendur að ganga endanlega frá kröfugerðinni á fundi samninganefndar SGS á morgun í Reykjavík. Ljóst er að kröfugerðin mun vekja töluverða athygli þegar hún verður lögð fram.
Rétt í þessu var samninganefndarfundi Framsýnar að ljúka. Kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands var samþykkt með lófaklappi. Formaður Framsýnar mun fylgja eftir niðurstöðu fundarins á samninganefndarfundi SGS sem haldinn verður í Reykjavík á morgun.

Langþráður draumur, SGS og Flóinn í eina sæng í kjarabaráttu – kröfugerð SGS mun vekja athygli

Innan Starfsgreinasambands Íslands eru 19 aðildarfélög. Þau hafa nú öll veitt sambandinu samningsumboð og munu félögin því koma sameinuð að gerð kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins, en núgildandi samningar renna út um áramótin. Um er að ræða sögulegan áfanga því þetta er í fyrsta skipti í sögu sambandsins sem öll aðildarfélögin framselja samningsumboðin til SGS vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Fulltrúar frá þessum 19 aðildarfélögum áttu tveggja daga vinnufund á Hótel Selfossi fyrir helgina þar sem félögin kynntu áherslur sínar og í framhaldinu voru unnin drög að nýrri að sameiginlegri kröfugerð sem gengið verður frá á morgun í Reykjavík. kröfugerð SGS verður tekin til umræðu á fundi samninganefndar Framsýnar síðar í dag. Ljóst er að hún mun vekja mikla athygli þegar hún kemur fram. Slík kröfugerð hefur ekki sést áður enda telja stéttarfélögin innan SGS að atvinnurekendur og stjórnvöld skuldi verkafólki í landinu verulegar leiðréttingar.

Mikil vinna fór fram á vegum SGS við mótun kröfugerðarinnar. Hér sitja nokkrir formenn innan sambandsins yfir drögum að kröfugerð sambandsins.

Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar fagnar samstöðu aðildarfélaga SGS. Þetta hafi lengi verið hans draumur, það er að félögin færu sameinuð í viðræður við Samtök atvinnulífsins. Hann sagði þó vinnuna við kröfugerðina ekki vera búna. Vonandi tækist að sigla samstöðunni í höfn, það væri sterkasta vopnið í baráttunni fyrir bættum kjörum verkafólks. Þá hefði hann einnig verið þeirrar skoðunar að Landssamband íslenskra verslunarmanna ætti að koma að borðinu með Starfsgreinasambandinu. Án efa yrði slagkraftur í slíku bandalagi verkafólki til hagsbóta.

 

Framsýn og Solidarność gera með sér tímamóta samkomulag

Eins og fjallað hefur verið um á heimasíðu stéttarfélaganna gerðu fulltrúar frá Framsýn sér ferð til Póllands á dögunum til að kynna sér málefni verkalýðshreyfingarinnar í Póllandi auk þess að nota ferðina til að funda með forsvarsmönnum Solidarność um samstarf félaganna. Móttökur Solidarność voru hreint út sagt frábærar og eftir vinsamlegar samræður handsöluðu formenn Framsýnar og Solidarność samkomulag þess efnis að félögin skiptist á upplýsingum sín á milli er tengist verkalýðsmálum og réttindum verkafólks í löndunum tveimur. Forsvarsmenn Solidarność telja sig geta lært töluvert á uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi auk þess að kynna sér hvernig Íslendingar hafa tekist á við þann mikla fjölda erlendra starfsmanna sem komið hafa til starfa á Íslandi. Pólverjar eru að glíma við svipaðan vanda og við Íslendingar. Meðan Pólverjar yfirgefa landið í leit að betra lífi og atvinnu sem gefur þeim mun hærri laun en í Póllandi leita Úkraínumenn og önnur þjóðarbrot sem búa við léleg kjör til Póllands í atvinnuleit. Vandi Íslendinga og Pólverja er því svipaður er varðar að gæta hagsmuna þessa hóps. Framsýn lagði sérstaka áherslu á að fá aðstoð Solidarność við að afla upplýsinga um verktaka sem hafa verið að koma til Íslands með starfsmenn. Því miður er oft um að ræða fyrirtæki sem gera í því að snuða starfsfólk. Þá leikur grunur á um að pólskir starfsmenn hafi verið að framvísa fölsuðum vottorðum til Framsýnar sem félagið er með til skoðunar, það er til þess að fá styrki úr sjúkrasjóði félagsins. Framsýn tók málið upp við Solidarność sem gáfu fulltrúum Framsýnar góðar upplýsingar og ráð hvað það varðar.

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson og Krzysztof Dosla forseti Solidarność í Gdansk handsöluðu samkomulag um samstarf verkalýðsfélaganna. Við það tækifæri tók Krzysztof Dosla fram að hann væri mjög áhugasamur um samstarfið. Formaður Framsýnar svaraði því til að fulltrúar Solidarność væru alltaf velkomnir í heimsókn til Framsýnar.

Að sjálfögðu fékk Solidarność gjöf frá Framsýn, það er mynd af Húsavík og fána félagsins.

Gengið var frá samkomulagi verkalýðsfélaganna inn á skrifstofu forseta Solidarność.

 

 

 

Farið yfir drög að kröfugerð Starfsgreinasambandsins

Samninganefnd Framsýnar sem jafnframt er stjórn og trúnaðarráð Framsýnar hefur verið boðuð saman til fundar á morgun, þriðjudag 9. október kl. 17:00 til að fara yfir drög að kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að. Fulltrúar frá Framsýn UNG hafa einnig verið boðaðir á fundinn til að taka þátt í afgreiðslu kröfugerðarinnar. Um 30 manns hafa rétt til setu á fundinum frá öllum helstu vinnustöðum á félagssvæði Framsýnar. Ljóst er að kröfugerðin á eftir að vekja mikla athygli enda byggir hún sérstaklega á framfærsluþörf fólks til að geta framfleytt sér. Þá er ekki ólíklegt að ofurhækkanir elítunar í þjóðfélaginu síðustu ára hafi áhrif á endanlega kröfugerð sem tekin verður fyrir á fundi samninganefndar SGS á miðvikudaginn, það er eftir að aðildarfélög sambandsins hafa fjallað um þær í sínum félögum. Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins sem er löng og ströng.

Dagskrá:

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Inntaka nýrra félaga
  3. Kröfugerð SGS
  4. Samningsumboð LÍV
  5. Þing ASÍ- málefni þingsins og forsetakjör
  6. Þing ASÍ- val á fulltrúum Framsýnar
  7. Val SGS á fulltrúum í miðstjórn og varamiðstjórn ASÍ
  8. Þing SSÍ
  9. PCC BakkiSilicon: Kjaramál og vinnuumhverfi starfsmanna
  10. Póllandsferð félagsins
  11. Samkomulag við Flugfélagið Erni
  12. Nýja Íbúð félagsins í Þorrasölum/afsal-leiga
  13. Lagfæringar á bústaði félagsins á Illugastöðum
  14. Húsnæðismál á Akureyri
  15. VÍS- uppsögn á leiguhúsnæði
  16. Þing og starfsemi ASÍ-UNG
  17. Kjör á trúnaðarmanni hjá Sjóböðunum
  18. Bók: Ævisaga Einars Olgeirssonar
  19. Bók: Atvinnuhættir og menning
  20. Fulltrúaráðsfundur AN á Illugastöðum
  21. Erindi frá félagsmanni
  22. Önnur mál