Ef marka má þann mikla fjölda sem skoðaði frétt heimasíðunnar um auglýsingu starfa á vegum Persónuverndará Húsavík ætti ekki að vera erfitt að ráða í starfið. Samkvæmt vefmælinum skoðuðu 1.250 manns fréttina á vefnum. Þess má geta að Persónuvernd hefur auglýst tvær stöður hjá stofnuninni til umsóknar í nýrri starfsstöð á Húsavík. Um er að ræða eina stöðu lögfræðings og eina stöðu sérfræðings í þjónustuveri. Leitað er að framúrskarandi einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni með samhentu teymi hjá Persónuvernd segir í auglýsingunni. Full ástæða er til að fagna því að Persónuvernd sem er sjálfstætt stjórnvald, hafi ákveðið að efla þjónustuna enn frekar með því að opna fjarþjónustu á Húsavík.