Nýtt verð á flugfargjaldum komið í gildi

Við minnum á að flugfargjöld á vegum stéttarfélaganna hækkaði 1. janúar síðastliðin og kostar nú 10.300. Verðið byggir á nýju samkomulagi sem Framsýn gerði við Flugfélagið Erni um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Framsýn í umboði Skrifstofu stéttarfélaganna keypti 4800 fargjöld sem jafngildir ársnotkun félagsmanna. Vegna verðlagsbreytinga og aukins kostnaðar í rekstri flugfélagsins náðist ekki að viðhalda óbreyttu verði sem hafði verið frá árinu 2015.

Deila á