Ánægður með nýja forystu ASÍ og starf ASÍ-UNG

Á stjórnar- og trúnaðarráðsfundi Framsýnar á dögunum var Aðalbjörn Jóhannsson formaður ASÍ-UNG heiðursgestur en Aðalbjörn starfar hjá Sjóböðunum á Húsavík og er félagsmaður í Framsýn. Aðalbjörn var áður formaður Framsýnar-ung. Á fundinum gerði Aðalbjörn grein fyrir starfsemi ungliðaráðsins innan Alþýðusambandsins. Hann var ánægður með starfið og nýja forystu ASÍ sem hefði skilning á mikilvægi þess að halda úti öflugu ungliðastarfi sem hann sagði mikilvægt að efla enn frekar. Þá sá Aðalbjörn einnig ástæðu til að þakka Framsýn fyrir viðhorf félagsins til ungliðastarfs sem ætti að vera öðrum stéttarfélögum ákeðin fyrirmynd.

Til viðbótar má geta þess að Framsýn hefur boðið fram húsnæði undir starfsemi ASÍ-UNG sem Alþýðusambandið hefur meðtekið og þakkað fyrir. Fram hefur komið að unnið er að því að skipuleggja starfið og ekki liggur fyrir hvernig því verður háttað og hvort ASÍ muni þiggja skrifstofuhúsnæði undir formann ASÍ-UNG meðan félagsmaður Framsýnar gegnir því hlutverki. Það mun koma síðar í ljós.

Aðalbjörn er hér með stjórnarmönnum úr Framsýn-ung, þeim Sunnu, Ásrúnu og Heiði Elínu á jólafundi Framsýnar. Guðmunda Steina er með þeim í stjórn en hún komst ekki á fundinn.

 

 

Deila á