Ný stjórn og góðar umræður um verkalýðsmál

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar fór fram í gær. Á fundinum var farið yfir starfsemi deildarinnar á síðasta ári auk þess sem kjaramál fengu góða umræðu. Þá var gengið frá kjöri á nýrri stjórn og hana skipa; Jónína Hermannsdóttir formaður, Trausti Aðalsteinsson varaformaður, Karl Hreiðarsson ritari og meðstjórnendur Anna Brynjarsdóttir og Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir. Trausti og Kristbjörg Vala koma ný inn í stjórnina. Jóna Matthíasdóttir og Dómhildur Antonsdóttir voru áður í stjórn en voru ekki í kjöri á fundinum í gær. Var þeim báðum þakkað fyrir vel unninn störf í þágu deildarinnar.

Formaður deildarinnar, Jónína Hermannsdóttir fór yfir skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfsár.

 Skýrsla stjórnar:

Fyrir hönd stjórnar Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar stéttarfélags býð ég ykkur velkomin til aðalfundar deildarinnar. Eins og þið þekkið eru innan raða Framsýnar stéttarfélags tvær sjálfstæðar deildir, Sjómannadeild og Deild verslunar- og skrifstofufólks. Á síðasta starfsári var stjórn deildarinnar þannig skipuð; Jóna Matthíasdóttir formaður, Jónína Hermannsdóttir varaformaður, Dómhildur Antonsdóttir ritari og í varastjórn sátu Anna Brynjarsdóttir og Karl Hreiðarsson.

Eins og kunnugt er lét Jóna Matthíasdóttir af störfum sem formaður á síðasta ári þar sem hún skipti um starf sem fellur ekki undir starfssvið Framsýnar. Full ástæða er til að þakka Jónu fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar en hún var góður félagi og sinnti starfi sínu mjög vel sem formaður deildarinnar og ritari stjórnar Framsýnar. Þá gegndi hún trúnaðarstörfum fyrir LÍV. Jónína Hermannsdóttir varaformaður deildarinnar tók við formennsku af Jónu og hefur gengt því embætti fram að þessu.

Ef við snúum okkur að starfseminni þá var lítið um formleg fundarhöld hjá stjórn á síðasta ári. Einn stjórnarfundur var skráður. Þess í stað var notast við tölvupósta og símtöl. Hluti stjórnar tók þátt í jólafundi stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar sem fram fór 15. desember. Samkvæmt félagslögum er formaður deildarinnar einnig tilnefndur í aðalstjórn Framsýnar á hverjum tíma til tveggja ára í senn. Núverandi kjörtímabil er 2018-2020. Aðalstjórn fundar reglulega eða að jafnaði einu sinni í mánuði.

Jónína Hermannsdóttir fór á þing Alþýðusambands Íslands sem haldið var í Reykjavík 24-26. október 2018. Þá tók hún þátt í fundi sem LÍV boðaði til í Reykjavík um mótun kröfugerðar. Sá fundur var haldinn 5. október 2018. Annar fundur um kjaramál var haldinn 16. október 2018 í Reykjavík sem Huld Aðalbjarnardóttir sat fyrir hönd deildarinnar.

Ástæða er til að þakka stjórn og trúnaðarráði, starfsmönnum og formanni félagsins fyrir gott og árangursríkt samstarf auk veittrar þjónustu til stjórnar og félagsmanna. Eðli málsins samkvæmt leita félagsmenn í flestum tilfellum beint til skrifstofu stéttarfélaganna með sín mál.

Félagatal
Á árinu 2018 greiddu 344 manns til félagsins, þar af voru konur 179 á móti 165 körlum.

Fjármál
Skrifstofa stéttarfélaganna er rekin sameiginlega af stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum; Framsýn, Þingiðn og STH auk þess sem Verkalýðsfélag Þórshafnar er með samstarfssaming við félögin. Rekstur skrifstofunnar gekk vel á sl. ári.  Almennt eru launagreiðendur samviskusamir að skila félagsgjöldum og mótframlögum á réttum tíma. Með auknum fjölda starfsmanna á svæðinu hefur fjöldi félagsmanna og greiðenda aukist með auknum tekjum til félagsins en þýðir einnig aukna vinnu og kostnað fyrir félagið. Endurskoðaður ársreikningur Framsýnar verður lagður fram á aðalfundi félagsins sem haldinn verður á næstu mánuðum. Stjórn Framsýnar og starfsmenn kappkosta að gæta hagsmuna félagsins og þar með félagsmanna með því að standa vörð um fjármuni þess hér eftir sem hingað til.

Þá má geta þess að samkvæmt 3.mgr. 49. gr. laga ASÍ skulu stjórnir sjúkrasjóða aðildarfélaga ASÍ fá tryggingafræðing eða löggiltan  endurskoðanda til þess að meta framtíðarstöðu sjóðsins og semja skýrslu til stjórnar um athugun sína. Framsýn lét nýlega framkvæma þessa athugun og sá PWC um skoðunina.

Niðurstaðan er skýr: „ekkert bendi til annars en að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar á allra næstu árum sé litið til eiginfjárstöðu í árslok 2017, afkomu sjóðsins á undanförnum árum og þess að bótagreiðslur úr sjóðnum og iðgjöld til sjóðsins verði áfram með líkum hætti og verið hefur.“ Þá kemur fram í fylgisjali að staðan sé í raun öfundsverð.

Óráðstarfað eigið fé/styrkjum hjá sjúkrasjóði Framsýnar er 22,8 á árinu 2017

Þessi niðurstaða staðfstir enn frekar að vel er haldið utan um fjármálin hjá Framsýn stéttarfélagi.

Kjara og samningamál
Um síðustu áramót runnu kjarasamningarnir út, það er milli LÍV og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að. Framsýn samþykkti síðastliðið haust að veita LÍV samningsumboð félagsins gagnvart SA. Frá áramótum og reyndar fyrir þann tíma hafa staðið yfir viðræður milli aðila um nýjan kjarasamning. Því miður hefur lítið sem ekkert þokkast varðandi launaliðinn. Viðræðurnar hafa snúist um kröfugerð LÍV fyrir hönd aðildarfélaganna, breytingar á vinnutíma og neysluhléum sem Samtök atvinnulífsins vilja ná fram auk viðræðna við stjórnvöld um breytingar á skattkerfinu og aðgengi fólks að húsnæði. Það er að venjulegu fólki verði gert kleift að kaupa eða leigja sér íbúðarhúsnæði án þess að setja sig endanlega á hausinn.

Full ástæða er til að hafa áhyggjur af tillögum Samtaka atvinnulífsins að fella niður neysluhlé. Markmiðið á að vera að draga úr virkum vinnutíma en ekki að fella niður neysluhlé. Fyrir þessum fundi liggur ályktun um hugmyndir SA um niðurfellingu neysluhléa og stöðuna í kjaraviðræðunum. Meðan ákveðin stéttarfélög hafa sem betur fer hafnað þessari leið hafa önnur félög lýst því yfir að þau séu tilbúin að skoða hugmyndir Samtaka atvinnulífsins sem eru töluverð vonbryggði.

Orlofsmál
Líkt og fyrri ár hafa aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna með sér gott samstarf í orlofsmálum sem eru sem fyrr mikilvægur þáttur í starfi félagsins. Boðið er upp á fjölmarga kosti; m.a. orlofshús, gistiávísanir á hótelum og farfuglaheimilum auk endurgreiðslu á gistikostnaði á tjaldsvæðum og vegna kaupa á útilegukortum.

Jöfn og góð nýting er á íbúðum okkar á höfuðborgarsvæðinu og er það vel. Framsýn festi kaup á nýrri íbúð í Þorrasölum á síðasta ári og á nú fjórar íbúðir í húsinu. Fyrir á Þingiðn eina íbúð. Leitast er við að sem flestir félagsmenn sem sækja um orlofshús fái úthlutun en eins og þið vitið er ekkert punktakerfi við lýði hjá stéttarfélögunum okkar.

Okkur til mikillar ánægju var skrifað undir áframhaldandi samning milli Framsýnar og flugfélagsins Ernis um kaup á flugmiðum fyrir félagsmenn Framsýnar og tengdra aðila. Um er að ræða eina bestu kjarabót sem okkur félagsmönnum stendur til boða. Nýr samningur er áætlaður að tryggja okkur verð á flugmiða aðra leið milli Húsavíkur og Reykjavíkur fyrir kr. 10.300 út árið 2019 og er það vel. Óhætt er að segja að með samningi þessu séu Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslu að styrkja við og stuðla að frekari flugsamgöngum um Húsavíkurflugvöll. Þjónusta Ernis er til fyrirmyndar, boðið er upp á daglegar ferðir milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Reiknað er með að stéttarfélögin selji félagsmönnum milli fjögur og fimm þúsund flugmiða á árinu 2019.

Þá má geta þess að stéttarfélögin tóku upp nýjan orlofsvef á síðasta ári til að auka enn frekar þjónustu við félagsmenn. Vefurinn er mjög aðgengilegur og ekki annað að heyra en að félagsmenn séu mjög ánægðir með hann.

Fræðslu- og kynningarmál
Félagið er aðili að Starfsmenntunarsjóði verslunar og skrifstofufólks. Umsækjendum um styrki fjölgaði milli ára. Á síðasta ári fengu 38 félagsmenn starfsmenntastyrki, alls að upphæð kr. 2.680.362.– Við viljum minna félagsmenn á að kynna sér fjölmörg önnur réttindi sem eru einnig í boði og nýta það sem til staðar. Starfmenn skrifstofu félagsins liðsinna ykkur með þær upplýsingar og þær má einnig finna á vefsíðu og í kynningarbæklingi Framsýnar sem er uppfærður reglulega. Deild verslunar – og skrifstofufólks hefur ekki almennt staðið fyrir sérstökum fundum fyrir félagsmenn sína, heldur eru haldnir opnir almennir félagsfundir Framsýnar um margvísleg málefni, m.a. kjarasamninga sem og annað fræðsluefni.

Fréttabréf og heimasíðan www.framsyn.is
Stöðugt birtast fréttir á vefsíðu Framsýnar www.framsyn.is úr starfi félagsins og aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélagana auk þess sem fréttir um málefni líðandi stundar í samfélaginu slæðist stundum með. Á um tveggja mánaða fresti er gefið út Fréttabréf stéttarfélaganna sem dreift er frítt til allra heimila á félagssvæðinu.  Fréttabréfið tekur á helstu málefnum úr starfi stéttarfélaganna. Þar koma m.a. fram upplýsingar til félagsmanna varðandi kjör og starfsemi stéttarfélaganna auk úrdráttur helstu frétta sem birtast á heimasíðunni.

Málefni skrifstofunnar
Rekstur skrifstofu stéttarfélaganna gekk vel á síðasta starfsári sem fyrr. Þar eru starfandi 5 starfsmenn í fullu starfi með starfsmanni Virk starfsendurhæfingarsjóðs, einn starfsmaður er í 50% starfi við vinnustaðaeftirlit og einn starfsmaður er í hlutastarfi við ræstingar. Til viðbótar eru sex starfsmenn í hlutastörfum við umsjón á orlofsíbúðum/húsum sem eru í eigu félagsins og við þjónustu við félagsmenn Framsýnar á Raufarhöfn.

Viðburðir á árinu
Framsýn kom að nokkrum stórum viðburðum á árinu. Í apríl stóð félagið fyrir viðburði í Menningarmiðstöð Þingeyinga þar sem haldið var upp á 100 ára afmæli Verkakvennafélagsins Vonar. Félagið gaf út ljóðabók í tilefni af afmælinu með ljóðum eftir Björgu Pétursdóttur sem fór fyrir þeim konum sem stofnaði Von. Hátíðarhöldin 1. maí voru haldinn í Íþróttahúsinu á Húsavík og fóru vel fram enda mikið fjölmenni samankomið í höllinni. Föstudaginn fyrir sjómannadag stóð Sjómannadeild félagsins fyrir heiðrun sjómanna og í desember var gestum og gangandi boðið í aðventukaffi á vegum stéttarfélaganna. Þá fóru fulltrúar frá Framsýn í heimsókn til Solidarnosc í Gdansk í lok september. Kynnisferðin til Póllands var virkilega áhugaverð og skemmtileg í alla staði. Eins og heyra má var starfið lifandi á umliðnu starfsári.

 Lokaorð
Með þessari stuttu samantekt hefur verið gert grein fyrir því helsta úr starfsemi deildarinnar frá síðasta aðalfundi. Starf deildarinnar sem slíkt, er ekki kraftmikið eða viðburðaríkt en við erum ómissandi í starfi félagsins.  Ég vil hvetja ykkur öll til þess að taka þátt í starfsemi félagsins, láta ykkur umræðu um kjaramál og velferð í starfi máli skipta og koma tillögum og hugmyndum um úrbætur eða fræðslu á framfæri við félagið.  Stjórn deildarinnar vill þakka öllum þeim félagsmönnum sem hafa gengt trúnaðarstörfum fyrir félagið, félagsmönnum okkar og starfsmönnum skrifstofu fyrir vel unnin störf og gott samstarf á árinu.

 

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar, haldinn mánudaginn 11. febrúar samþykkti að senda frá sér svohljóðandi ályktun.

 „Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar telur löngu tímabært að vísa kjaradeilu Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.

Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gerast í kjaraviðræðum aðila annað en að ræða breytingar á vinnutilhögun með niðurfellingu á neysluhléum sem félagsmönnum Framsýnar hugnast ekki.

Í ljósi frétta um ofurhækkanir til bankastjóra Landsbankans er mikilvægt að LÍV endurskoði framlagða kröfugerð sambandsins gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Ný kröfugerð taki mið af því svigrúmi sem bankaráð Landsbankans telur vera til staðar, svigrúm sem virðist hafa farið algjörlega fram hjá Seðlabankastjóra, sem varað hefur við kröfum verkalýðshreyfingarinnar.

Á sama tíma og almenningur í landinu býr við okurvexti telur bankaráð Landsbankans eðlilegt og sanngjarnt að hækka laun bankastjórans þessi launahækkun uppá 82% ógni ekki stöðugleikanum, eða valdi óðaverðbólgu að ógleymdu hinu margfræga höfrungahlaupi.sem flokkast undir sturlaðar launahækkanir.

Frá 1. júlí 2017 til 1. apríl 2018 hafa laun bankastjóra Landsbankans hækkað úr kr. 2.089.000 í kr. 3.800.000. Það gerir hækkun um rúmar 1,7 milljónir á mánuði, eða rétt tæp 82% á þessu tíu mánaða tímabili.

Í ljósi þessara tíðinda verður fróðlegt að fylgjast með hvernig Seðlabankastjóri, fjármálaráðherra og leiðarahöfundar Fréttablaðsins og Morgunblaðsins bregðast við. Landsbankinn er að mestu í eigu íslenska ríkisins og þá hafa leiðarahöfundar Fréttablaðsins kallað forystumenn í verkalýðshreyfingunni öfgamenn fyrir það eitt að fylgja eftir kröfum tugþúsunda félagsmanna um bætt kjör, það er að þeir þurfi ekki að búa við fátæktarmörk öllu lengur, það er innan við kr. 300.000 á mánuði.

Enn og aftur kallar Framsýn eftir jöfnuði og réttlæti í þjóðfélaginu. Í landi eins og Íslandi á enginn að þurfa að líða skort eða búa við það hlutskipti að geta ekki búið í húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Annað verður aldrei liðið.“

Trausti Aðalsteins kemur nýr inn í stjórn deildarinnar.

Anna Brynjars tók þátt í fundinum eins og fleiri félagsmenn innan Deildar verslunar- og skrifstofufólks.

 

Kalla eftir endurskoðaðri kröfugerð í ljósi ofurhækkana til bankastjóra Landsbankans

Það var þungt hljóð í fundarmönnum á aðalfundi Deildar verslunar- og skrifstofufólks Framsýnar sem fram fór í gærkvöldi vegna frétta um sturlaðar hækkanir til bankastjóra Landsbankans. Landssamband íslenskra verslunarmanna fer með samningsumboð Framsýnar er viðkemur verslunar- og skrifstofufólki innan félagsins. Ljóst er að mikil reiði er út í þá misskiptingu sem þrífst í þjóðfélaginu og endurspeglast í launahækkunum til bankastjórans á sama tíma og ákveðnir leiðarahöfundar vara við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um að lægstu laun hækki upp í um 400.000 krónur á mánuði. Því fylgi óðaverðbólga og upplausn í íslensku þjóðfélagi.

Í lok fundar í gær og eftir góðar umræður um kjara- og efnahagsmál samþykkti fundurinn að senda frá sér svohljóðandi ályktun um stöðu mála um kjaramál og ákvörðun bankaráðs Landsbankans að hækka yfirmann bankans langt umfram allt sem eðlilegt getur talist.

 Ályktun

„Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar telur löngu tímabært að vísa kjaradeilu Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.

Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gerast í kjaraviðræðum aðila annað en að ræða breytingar á vinnutilhögun með niðurfellingu á neysluhléum sem félagsmönnum Framsýnar hugnast ekki.

Í ljósi frétta um ofurhækkanir til bankastjóra Landsbankans er mikilvægt að LÍV endurskoði framlagða kröfugerð sambandsins gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Ný kröfugerð taki mið af því svigrúmi sem bankaráð Landsbankans telur vera til staðar, svigrúm sem virðist hafa farið algjörlega fram hjá Seðlabankastjóra, sem varað hefur við kröfum verkalýðshreyfingarinnar.

Á sama tíma og almenningur í landinu býr við okurvexti telur bankaráð Landsbankans eðlilegt og sanngjarnt að hækka laun bankastjórans þessi launahækkun uppá 82% ógni ekki stöðugleikanum, eða valdi óðaverðbólgu að ógleymdu hinu margfræga höfrungahlaupi.sem flokkast undir sturlaðar launahækkanir.

Frá 1. júlí 2017 til 1. apríl 2018 hafa laun bankastjóra Landsbankans hækkað úr kr. 2.089.000 í kr. 3.800.000. Það gerir hækkun um rúmar 1,7 milljónir á mánuði, eða rétt tæp 82% á þessu tíu mánaða tímabili.

Í ljósi þessara tíðinda verður fróðlegt að fylgjast með hvernig Seðlabankastjóri, fjármálaráðherra og leiðarahöfundar Fréttablaðsins og Morgunblaðsins bregðast við. Landsbankinn er að mestu í eigu íslenska ríkisins og þá hafa leiðarahöfundar Fréttablaðsins kallað forystumenn í verkalýðshreyfingunni öfgamenn fyrir það eitt að fylgja eftir kröfum tugþúsunda félagsmanna um bætt kjör, það er að þeir þurfi ekki að búa við fátæktarmörk öllu lengur, það er innan við kr. 300.000 í mánaðarlauni.

Enn og aftur kallar Framsýn eftir jöfnuði og réttlæti í þjóðfélaginu. Í landi eins og Íslandi á enginn að þurfa að líða skort eða búa við það hlutskipti að geta ekki búið í húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Annað verður aldrei liðið!“

Á aðalfundi Deildar verslunar- og skrifstofufólks var kjörin ný stjórn. Hana skipa; Jónína Hermannsdóttir formaður, Trausti Aðalsteinsson varaformaður, Karl Hreiðarsson ritari og meðstjórnendur Anna Brynjarsdóttir og Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir.

Til hamingju Ragnar Þór

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er sjálfkjörinn til áframhaldandi formennsku félagsins til næstu tveggja ára. Kjörstjórn fundaði síðdegis og úrskurðaði að hans framboð væri það eina sem væri löglega fram borið. Önnur framboð bárust ekki, segir í tilkynningu.

Framboðsfrestur rann út klukkan tólf á hádegi í dag. Kjörstjórn VR bárust 16 einstaklingsframboð til stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2019-2021 og vinnur í að kanna lögmæti þeirra.

Fundur með frambjóðendum verður í hádeginu á miðvikudag og verða nöfn frambjóðenda birt á vef VR að honum loknum. Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja manna í varastjórn. (ruv.is)

Framsýn óskar Ragnari Þór til hamingju en Framsýn stéttarfélag og VR hafa átt mjög gott samstarf um verkalýðsmál eftir að Ragnar Þór tók við félaginu.

Þingiðn varar við breytingum á yfirvinnuálagi

Stjórn Þingiðnar hefur samþykkt að senda frá sér ályktun vegna yfirstandandi kjaraviðræðna milli Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem virðast snúast nánast eingöngu um vinnutímabreytingar, það er niðurfellingu á neysluhléum og lækkun á yfirvinnuálaginu. Þingiðn hefur áhyggjur af stöðunni og telur jafnframt löngu tímabært að deilunni verði vísað til ríkissáttasemjara. Samiðn fer með samningsumboð félagsins. Stjórnin samþykkti að senda frá sér svohljóðandi ályktun um stöðu mála.

Ályktun
-Vegna yfirstandandi kjaraviðræðna Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins-

„Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum hafnar alfarið hugmyndum Samtaka atvinnulífsins sem byggja á því að fella niður neysluhlé, lengja dagvinnutímabil og heimilt verði að fleyta yfirvinnutíma milli mánaða og gera að dagvinnu. Þá er breytingum á yfirvinnuálagi, það er úr 80% í 66% hafnað.

Slíkar hugmyndir eru fráleitar að mati Þingiðnar og ber að vísa út af borðinu þegar í stað.

Þess í stað er mikilvægt að samninganefnd Samiðnar tryggi iðnaðarmönnum viðunandi lífskjör í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld. Kjör sem taki mið af menntun og ábyrgð iðnaðarmanna til samræmis við aðrar sambærilegar stéttir þar sem menntunar er krafist.“

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks í kvöld- félagar fjölmennið

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar verður haldinn mánudaginn 11. febrúar kl. 20:00 í fundarsal félagsins.

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
    1. Skýrsla stjórnar
    2. Kjör formanns og stjórnarmanna
  2. Kjaramál
  3. Önnur mál

Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á fundinn. Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Framsýn stéttarfélag

Jóna Matt verður ekki í kjöri á fundinum sem formaður DVS þar sem hún hefur skipt um starf. Nú er leitað að nýjum og öflugum formanni deildarinnar. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við formann Framsýnar, Aðalstein Árna.

 

Alþýðusambandið skorar á stjórnvöld að stofna samfélagsbanka

Miðstjórn ASÍ skorar á stjórnvöld að stofna óhagnaðardrifinn samfélagsbanka enda er almenningur langþreyttur á skorti á samkeppni á fjármálamarkaði, miklum kostnaði og háu vaxtastigi hér á landi.

Með eignarhlut sínum í ríkisbönkum eru stjórnvöld í kjörstöðu til að stofna óhagnaðardrifinn samfélagsbanka, þar sem hagsmunir neytenda verði hafðir að leiðarljósi og skilið sé á milli áhættusækins bankareksturs og almennrar inn- og útlánastarfsemi. Miðstjórn ASÍ telur að stofnun slíks samfélagsbanka geti verið mikilvæg leið til að auka heilbrigði fjármálamarkaðar og færa vaxtastig og kostnað nær því sem þekkist í nágrannalöndum.

Nemendur Borgarhólsskóla í heimsókn

Nemendur í 10. bekk Borgarhólsskóla komu í heimsókn í Skrifstofu stéttarfélaganna í gær, miðvikudaginn 6. febrúar. Fulltrúi stéttarfélaganna fór yfir helstu atriði sem tengjast stéttarfélögum og vinnumarkaði. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir fólk á þessum aldri að gera sér grein fyrir sinni stöðu á vinnumarkaði til þess að vera með á nótunum frá upphafi.

Heimsóknin var ánægjuleg og ekki er nokkur spurning um að þessum heimsóknum mun verða haldið áfram í framtíðinni eins og verið hefur.

Formaður Framsýnar í viðtali á Rás 1

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun en Ágúst Ólafsson tók viðtalið. Mikill áhugi er meðal fjölmiðla með gang mála í kjaraviðræðum, ekki síst vegna verksmiðju PCC á Bakka. Í viðtalinu er farið yfir sviðið í þeim efnum sem og öðrum tengdum málum.

Hlusta má á viðtalið með því að smella hér.

Afsláttarkjör í boði fyrir félagsmenn á leiksýsningu Eflingar í Reykjadal

Leikdeild Eflingar er að hefja sýningar á leikritinu Brúðkaup eftir Guðmund Ólafsson í leikstjórn Völu Fannell. Tónlistarmaðurinn Jaan Alavere sér um tónlistarstjórn. Um er að ræða gamanleikrit með söngvum og gríni. Frumsýning verður 9. febrúar kl. 16:00. Miðaverð er kr. 3000 en Framsýn/Þingiðn hafa ákveðið að niðurgreiða leikhúsmiðana. Þannig fá félagsmenn þessara félaga fá miðann á kr. 2.000. Skilyrði fyrir því er að félagsmenn komi við á skrifstofu stéttarfélaganna og fái afsláttarmiða áður en þeir fara á leiksýninguna, að öðrum kosti gilda ekki afsláttarkjörin. Miðarnir gilda einungis fyrir félagsmenn.

 

 

Þingiðn: Framlag félagsmanna í fræðslusjóð verður 0,3% frá 1. janúar 2019

Á síðasta aðalfundi Þingiðnar var samþykkt að stofna fræðslusjóð Þingiðnar m.a. með því að félagsmenn greiddu 0,3% af launum sínum til sjóðsins sem innheimt verður með félagsgjaldinu. Þetta þýðir að framlag félagsmannsins til félagssjóðs með fræðslusjóðsgjaldinu verður frá 1.janúar 2019 1% í stað 0,7%.

Hér að neðan er bókun samþykktarinnar frá aðalfundi Þingiðnar 2018.

2. Fræðslusjóður Þingiðnar
Í máli formanns, Jónas Kristjánssonar, kom fram að stjórn Þingiðnar hefur unnið að því að stofna fræðslusjóð innan félagsins til hagsbóta fyrir félagsmenn. Dæmi eru um að félagsmenn hafi hótað úrsögn úr félaginu þar sem þeir hafi ekki aðgengi að fræðslustyrkjum líkt og félagar í Framsýn hafa í gegnum fræðslusjóði Framsýnar. Ekki síst í ljósi þess leggur stjórnin til við aðalfund félagsins að stofnaður verði fræðslusjóður fyrir félagsmenn sem fjármagnaður verði með framlagi frá félagsmönnum upp á 0,3% frá og með næstu áramótum. Það er meðan ekki næst samstaða um það innan Samiðnar að semja um sérstakan fræðslusjóð fyrir félagsmenn aðildarfélaga Samiðnar. Þá er lagt til að aðalfundurinn samþykki að leggja fræðslusjóðnum til tvær milljónir þegar í stað þannig að hægt verði að úthluta úr sjóðnum eftir aðalfundinn. Aðalsteinn Árni gerði síðan grein fyrir drögum að reglugerð sjóðsins og starfsreglum. Eftir góðar umræður var samþykkt að stofna sjóðinn og leggja honum til tvær milljónir sem stofnframlag. Síðan greiði félagsmenn 0,3 til sjóðsins frá og með næstu áramótum sem innheimt verði með félagsgjaldinu. Reglugerð og starfsreglur sjóðsins voru einnig samþykktar samhljóða. Fundarmenn lýstu yfir ánægju sinni með stofnun Fræðslusjóðs Þingiðnar.

Fjármálaráðherra ekki alveg í takt við fólkið í landinu

Fjármálaráðherra hefur haldið því fram í gagnrýni sinni á tillögur ASÍ um breytingar á skattkerfinu að þær muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist. Þessi ummæli ráðherrans benda til þess að hann hafi ekki kynnt sér tillögurnar nægilega vel og því full ástæða til að leiðrétta þennan misskilning. Það er rangt hjá fjármálaráðherra að tillögur ASÍ leiði til hækkunar á skattbyrði meðaltekjufólks. Þvert á móti gera tillögur ASÍ ráð fyrir að skattbyrði 95% vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5% munu hins vegar greiða hærri skatta en nú er enda skattbyrði þeirra tekjuhæstu sú lægsta á Íslandi af Norðurlöndunum.

Alþýðusambandið hefur á undanförnum árum ítrekað gagnrýnt þróun skatt- og tilfærslukerfanna. Ástæðan er einföld, þær breytingar sem gerðar hafa verið hafa ekki miðað að því að bæta stöðu hinna tekjulægri. Í skýrslu Hagdeildar sem gefin var út haustið 2017 var skattbyrði launafólks rakin frá árinu 1998. Niðurstaða skýrslunnar var aukin skattbyrði launafólks á síðustu áratugum og hefur þróunin komið verst niður á tekjulægri hópum[1] sökum þróunar skattkerfis og veikingar tilfærslukerfanna.
Skatta og tilfærslukerfi gegna lykilhlutverki í að draga úr ójöfnuði en líkt og OECD hefur bent á, „Tax and transfer systems play a key role in lowering overall income inequality. Three quarters of the average reduction in inequality they achieve across the OECD is due to transfers“. Veiking tilfærslukerfanna eykur því að óbreyttu auka ójöfnuð tekna.

Tillögur ASÍ í skattamálum miða að því að leiðrétta þessa þróun með einföldum aðgerðum.

Jöfnunarhlutverk tekjuskattkerfisins verði styrkt.
Með fjölgun þrepa verður hægt að hækka skattleysismörk og draga úr jaðarsköttum hinna tekjulægri.
Hátekjuþrep væri miðað við ~5% tekjuhæstu (~Yfir 1,1 milljón á mánuði).
Breytingarnar myndu auka ráðstöfunartekjur mest hjá einstaklingum sem hafa laun undir 500 þúsund á mánuði og halda skattbyrði óbreyttri á efri millitekjur.
Breytingar hefðu jákvæð eða hlutlaus áhrif á 95% einstaklinga á vinnumarkaði.

Barnabótakerfið verði eflt til muna þannig að það styðji við meginþorra barnafólks en ekki einungis hinum allra tekjulægstu.
Dregið verði verulega úr tekjuskerðingum og tekjuskerðingamörk fylgi launaþróun.
Stuðningur nýtist fleirum en hinum allra tekjulægstu enda glíma ungar barnafjölskyldur í auknum mæli við háa kostnað við daggæslu, leiksskólagjöld og frístund.

Endurreisa þarf húsnæðisstuðningskerfin.
Húsnæðiskostnaður og þá sérstaklega kostnaður leigjenda hefur dregið úr kjarabótum tekjulágra á undanförnum árum.

Fjármálaráðherra hefur haldið því fram í gagnrýni sinni á tillögur ASÍ um breytingar á skattkerfinu að þær muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist. Þessi ummæli ráðherrans benda til þess að hann hafi ekki kynnt sér tillögurnar nægilega vel og því full ástæða til að leiðrétta þennan misskilning. Það er rangt hjá fjármálaráðherra að tillögur ASÍ leiði til hækkunar á skattbyrði meðaltekjufólks. Þvert á móti gera tillögur ASÍ ráð fyrir að skattbyrði 95% vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5% munu hins vegar greiða hærri skatta en nú er enda skattbyrði þeirra tekjuhæstu sú lægsta á Íslandi af Norðurlöndunum.
Þannig munu tillögurnar auka mest ráðstöfunartekjur þeirra sem hafa laun undir 500.000 krónum á mánuði, skattbyrði í efri millitekjum verður óbreytt en eykst hjá þeim allra tekjuhæstu. Þetta köllum við að nýta tekjuskattskerfið sem raunverulegt jöfnunartæki. Áhyggjur fjármálaráðherrans af auknum jaðarsköttum eru einnig óþarfar því tillögurnar gera beinlínis ráð fyrir því að jaðarskattar hinna tekjulægri lækki.

[1] Sjá nánar skýrslu Hagdeildar ASÍ, “Skattbyrði launafólks 1998-2016”, https://www.asi.is/media/313630/skattbyrdi-launafolks-1998-2016.pdf

Skatturinn – helstu tölur 2019

Hér má nálgast lista yfir helstu prósentur og upphæðir sem við koma skattinum á árinu 2019.

Fyrir almenning er stærsta breytingin að mörk neðra skattþrepsins hækka og eru nú 927.087 krónur. Persónuafsláttur hækkar líka og er nú 56.447 krónur eða 677.358 á ári. Skatthlutfall skattþrepanna beggja er óbreytt á milli ára.

Fleiri athyglisverðar breytingar urðu um áramótin eins og til dæmis að tryggingargjald lækkaði um 0.25% og er nú 6,6%.

En sjón er sögu ríkari og allar upplýsingar má nálgast um þessar breytingar á heimasíðu ríkisskattsstjóra.

Nýir umsjónarmenn íbúðanna í Þorrasölum

Nýir umsjónarmenn orlofsíbúðanna í Þorrasölum eru Sjöfn Ólafsdóttir og Helga Rúna Pétursdóttir en stéttarfélögin auglýstu á dögunum eftir nýjum umsjónarmönnum eftir að Tómas Guðmundsson sagði starfi sínu lausu eftir áralangt og farsælt starf.
Sjöfn og Helga Rúna hafa að jafnaði viðveru í íbúðum milli kl. 14:00 og 16:00 virka daga og því skiptir máli að virða brottfarar- og komutíma. Utan þess tíma er heimilt í undantekningatilfellum að hafa samband við þær þurfi leigjendur nauðsynlega á því að halda. Þeim er ætlað taka íbúðirnar út eftir notkun félagsmanna og fylgjast með því að vel sé gengið um íbúðirnar. Þær búa í íbúðum 103 (Helga) og 104 (Sjöfn) í Þorrasölum 1-3.

 

Orlofskostir sumarið 2019 til umræðu

Sameiginleg orlofsnefnd stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum kom saman til fundar í síðustu viku. Tilgangurinn var að fara yfir orlofskosti sem til stendur að bjóða félagsmönnum upp á sumarið 2019 og fara yfir nýtinguna síðasta sumar á orlofshúsum á vegum stéttarfélaganna. Nýtingin var mjög góð síðasta sumar og ákveðið var að bjóða upp á sambærilega orlofskosti sumarið 2019 og var sumarið 2018. Þá er áhugi fyrir því að standa fyrir sumarferð, ferð í einn til tvo daga. Hafi félagsmenn tillögur hvað það varðar eru þeir beðnir um aðkoma tillögunum á framfæri við starfsmenn stéttarfélaganna. Það eru Framsýn, Þingiðn, Starfsmannafélag Húsavíkur og Verkalýðsfélag Þórshafnar sem standa að orlofsnefnd stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.

 

Brotastarfsemi -Starfshópur aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda algjörlega einróma í sínum tillögum

Brotastarfsemi á borð við kennitöluflakk og mansal er óásættanleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Slík háttsemi hefur alvarleg og víðtæk áhrif fyrir launafólk, atvinnulífið og samfélagið allt og veldur bæði persónulegu og samfélagslegu tjóni. ASÍ hefur á undanförnum árum opinberað margar ljótar sögur af glæpastarfsemi á vinnumarkaði en á sama tíma gagnrýnt andvaraleysi og ótrúlegt langlundargeð stjórnvalda gagnvart slíkum brotum.
Alþýðusamband Íslands fagnar því sérstaklega niðurstöðu starfshóps aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda sem var algjörlega einróma í sínum tillögum. Í þeirri vinnu hlutu tillögur ASÍ um úrbætur mikinn hljómgrunn. Áralöng barátta ASÍ gegn athæfi svindlarana virðist því hafa skilað árangri.
Lagt er til að löggjöf og regluramminn verði treystur og bætt úr núverandi göllum. Þá er lagt til að samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins gegn svikastarfseminni verði formbundið til framtíðar.
Helstu tillögur starfshópsins eru:
• Sett verði lög sem hafa að markmiði að stöðva kennitöluflakk og misnotkun félögum með takmarkaða ábyrgð (hlutafélög og einkahlutafélög). Þar verði horft til sameiginlegra tillagna ASÍ og SA.
• Heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga með takmarkaða ábyrgð við tilteknar aðstæður (atvinnurekstrarbann).
• Tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu.
• Sett verði skylda til keðjuábyrgðar í lög um opinber innkaup.
• Komið verði í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir formerkjum starfsnáms eða sjálfboðaliðastarfsemi.
• Þau stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði (Lögreglan, Ríkisskattstjóri, Vinnueftirlitið, Vinnumálastofnun) og aðilar vinnumarkaðarins geri með sér formlegt samkomulag um skipulegt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.
• Refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna vegna ítrekðra brota gegn starfsmönnum verði útvíkkuð.
• Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna, t.a.m. með stofnun ráðgjafarstofu og aukinni upplýsingagjöf á vefnum.
Alþýðusamband Íslands gerir kröfur til þess að tillögunum verði fylgt fast eftir. Mörgum þeirra má þegar hrinda í framkvæmd á meðan aðrar kalla á frekari vinnu og útfærslur. Til að svo megi verða þarf pólitískan vilja og skuldbindingu stjórnvalda.
ASÍ mun í viðræðum við stjórnvöld, í tengslum við gerð kjarasamninga, leggja ríka áherslu að allt verði gert til að sporna við félagslegum undirboðum, mansali og annari brotastarfsemi á vinnumarkaði.

Eingreiðsla til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga 1. febrúar 2019

Minnum félagsmenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum á sérstaka eingreiðslu sem á að greiðast þann 1. febrúar næstkomandi.

Starfsmenn sveitarfélaga kr. 42.500
Um er að ræða kjarasamningsbundna eingreiðslu sem greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf sem var við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember 2018.

Starfsmenn ríkisins kr. 45.000
Um er að ræða kjarasamningsbundna eingreiðslu sem greiðist hverjum starfsmanni miðað við þá sem eru í fullu starfi í janúar 2019. Þeir sem eru í hlutastarfi og/eða hafa starfað hluta úr mánuði skulu fá hlutfallslega greiðslu.

Björgunarsveitin þakkar fyrir sig

Framsýn barst nýlega bréf frá Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík sem þakkar félaginu fyrir velvild og stuðning í garð sveitarinnar og samfélagsins. Framsýn vill nota tækifærið og þakka sömuleiðis þessari mikilvægu björgunarsveit fyrir að vera ávallt reiðubúin að aðstoða þegar á því þarf að halda.

 

Niðurgreiða ekki ferðir í Vaðlaheiðargöng

Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir frá félagsmönnum stéttarfélaganna varðandi veggjöld í gegnum Vaðlaheiðargöng, það er hvort stéttarfélögin ætli að niðurgreiða veggjöld fyrir félagsmenn. Því er til að svara að svo verður ekki þar sem það er einfaldlega óframkvæmanlegt.

Kjaraviðræður í fullum gangi – launaliðurinn í hægagangi

Undanfarnar vikur og mánuði hafa verið haldnir fjölmargir samningafundir á vegum Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Fyrir hönd Framsýnar hefur formaður félagsins, Aðalsteinn Árni Baldursson, tekið þátt í viðræðunum. Að hans sögn hafa viðræðurnar gengið nokkuð vel en langt sé land varðandi launaliðinn, þar beri mikið á milli. Milli funda liggi menn svo yfir hugmyndum og tillögum að lausn mála sem fylgi alltaf samningaviðræðum. Þess vegna séu vinnudagarnir oft mjög langir auk ferðalaga milli Húsavíkur og Reykjavíkur sem bætist við og taki einnig á. En þetta hefst vonandi að lokum sagði Aðalsteinn sem enn og aftur er á leiðinni suður með flugi á samningafund.

Það eru langir vinnudagar hjá samninganefnd SGS um þessar mundir enda unnið að því að klára gerð kjarasamnings við Samtök atvinnuífsins. Formenn aðildarfélaga SGS skipa samninganefnd sambandsins, þar á meðal formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson.