Samninganefndir Framsýnar/Þingiðnar og PCC/Samtaka atvinnulífsins munu koma saman næstkomandi fimmtudag og halda kjaraviðræðum áfram. Unnið er að því að setja upp sérkjarasamning og þróa nýtt kaupaukakerfi. Eins og fram hefur komið samþykkti fyrirtækið að hækka laun starfsmanna um síðustu áramót þrátt fyrir að ekki væri búið að semja. Ljóst er að samninganefnd stéttarfélaganna leggur mikið upp úr því að aukinn kraftur verði settur í kjaraviðræðurnar með það að markmiði að ljúka gerð samningsins í janúar.