Þessa dagana standa yfir Fiskvinnslunámsskeið hjá starfsmönnum GPG Seafood á Raufarhöfn og Húsavík. Starfsmenn stéttarfélaganna tóku að sér kennslu hluta námskeiðanna á báðum stöðum. Kennslan getur verið nokkur áskorun þar sem nemarnir eru af nokkrum þjóðernum. Á námsskeiðinu á Raufarhöfn voru til að mynda nemar af sex þjóðernum.
Meðfylgjandi myndir eru teknar á námsskeiðunum báðum.