Íbúasamsetning tekið miklum breytingum

Árið 2011 bjuggu 190 íbúar í Norðurþingi, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi sem voru af öðrum uppruna en íslenskum. Alls komu þeir frá 18 þjóðlöndum. Pólverjar voru fjölmennastir eða 122 og Þjóðverjar næstir ekki nema 13 talsins. Fjöldi íbúa af öðrum þjóðernum en var lítill eða frá einum og upp í sex manns.

Tíu árum síðar hefur orðið umtalsverð breyting á íbúasamsetningu sveitarfélaganna þegar kemur að uppruna. Íbúar af öðru þjóðerni eru orðnir 740 talsins og koma frá 42 löndum auk eins sem er án ríkisfangs.

Líkt og 2011 eru flestir íbúarnir frá Póllandi, en Pólverjar á svæðinu nú 285 talsins. Íbúar frá Tékklandi eru 64, Litháar eru 47 og Þjóðverjar 45. Fleiri þjóðerni eru nokkuð fjölmenn á svæðinu en alls eru íbúar frá 14 þjóðlöndum fleiri en 10.

Íbúar af 12 þjóðernum eru einu íbúar frá sínu heimalandi á vöktunarsvæðinu, þar á meðal eru íbúar frá Finnlandi, Írlandi, Belgíu, Filipseyjum, Indlandi og Alsír. Þá er einn íbúi á svæðinu án ríkisfangs.

Árið 2011 komu íbúarnir frá þremur heimsálfum, Evrópu, Norður Ameríku og Asíu. Nú 10 árum síðar koma íbúar ef erlendum uppruna frá Evrópu, Norður- Ameríku, Asíu og Afríku. 

Þessar áhugaverðu upplýsingar má finna inn á þeim ágæta vef www.gaumur.is. Flestir af þeim sem koma til landsins og setjast að í Þingeyjarsýslum, tímabundið eða til lengri tíma gerast félagsmenn í Framsýn stéttarfélagi. Það er því óhætt að segja að félagið sé fjölþjóðlegt stéttarfélag.

POL

Czy wiedziałeś o tym, że…

Umowy zbiorowe przewidują, że wszyscy pracownicy otrzymujący wynagrodzenie mają prawo do dodatku grudniowego

Osoby pracujące w niepełnym wymiarze godzin lub przez część roku powinny otrzymać prpporcjonalną kwotę

Dodatek grudniowy w 2020  r. dla osób zatrudnionych w pełnym wymiarze godzin wynosi 94, 000 ISK w sektorze prywatnym *

Dodatek grudniowy dla osób bezrobotnych wynosi 86,853 ISK

 * Wyższy dla pracowników gmin

IS

Vissir þú að…

Samkvæmt kjarasamningum á allt launafólk rétt á desemberuppbót 

Þau sem vinna hlutastarf eða hluta úr ári eiga að fá hlutfallslega greiðslu 

Desemberuppbót fyrir árið 2020 miðað við fullt starf er 94.000 kr. á almenna markaðinum*

Desemberuppbót fyrir atvinnuleitendur er 86.853 kr.

*Hærri fyrir starfsfólk sveitarfélaganna

ENG

Did you know that…

Collective agreements provide that all wage-earners are entitled to a December Bonus 

Those who work part-time or part of the year should receive a proportionate amount 

The December Bonus in 2020 for full-time work is 94,000 ISK in the private sector*

The December Bonus for jobseekers is 86,853 ISK

*Higher for municipal employees

ENG

Did you know that…

Collective agreements provide that all wage-earners are entitled to a December Bonus 

Those who work part-time or part of the year should receive a proportionate amount 

The December Bonus in 2020 for full-time work is 94,000 ISK in the private sector*

The December Bonus for jobseekers is 86,853 ISK

*Higher for municipal employees

POL

Czy wiedziałeś o tym, że…

Umowy zbiorowe przewidują, że wszyscy pracownicy otrzymujący wynagrodzenie mają prawo do dodatku grudniowego

Osoby pracujące w niepełnym wymiarze godzin lub przez część roku powinny otrzymać prpporcjonalną kwotę

Dodatek grudniowy w 2020  r. dla osób zatrudnionych w pełnym wymiarze godzin wynosi 94, 000 ISK w sektorze prywatnym *

Dodatek grudniowy dla osób bezrobotnych wynosi 86,853 ISK

 * Wyższy dla pracowników gmin

IS

Vissir þú að…

Samkvæmt kjarasamningum á allt launafólk rétt á desemberuppbót 

Þau sem vinna hlutastarf eða hluta úr ári eiga að fá hlutfallslega greiðslu 

Desemberuppbót fyrir árið 2020 miðað við fullt starf er 94.000 kr. á almenna markaðinum*

Desemberuppbót fyrir atvinnuleitendur er 86.853 kr.

*Hærri fyrir starfsfólk sveitarfélaganna

IS

Vissir þú að…

Samkvæmt kjarasamningum á allt launafólk rétt á desemberuppbót 

Þau sem vinna hlutastarf eða hluta úr ári eiga að fá hlutfallslega greiðslu 

Desemberuppbót fyrir árið 2020 miðað við fullt starf er 94.000 kr. á almenna markaðinum*

Desemberuppbót fyrir atvinnuleitendur er 86.853 kr.

*Hærri fyrir starfsfólk sveitarfélaganna

ENG

Did you know that…

Collective agreements provide that all wage-earners are entitled to a December Bonus 

Those who work part-time or part of the year should receive a proportionate amount 

The December Bonus in 2020 for full-time work is 94,000 ISK in the private sector*

The December Bonus for jobseekers is 86,853 ISK

*Higher for municipal employees

POL

Czy wiedziałeś o tym, że…

Umowy zbiorowe przewidują, że wszyscy pracownicy otrzymujący wynagrodzenie mają prawo do dodatku grudniowego

Osoby pracujące w niepełnym wymiarze godzin lub przez część roku powinny otrzymać prpporcjonalną kwotę

Dodatek grudniowy w 2020  r. dla osób zatrudnionych w pełnym wymiarze godzin wynosi 94, 000 ISK w sektorze prywatnym *

Dodatek grudniowy dla osób bezrobotnych wynosi 86,853 ISK

 * Wyższy dla pracowników gmin

Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi – 25. nóvember 2020

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og það á tímum kórónuveirufaraldursins, með tilheyrandi nýjum og ýktari birtingarmyndum ofbeldis gegn konum. Á heimsvísu má greina óhugnanlega aukningu á ofbeldi í nánum samböndum og stafrænni kynferðislegri áreitni sem tengist því hversu  margar konur eru bundnar heima við vegna samkomutakmarkanna og útgöngubanna. UN Women hafa nefnt þetta skuggafaraldur kórónuveirunnar.

Verkalýðshreyfingin hefur bent á að konur eru meirihluti þeirra sem starfa í svokölluðum framlínustörfum á tímum veirunnar, þ.e. starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu, fræðslu, þjónustu og verslun, þar sem þær verða fyrir síauknu áreiti og hótunum af hálfu samborgara sinna, sem bætist ofan á hræðslu við smit og almennt andlegt og líkamlegt álag. Þá hefur atvinnuleysi einnig bitnað harkalega á konum.

Alþýðusamband Íslands hefur lýst yfir áhyggjum af neikvæðum áhrifum kórónuveirunnar á kynjajafnrétti enda hefur Ísland ekki farið varhluta af skuggafaraldrinum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa tilkynningar um heimilisofbeldi til lögreglu aldrei verið fleiri en nú í ár samanborið við fyrri ár.

Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) kallar eftir því að ríki fullgildi samþykkt nr. 190 sem þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) samþykkti. Henni er ætlað að vernda fólk gegn ofbeldi og áreitni í öllum myndum í heimi vinnunnar. Í samþykktinni er notast við víða skilgreiningu á „heimi vinnunnar“ með tilliti til þess að í dag fer vinna ekki alltaf fram á eiginlegum vinnustað. Skilgreiningin nær meðal annars yfir ofbeldi og áreitni í vinnutengdum ferðalögum, á leið í og úr vinnu, í húsnæði sem atvinnurekandi útvegar eða í vinnutengdum samskiptum, meðal annars þeim sem fara fram með hjálp upplýsinga- og samskiptatækni.

ASÍ tók þátt í gerð samþykktar nr. 190 um ofbeldi í heimi vinnunnar og skorar á stjórnvöld að vinna markvisst að því að hún verði staðfest af Íslands hálfu sem allra fyrst.

Aðalfundi FÍ stjórnað frá Húsavík

Aðalfundur Fiskifélags Íslands var haldinn síðasta föstudag. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu var fundurinn rafrænn. Aðilar að Fiskifélaginu eru hagsmunaaðilar í sjávarútvegi, það er sjómanna, landverkafólks, útgerðar og fiskvinnslu. Það eru alls sex heildarsamtök innan FÍ. Seturétt á fundinum höfðu 39 fulltrúar. Fundurinn fór vel fram og umræður málefnalegar. Í lok fundar var gengið frá kjöri á nýrri stjórn. Meðal stjórnarmanna er formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson. Hann er tilnefndur af Starfsgreinasambandi Íslands ásamt einum öðrum en sambandið á rétt á tveimur fulltrúum í stjórn FÍ. Aðalsteinn Árni hefur verið fundarstjóri á þessum aðalfundum síðustu ár sem yfirleit hafa verið haldnir á Grand Hótel Reykjavík. Eins og fram kemur í fréttinni var fundurinn í ár rafrænn og var formaður Framsýnar beðinn um að stjórna aðalfundinum frá Húsavík í gegnum tölvu sem gekk afar vel. Ljóst er að tæknin hefur komið að góðum notum á tímum heimsfaraldurs.

Andlát – Halldór Grönvold

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, lést á Landspítalanum þann 18. nóvember sl. eftir stutt veikindi. Hann var 66 ára gamall. Halldór helgaði verkalýðshreyfingunni starfsævi sína eftir að hann lauk námi í vinnumarkaðsfræðum við University of Warwick á Englandi. Fyrst starfaði hann hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, en frá árinu 1993 á skrifstofu Alþýðusambandsins. Þangað var hann ráðinn sem skrifstofustjóri en frá árinu 2001 var Halldór aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ auk þess að leiða deild félags- og vinnumarkaðsmála hjá sambandinu.

Halldór vann alla tíð ötullega að réttindum launafólks. Hann sat í stjórn Vinnumálastofnunar frá 1996 og beitti sér mjög í fræðslumálum innan verkalýðshreyfingarinnar og þá einkum starfsmenntamálum. Hann tók þátt í samningum á Evrópuvísu um fjölskylduvænni vinnustaði og breytingu á vinnutímatilskipuninni ásamt fæðingar- og foreldraorlofi. Hann barðist fyrir breytingum á fæðingarorlofslöggjöfinni sem náðust árið 2000, þar á meðal rétti feðra til töku fæðingarorlofs. Á síðustu árum hefur Halldór sérstaklega beitt sér fyrir aðgerðum til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði.

Það má fullyrða að fáir hafi haft eins mikil áhrif á mótun íslenska vinnumarkaðsmódelsins og Halldór Grönvold. Hann var einlægur verkalýðssinni og jafnaðarmaður, traustur og góður félagi með yfirburða þekkingu á vinnumarkaðsmálum. Óhætt er að segja að stórt skarð sé höggvið í raðir starfsmanna ASÍ, bæði sem hreyfingar og vinnustaðar, við fráfall Halldórs. 

Eftirlifandi eiginkona Halldórs Grönvold er Greta Baldursdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari. Þau eignuðust tvö börn, Evu og Arnar, og eru barnabörn þeirra nú þrjú. 

Stjórn og starfsfólk Framsýnar stéttarfélags vottar þeim sína innilegustu samúð.

Halldór er hér með samstarfsfólki sínu hjá Alþýðusambandi Íslands og formanni Framsýnar í kynnisferð sem ASÍ skipulagði til Palestínu á síðasta ári. Í gegnum tíðina hefur stjórn og starfsfólk Framsýnar átt afar gott samstarf við Halldór Grönvold. Blessuð sé minning hans.

Afar ánægjulegar fréttir – PCC fjölgar starfsmönnum

PCC Bakki mun ráða til sín fleiri starfsmenn að nýju upp úr áramótunum, gangi áætlanir eftir, en vonir standa til að verksmiðjan verði ræst á nýjan leik að vori.

PCC greip til tímabundinnar stöðvunar á ofnum verksmiðjunnar í ágúst sl. til að gera nauðsynlegar endurbætur á reykhreinsivirki hennar. Vegna erfiðra heimsmarkaðsaðstæðna sem sköpuðust í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins var ákveðið að endurræsa verksmiðjuna ekki að svo stöddu.

Í kjölfarið þurfti óhjákvæmilega að grípa til hópuppsagna, en enn starfa þó ríflega 50 manns hjá fyrirtækinu sem vinna markvisst að frekari endurbótum á búnaði og undirbúningi endurræsingar.

Undanfarna mánuði hafa markaðir aðeins rétt úr kútnum, þó ekki svo að verð geti enn talist viðunandi. Vonir standa þó til að með vorinu munum við bæði sjá fram á lægri framleiðslukostnað sem og betri markaðsaðstæður og miðast nú vinnan á Bakka við að endurræsing verksmiðjunnar hefjist næsta vor.

Gangi þessar áætlanir eftir er ljóst að upp úr áramótum mun ráðningaferli starfsmanna hefjast. Jafnframt eru nú í gangi viðræður við birgja verksmiðjunnar varðandi endurræsinguna, það er ljóst að til að verksmiðjan geti talist samkeppnishæf á heimsmarkaði þá er gott samstarf við birgja lykilatriði segir í tilkynningu frá fyrirtækinu í dag.

Forstjóri PCC hefur þegar gert formanni Framsýnar grein fyrir áformum fyrirtækisins sem eru mikil gleðitíðindi fyrir atvinnulífið á svæðinu en um þessar mundir eru tæplega 200 manns án atvinnu í Þingeyjarsýslum.

Fúsk í flugútboði

Vestfirðingar hafa í áranna rás treyst mjög á flugsamgöngur. Ástæðurnar eru fyrst og fremst hinar krefjandi náttúrufarslegu aðstæður í faðmi fjalla blárra. Þar getur náttúran verið hörð í horn að taka. Oft eru veður erfið og stríð, samgöngur stopular að vetrarlagi, vegalengdir miklar, strjálbýli og talsverð einangrun.

Eins og við þekkjum hafa Vestfirðingar verið afar heppnir með þjónustuaðila í hálfa öld. Sama flugfélag hefur þjónað kjálkanum og ferjað fólk og frakt á milli staða og raunar um landið allt, sinnt sjúkraflugi og bráðaþjónustu innanlands og utan.

Þess vegna er ekki að undra að búum, sveitastjórnarfólki og fulltrúum fyrirtækja hafi brugðið í brún á dögunum þegar kvisaðist út að búið væri að bjóða út flugþjónustu við íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum og að Gjögri og nýr aðili myndi mæta til leiks innan fárra daga.

Vegagerðin annast útboð fyrir hönd ríkisins á styrktu flugi á nokkra staði landsins. Viðbrögð stofnunarinnar voru einfaldlega á þá leið að svona væri lífið; lægsta boð skyldi gilda, ekki væri svigrúm í skilgreindum útboðsskilmálum til þess að taka tillit til annarra þátta.

Þrír flugrekstraraðilar buðu í tilgreindar flugleiðir. Þegar upp var staðið komust Ríkiskaup, sem annaðist úrvinnslu tilboða, að þeirri niðurstöðu að enginn bjóðendanna uppfyllti í raun skilyrði útboðsins, ýmist af fjárhagslegum ástæðum eða að búnaður reyndist ekki í samræmi við þær kröfur sem settar voru í útboðinu.

Á því stigi hefði verið eðlilegast að staldra við, endurskoða forsendur, meta að nýju útboðskröfur og bjóða út að nýju. Vegagerðin taldi hins vegar að tímaramminn væri orðinn mjög naumur, samevrópskar skyldur væru á þann veg að ekki væri hægt að veita þjónustuna lengur á skammtíma undanþágum.

Vegagerðin kallaði til sín verkefnið sem var í höndum Ríkiskaupa. Byrjað var að hnoðast með forsendur og skilyrði sem endaði með því að kærunefnd útboðsmála sagði: Nei, svona gerum við ekki og lýsti því yfir í skriflegu áliti sínu að Vegagerðin hefði brotið lög í vali sínu á lægstbjóðanda, átelur vinnubrögð og staðhæfir að mistök hafi verið gerð.

Nokkuð virðist misvísandi hversu miklu munar á niðurstöðum tilboða, allt frá 20 milljónum á ári að 185 milljónum, allt eftir hver segir frá og hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar.  Þessar upplýsingar þurfa að liggja fyrir með óyggjandi hætti.

Íbúarnir vita ekkert hvaðan á þá stendur veðrið. Ekkert annað en að þeir sjá nú að öllu óbreyttu á bak þrautreyndum þjónustuaðila sem gjörþekkir aðstæður og býr yfir flugflota sem er raunar sérbúinn og valinn fyrir vestfirskar aðstæður.

Það er ekkert skrýtið að kurr sé á meðal almennings á sunnanverðum Vestfjörðum. Íbúar telja þjónustuna í uppnámi, atvinnulífið er uggandi vegna þeirrar mikilvægu þjónustu sem veitt hefur verið varðandi aðföng, t.d. með varahluti og frakt.  Sannfæring íbúanna um öryggi, samfellu og staðkunnáttu er ekki fyrir hendi með þeirri kúvendingu sem fyrirhuguð er.

Krafist er samráðs og upplýsingamiðlunar um þessa mikilvæga þjónustu sem veitt hefur verið í mikilli sátt, af þekkingu og fagmennsku í ríflega 50 ár.

Sú spurning er áleitin hvort ríkisstjórnin og ráðherra samgöngu- og byggðamála muni una vinnubrögðum sem komið hafa í ljós í þessu máli, hvort ráðherra muni skrifa upp á þvílíkt fúsk í opinberu útboði sem hér hefur vitnast.

Guðjón Brjánsson, alþm.

(Þessi áhugaverða grein er tekin af vefnum bb.is)

Starfslok vegna aldurs – heimildir takmarkaðar (nýr dómur)

Samkvæmt kjarasamningum við sveitarfélögin er gert ráð fyrir því að starfsmenn sem nái 70 ára aldri láti af störfum án sérstakrar uppsagnar. Gildissvið þeirra ákvæða hefur nú verið þrengt með dómi Félagsdóms í málinu nr. 5/2020 frá 17.11 2020.

Verkalýðshreyfingin hefur byggt á því, að sé ákvæði kjarasamningsins ekki nýtt og haldi starfsmaður áfram störfum eftir það, sé réttarstaða hans hin sama og annarra starfsmanna þ.e. ráðningunni verði að ljúka með hefðbundinni uppsögn. Þetta hefur Félagsdómur nú staðfest í máli Verkalýðsfélags Vestfirðinga gegn Reykhólahreppi.

Gild rök má einnig færa fyrir því hvort ekki sé löngu tímabært að afnema þessi aldursákvæði kjarasamninga og þar sem þau er að finna í lögum enda mismunun á grundvelli aldurs bönnuð nema ríkar málefnalegar ástæður réttlæti annað. Þetta er nú tekið fram í lögum nr. 86/2018 en bann ákvæði laganna hvað aldur varðar tóku gildi 1.7 2019. Þó Félagsdómur vísi ekki sérstaklega til þessara laga eða reglna um bann við mismunun er hann gott innlegg í þá umræðu.

Sjá nánar umfjöllun á vinnuréttarvef ASÍ „Almennt bann við mismunun“.

Ályktun um flugmál- Gagnrýna vinnubrögð Vegagerðarinnar/Ríkiskaupa

Stjórn Framsýnar samþykkti samhljóða í morgun að senda frá sér svohljóðandi ályktun er varðar vinnubrögð Vegagerðarinnar/Ríkiskaupa og viðkemur útboði á flugi til Gjögurs og Bildudals. Flugfélagið Ernir hefur um árabil séð um áætlunarflug á þessa staði samkvæmt útboði. Ekki er ólíklegt að áætlunarflug til Húsavíkur sé í hættu vegna þessa, nú þegar liggur fyrir að Ernir mun ekki halda ríkisstyrktu leiðunum til Gjögurs og Bíldudals.

Ályktun:

„Framsýn stéttarfélag deilir áhyggjum sínum með  sveitarstjórnarmönnum og Samtökum atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV) vegna flugmála. Samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna samnings Vegagerðarinnar við Norlandair um áætlunarflug til Bíldudals og Gjögurs, sem þýðir að Flugfélagið Ernir hættir flugi á þessa staði á Vestfjörðum.

Flugfélagið Ernir hefur þjónað Vestfirðingum í 50 ár við afar krefjandi aðstæður og nýlegar fréttir um að nú eigi félagið skyndilega að hverfa af vettvangi eftir umdeilt útboð er reiðarslag fyrir svæðið, segir í yfirlýsingu SASV.

Samkvæmt fréttum liggur fyrir að Vegagerðin hefur viðurkennt að Ríkiskaup hafi gert mistök við mat tilboða. Eins hefur komið fram hjá kærunefnd útboðsmála að Vegagerð/Ríkiskaup hafa brotið lög um opinber útboð við val á tilboði Norlandair, sbr. ákvörðun kærunefndarinnar frá 30. október sl. 

Vinnubrögð sem þessi kalla á sérstaka skoðun á meðferð málsins í stjórnkerfinu og að hlutaðeigandi aðilar verði dregnir til ábyrgðar. Menn eiga ekki að komast upp með svona stjórnsýslu í umboði stjórnvalda.

Framsýn stéttarfélag hefur átt afar gott samstarf við Flugfélagið Ernir um að byggja upp flugleiðina Húsavík-Reykjavík. Með samningum við flugfélagið hefur tekist að bæta búsetuskilyrði í Þingeyjarsýslum auk þess sem flugsamgöngur hafa eflt ferðaþjónustuna og atvinnulífið í heild sinni á svæðinu.

Vissulega hriktir í stoðum Flugfélagins Ernis, sem nú missir ákveðnar ríkisstyrktar flugleiðir. Samningur Vegagerðarinnar/Ríkiskaupa við Erni hefur án efa leitt til þess að flugfélagið hefur náð að byggja sig upp á undanförnum árum með því að bæta flugvélakost og fjölga áfangastöðum, eins og til Húsavíkur.

Verði þessari ákvörðun ekki hnekkt gæti það leitt til þess að dregið verði úr flugi til Húsavíkur eða það leggist jafnvel af, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir íbúa í Þingeyjarsýslum.

Það er eitthvað sem má ekki gerast, Framsýn stéttarfélag mun berjast fyrir því að svo verði ekki og krefst þess að útboðið verði endurskoðað.“

 

Unemployed – Bezrobotny – Atvinnuleitendur

Fyrir helgina setti Alþýðusamband Íslands í loftið sérstaka upplýsingasíðu fyrir þá sem misst hafa vinnuna, glíma við erfiðleika og vilja bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Sérstök áhersla er lögð á að ná til útlendinga á íslenskum vinnumarkaði þar sem skortur hefur verið á greinargóðum upplýsingum fyrir þann hóp. Hér er hlekkur á vefsíðuna: https://www.asi.is/atvinnulaus/

 

 

Meira vinnur vit en strit – vefráðstefna Vinnueftirlitsins um heilbrigt stoðkerfi 19. nóvember

Vefráðstefna Vinnueftirlitsins „Meira vinnur vit en strit“ verður haldin 19. nóvember næstkomandi. Ráðstefnan er liður í tveggja ára samstarfsverkefni Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðuneytisins, samtaka aðila vinnumarkaðarins og VIRK sem ber yfirskriftina „Vinnuvernd er allra hagur. Hæfilegt álag – heilbrigt stoðkerfi 2020-2022, “ en verkefnið er keyrt samhliða samnefndu vinnuverndarátaki Vinnuverndarstofnunar Evrópu (EU-OSHA).

Áherslan kemur til af því að stoðkerfisvandi er algengasta orsök fjarvista frá vinnu í Evrópu og ein algengasta orsök örorku.

Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á þann víðtæka stoðkerfisvanda sem vinnandi fólk glímir við og benda á lausnir.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, ávarpar ráðstefnuna.

Lykilfyrirlesari er Andreas Holtermann, hjá Dönsku rannsóknarstofnuninni í vinnuvernd en erindi hans ber yfirskriftina „From non-harmful work to healthy work – what would it take?

Ráðstefnustjóri er Gunnhildur Gísladóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Nánari dagskrá má finna á vef Vinnueftirlitsins.

Ráðstefnan stendur frá klukkan 13.00 – 15.55 og verður streymt beint af vef Vinnueftirlitsins. Streymið má jafnframt nálgast í gegnum viðburð á facebook-síðu Vinnueftirlitsins eða í gegnum meðfylgjandi slóð: http://tiny.cc/vinnueftirlit

Ráðstefnan er opin öllum en hægt er að fylgjast með fréttum og skrá sig til þátttöku á facebook til að fá áminningu áður en hún hefst.

 

Vegagerðin samþykkti ógilt tilboð og afturför í flugþjónustu

Flugfélagið Ernir gerir athugasemdir við fréttilkynningar Vegagerðarinnar og Norlandair frá í gær.

Flugfélagið Ernir ehf. telur að Norlandair hafi með yfirlýsingu í gær (12/11‘ 20) staðfest að tilboð þess síðarnefnda í flugleiðina Bíldudal/Gjögur hafi verið ógilt og að fullyrðingar Vegagerðarinnar um hið gagnstæða standist ekki. Þar með er ljóst að mótmæli Vestfirðinga vegna „stökks niðrávið í þjónustu“ eiga við rök að styðjast. Flugfélagið Ernir ehf. hefur kært niðurstöðu útboðsins til Kærunefndar útboðsmála  sem birti m.a. þetta í  greinagerð með ákvörðunarorðum sínum, en þar segir orðrétt:“Eins og mál þetta liggur fyrir nú verður því að miða við að varnaraðili hafi brotið gegn lögum um opinber innkaup við val á tilboði Nordlandair ehf. ” 

Beechcraft King Air vél sú sem Norlandair hyggst aðallega nýta í flugið er skráð hjá Samgöngustofu sem 7 sæta en ekki 9 sæta, eins og fullyrt er í tilboði.  Ljóst er að þessi flugvél uppfyllir ekki skilyrði útboðsins um 600 kg. flutningsgetu fyrir frakt auk farþega og farangurs. Þessi skilyrði voru meðal annars sett vegna slæms ástands vega á Vestfjörðum og í Árneshreppi sem oft kallar á mikla flutninga.

Flugvélar Norlandair eru ekki sambærilegar við þær rúmgóðu vélar sem Flugfélagið Ernir hefur notað til þjónustunnar undanfarin ár þótt slíkt sé fullyrt af Vegagerðinni og Norlandair. Þær eru eins og Samtök atvinnurkenda á sunnanverðu Vestfjörðum hafa bent á „gamlar og litlar“ og geta vart sinnt þörfum íbúa og fyrirtækja á svæðinu. Þrjár 45-50 ára Twin Otter vélar Norlandair eru hægfara og án jafnþrýstibúnaðar til þess að fljúga yfir veður.  Kjarni málsins er sá að á tíma útboðsins var Norlandair að bjóða afturför um áratugi í flugþjónustu á Vestfjörðum eins og Vestfirðingar óttast réttilega. Fyrir íbúa á Vestfjörðum er lítið hald í því að fyrirtækið geri nú tilraun til þess að gera ógilt tilboð gilt með því að láta í veðri vaka að „til standi að nota stærri vél þegar og ef þörf krefur“.

Næstkomandi mánudag, 16. nóvember 2020, lýkur þjónustu Flugfélagsins Ernis ehf. á flugleiðinni á milli Reykjavíkur og Gjögurs og milli Reykjavíkur og Bíldudals samkvæmt ákvörðun Vegagerðarinnar. Það ríkir sorg og eftirsjá í félaginu við þessi þáttaskil, sem eru tilkomin vegna ógildrar stjórnsýslu, en um leið er Vestfirðingum þakkað fyrir samstarfið og óskað alls hins besta með vonum um að úr rætist.

Reykjavík 13. nóvember 2020

  1. h. Flugfélagsins Ernis ehf.

Hörður Guðmundsson Forstjóri

Sími: 892 8050

Kjarasamningar á ensku og pólsku

Starfsgreinasambandið hefur unnið að því undanfarið að þýða helstu kjarasamninga sambandsins yfir á ensku og pólsku sem er mikið gleðiefni. Sjá meðfylgjandi slóðir varðandi aðalkjarasamning SGS og SA sem Framsýn á aðild að. Fljótlega verður einnig búið að þýða ferðaþjónustusamninginn yfir á ensku og pólsku en þessir tveir kjarasamningar eru mest notaðir af félagsmönnum Framsýnar.

Aðalkjarasamningur SGS og SA á ensku

 Aðalkjarasamningur SGS og SA á pólsku

SASV: REIÐARSLAG OG STÖKK NIÐUR Á VIÐ Í FLUGÞJÓNUSTU

Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV) hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna samnings Vegagerðarinnar við Norlandair um áætlunarflug til Bíldudals og Gjögurs, sem ýtti Flugfélaginu Erni út úr þjónustunni eins og greint hefur verið frá á vef Bæjarins besta.

Samtökin lýsa yfir þungum áhyggjum  og segja að breytingin sé reiðarslag fyrir svæðið. Það verði stökk niður á við í þjónustu og getur stjórn SAVS ekki samþykkt svona vinnubrögð  og mótmælir þeim harðlega.

Ályktunin í heild:

„Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV) lýsa yfir þungum áhyggjum vegna skyndilegra frétta af innanlandsflugi til og frá Bíldudal. Fréttirnar bárust að morgni 10. nóvember um að nýtt félag á að hefja flug á Bíldudal 16. nóvember nk.
Flugfélagið Ernir hefur þjónað Vestfirðingum í 50 ár við afar krefjandi aðstæður og nýlegar fréttir um að nú eigi félagið skyndilega að hverfa af vettvangi eftir umdeilt útboð er reiðarslag fyrir svæðið. Ernir hafa veitt afbragðs þjónustu og eru með flugvélar sem henta þessari þjónustu afar vel. Í staðinn á að bjóða helmingi minni flugvél sem búin er jafnþrýstibúnaði og 50 ára gamall Twin Otter án jafnþrýstibúnaðs. Í samanburði er þetta stökk niður á við í þjónustustigi og með ólíkindum að í útboði þar sem munar svo litlu sem raun ber vitni skuli þjónustustig og gæði flugflotans ekki hafa meira að segja. Í útboðum í vegagerð er lægsta tilboði ekki alltaf tekið eins og raun ber vitni í nýlegu útboði Vegagerðarinnar.
SASV bendir á að fraktflug s.s með varahluti fram og til baka, sýni frá fyrirtækjunum, framleiðsluafurðir og ýmislegt annað sem mikilvægt er að komist á milli staða með litlum fyrirvara er risavaxið atriði fyrir atvinnulífið á sunnanverðum Vestfjörðum. Með þeim flugflota sem boðið verður upp á er ekki mögulegt að sinna þessari mikilvægu þjónustu sem atvinnulífið getur ekki verið án.
Ekki sér fyrir endann á óboðlegri þjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum. Vegir á svæðinu og inn á það eru meira og minna ónýtir. Vetrarþjónusta hefur verið í lamasessi miðað við þá umferð og þá sérstaklega verðmæta þungaumferð sem er um svæðið. Nýlega tókst að koma í veg fyrir að nýjum snjóblásara væri skipt út fyrir gamlan snjóblásara til að þjónusta svæðið. Ferjan yfir Breiðafjörð er eldgömul og getur stoppað hvenær sem er með tilheyrandi áhættu. Nú eiga sunnanverðir Vestfirðir að sætta sig við minni og eldgamlar flugvélar í stað þeirra sem nú þjónusta svæðið.
Á sama tíma og mikill uppgangur hefur verið í atvinnulífinu á svæðinu undanfarin ár og útflutningstekjur margfaldast og eru orðnar þær hæstu per íbúa á landinu, getur stjórn SASV ekki samþykkt svona vinnubrögð og mótmælir þessari ráðstöfun harðlega.“

(Þessi frétt er tekin af þeim ágæta vef bb.is, mynd Framsýn)

Stofnanasamningar og vinnutímastyttingar til umræðu

Verulegur tími fer í það um þessar mundir hjá starfsmönnum stéttarfélaganna að funda með forsvarsmönnum og starfsmönnum stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga hvað varðar vinnutímabreytingar og endurnýjun á stofnanasamningum. Þannig er að vinnutímabreytingar koma til framkvæmda um næstu áramót hjá starfsmönnum sveitarfélaga og hjá stofnunum ríkisins. Þó ekki hjá vaktavinnufólki, þar taka breytingarnar gildi 1. maí 2001.Vegna breytinga á launatöflu ríkisins þarf að taka upp alla stofnanasamninga sem gilda fyrir félagsmenn Framsýnar. Sem dæmi má nefna að fulltrúar Framsýnar funduðu í gær með skólastjórnendum Framhaldsskólans á Laugum  um þetta málefni og munu viðræður aðila halda áfram eftir helgina. Þá töku fulltrúar Framsýnar þátt í fundi Starfsgreinasambands Íslands með Vegagerðinni um sama málefni í gær auk þess að eiga fund með sveitarstjóra Norðurþings um hugmyndir sveitarfélagsins sem eru til skoðunar og tengjast vinnutímabreytingum. Þessi vinna heldur áfram eftir helgina með fundi með starfsmönnum Öxarfjarðarskóla.

Framsýn styður kröfur ÖBÍ

Framsýn stéttarfélag tekur heilshugar undir með þeim aðilum sem ályktað hafa um kröfur Öryrkjabandalags Íslands um að endurhæfingar- og örorkulífeyrir verði hækkaður svo að hann fylgi kjarasamningsbundnum taxtahækkunum. Ekki er hægt að samþykkja að stórum hópi fólks sem býr við skerta starfgetu sé haldið í fátækt. Slíkt er ekki sæmandi á landi sem kennir sig við velferð og jöfnuð. Einnig er mikilvægt að samstundis verði dregið úr skerðingum í örorkulífeyriskerfinu svo að fólk með skerta starfsgetu eigi möguleika á því að vera á vinnumarkaði og bæta kjör sín með launaðri vinnu.

Allt fólk á rétt á að lifa frjálst undan efnislegum skorti. Fólk með örorku, fjölskyldur þeirra og börn hafa þurft að bíða allt of lengi eftir réttlæti. Að mati Framsýnar ber stjórnvöldum að axla ábyrgð og mæta kröfum ÖBÍ af sanngirni.