Flugfargjöld stéttarfélaganna -Aðeins fyrir félagsmenn

Rétt er að ítreka að afsláttarkjör stéttarfélaganna gilda aðeins fyrir félagsmenn sem fljúga með Flugfélaginu Erni í einkaerindum milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Ferðist félagsmenn á vegum fyrirtækja, félagasamtaka eða stofnana er þeim óheimilt að nota afsláttarkjör stéttarfélaganna eða fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Verði menn uppvísir af því að misnota flugmiðana hafa þeir fyrirgert frekari rétti til kaupa á flugmiðum á vegum stéttarfélaganna, Framsýnar, Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Þórshafnar.

Stéttarfélögin

Deila á