Bolluát á bolludag – yfir milljón bolla bakaðar

Starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna settust aðeins niður í morgun og fengu sér bollur úr Heimabakaríi á Húsavík. Að sjálfsögðu smökkuðust þær vel enda Heimabakarí þekkt fyrir góðar bollur og annað brauð.

Á Íslandi hefur tíðkast í yfir hundrað ár að borða bollur á þessum degi og í Þjóðólfi 1910 er talað um bolluát á bolludaginn.[3] Þó mun það hafa þekkst eitthvað áður og í matreiðslubók Þ.A.N. Jónsdóttur frá 1858 er uppskrift að langaföstusnúðum, þ.e. bolludagsbollum. Reykvísk bakarí fara að auglýsa bollur á bolludaginn á öðrum áratug aldarinnar og í Morgunblaðinu 1915 er kvartað yfir hnignun bolludagsins: „… það eina sem virðist vera eftir af kætinni frá fyrri tímum á »bolludaginn«, er óhemju kökuát barnanna — og full búðarskúffan af smápeningum hjá bökurum bæjarins. »Bollan« kostar því miður þrjá tveggeyringa í þetta sinn!“[4]

Áætlað hefur verið að íslenskir bakarar baki um eina milljón bolla fyrir bolludaginn en einnig eru margir sem baka bollur heima. Bollurnar eru nú oftast bornar fram með sultu og rjóma innan í og hattur bollunnar skreyttur með súkkulaðihulu eða glassúr en þó eru margar aðrar útgáfur til. Tvær tegundir af bollum eru algengastar: vatnsdeigsbollur (sem eru mjúkar og frauðkenndar) og gerbollur (sem eru öllu fastari í sér). Bollur bolludagsins hafa breyt lítið frá ári til árs, en bolluskrautið hefur breytist þó nokkuð á liðnum árum eftir smekk tímans.

Deila á