Samninganefnd Framsýnar boðuð til fundar í dag til að ræða stöðuna

Samninganefnd Framsýnar kemur saman til fundar í dag, föstudaginn 28. desember kl. 17:00. Trúnaðarmenn félagsins á vinnustöðum og stjórn Framsýnar-ung er einnig boðið að sitja fundinn. Í heildina hafa um 60 manns seturétt á fundinum. Tilgangur fundarins er að fara yfir stöðuna eftir að Efling og Verkalýðsfélag Akraness ákváðu vegna óánægju að afturkalla samningsumboðið frá Starfsgreinasambandi Íslands. Fyrir liggur að taka ákvörðun um afstöðu Framsýnar til stöðunnar en verulegrar óánægju gætir meðal félagsmanna með stöðu mála, það er að Starfsgreinasambandið hafi ekki tekið ákvörðun um að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.

 

Deila á