106 sóttu um tvær lausar stöður hjá Persónuvernd á Húsavík

Persónuvernd auglýsti nýverið eftir starfsfólki á nýja starfsstöð stofnunarinnar á Húsavík. Auglýst var eftir einum lögfræðingi og einum sérfræðingi í þjónustuver. Umsóknarfrestur var til 8. febrúar sl. Alls sóttu 28 um stöðu lögfræðings og 78 um stöðu sérfræðings. Verið er að vinna úr umsóknum en fyrirséð er að ráðningarferlið taki nokkrar vikur. (Heimild: personuvernd.is)

Samkvæmt fyrirliggjandi heimildum er gríðarlegur áhugi fyrir þessum auglýstu störfum á vegum Persónuverndar á Húsavík. Ekki síst í ljósi þess er full ástæða til að hvetja Persónuvernd og aðrar stofnanir á vegum ríkisins að fjölga stöfum enn frekar á Húsavíkursvæðinu enda greinilega mikil eftirspurn eftir störfum sem þessum.

Deila á