Samninganefnd Starfsgreinasambandsins fundaði á föstudaginn um stöðunna í kjaraviðræðunum og næstu skref. Á fundinum var samþykkt erindi frá Eflingu um áframhaldandi samstarf í undirhópum vegna einstakra starfsgreina í kjarasamningunum. Á fundinum var jafnframt farið ítarlega yfir vinnu næstu vikna og fyrirhuguð fundahöld með SA í þessari viku. Varaformaður Framsýnar, Ósk Helgadóttir, var á fundinum og stóð vaktina fyrir félagið.