Um þrjú hundruð söngfuglar komu í heimsókn

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Á Húsavík fór hann vel fram í góðu veðri og fjölmenntu börn og unglingar um bæinn til að syngja fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnanna. Söngfuglarnir fóru ekki tómhentir heim þar sem þeim var boðið upp á mæru og ýmislegt annað góðgæti fyrir sönginn. Um þrjú hundruð gestir komu í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag og er þeim þakkað fyrir komuna og fallegan söng.   

Deila á