Dagatöl stéttarfélaganna eru komin úr prentun. Þau eru í boði fyrir alla þá sem vilja. Viðkomandi er velkomið að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og þiggja dagatal.

Dagatöl stéttarfélaganna eru komin úr prentun. Þau eru í boði fyrir alla þá sem vilja. Viðkomandi er velkomið að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og þiggja dagatal.
Framsýn telur að verkalýðshreyfingin verði í næstu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og ríkið að leggja sérstaka áherslu á málefni eldri borgara og öryrkja. Félagið hefur þegar komið sínum tillögum á framfæri við Starfsgreinasamband Íslands sem fer með umboð félagsins í komandi kjaraviðræðum og í viðræðum við stjórnvöld um aðkomu þeirra að kjarasamningunum.
Á síðasta fundi stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar var samþykkt að kalla eftir upplýsingum frá sveitarfélögunum á félagssvæðinu; Þingeyjarsveit, Norðurþingi og Tjörneshrepp varðandi boðaðar/áætlaðar hækkanir á gjaldskrám sveitarfélaganna milli ára 2023-24.
Um þessar mundir vinnur Framsýn að því að móta kröfugerð félagsins vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins, Samband ísl. sveitarfélaga og ríkið. Vissulega hafa hækkanir sveitarfélaga á gjaldskrám og öðrum þjónustugjöldum áhrif á kröfugerðina þar sem almennir félagsmenn þurfa að hafa burði til að mæta slíkum hækkunum. Þess vegna ekki síst er afar mikilvægt að sveitarfélögin stilli sínum hækkunum í hóf.
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Um er að ræða fasta krónutölu sem tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Áunnar uppbætur skal gera upp samhliða starfslokum.
Almennur vinnumarkaður og iðnaðarmenn:
Desemberuppbót er 103.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist eigi síðar en 15. desember. Þeir sem eru í starfi fyrstu vikuna í desember eða hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eiga rétt á uppbót. Fullt ársstarf miðast við 45 vikur eða 1.800 klst. á tímabilinu 1. janúar til 31. desember.
Ríkið:
Desemberuppbót (persónuuppbót) er 103.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. desember. Þeir sem eru við störf fyrstu viku nóvember eða hafa starfað í 13 vikur samfellt á árinu skulu fá greidda desemberuppbót. Full uppbót miðast við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október.
Sveitarfélög:
Desemberuppbót (persónuuppbót) er 131.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. desember. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag.
PCC:
Desemberuppbót er 230.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. desember. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag.
Sjá nánar í kjarasamningum viðkomandi aðila.
Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar samþykkti á fundi sínum 15. nóvember að fagna ákvörðun Bjargs íbúðafélags um að hefja byggingu íbúða á Húsavík í samstarfi við HMS og Norðurþing sem er mikið gleðiefni enda sáu fundarmenn ástæðu til að klappa fyrir ákvörðun Bjargs. Þess má geta að Framsýn hefur lengi barist fyrir því að Bjarg, sem er í eigu verkalýðshreyfingarinnar, hæfi uppbyggingu á Húsavík.:
„Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar fagnar sérstaklega ákvörðun Bjargs íbúðafélags um að hefja byggingu íbúða á Húsavík í samstarfi við HMS og Norðurþing sem samþykkt hafa umsókn íbúðafélagsins um stofnframlög.
Lóðinni Lyngholti 42-52 hefur verið úthlutað til verkefnisins og er þar gert ráð fyrir sex íbúða raðhúsi samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
Bjarg er húsnæðissjálfseignastofnun rekin án hagnaðarmarkmiða. Félagið sem er í eigu Alþýðusambands Íslands og BRSB er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði.
Framsýn hefur lengi barist fyrir því að Bjarg kæmi að því að byggja upp húsnæði á Húsavík fyrir tekjulágar fjölskyldur. Þess vegna ekki síst er afar gleðilegt að draumsýn félagsins sé að verða að veruleika eftir töluverða baráttu.“
Formaður Framsýnar færði formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur bréf í gær frá stjórn og trúnaðarráði félagsins en þeir hittust í Reykjavík. Í bréfinu kemur m.a. fram að félagið sendi verkafólki og öðrum íbúum Grindavíkur hlýjar kveðjur á þessum erfiðu tímum þegar ekkert er vitað um stöðuna varðandi frekari jarðhræringar og hugsanlegt eldgos á Reykjanesinu. Hugurinn sé hjá íbúum Grindavíkur. Sjá bréfið:
Verkalýðsfélag Grindavíkur
Hörður Guðbrandsson
Víkurbraut 46
240 Grindavík
Kæru félagar í Verkalýðsfélagi Grindvíkur!
Framsýn stéttarfélag sendir verkafólki og öðrum íbúum Grindavíkur hlýjar kveðjur á þessum erfiðu tímum þegar ekkert er vitað um stöðuna varðandi frekari jarðhræringar og hugsanlegt eldgos á Reykjanesinu. Hugur okkar, líkt og landsmanna allra, er hjá ykkur.
Félagið færir jafnframt viðbragðsaðilum, sem lagt hafa nótt við dag við krefjandi aðstæður, þakkir fyrir sín góðu störf og óskar þeim góðs gengis í verkefnunum sem framundan eru.
Það er von Framsýnar að jarðhræringarnar valdi sem minnstum skaða og daglegt líf íbúa í Grindavík komist sem fyrst í eðlilegt horf.
Þannig samþykkt á stjórnar og trúnaðarráðsfundi félagsins 15. nóvember 2023.
Húsavík 15. nóvember 2023
Virðingarfyllst
Fh. Framsýnar stéttarfélags
Aðalsteinn Árni Baldursson
Framsýn og Þingiðn standa fyrir sameiginlegum félagsfundi þriðjudaginn 21. nóvember kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Umræðuefni fundarins eru komandi kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins, en kjarasamningar félaganna eru lausir í lok janúar 2024 og kaup á nýjum orlofsíbúðum fyrir félagsmenn.
Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar 15. nóvember var samþykkt að leggja til við aðalfund félagsins, sem væntanlega verður haldinn vorið 2024, að viðurlög gagnvart hugsanlegum brotum félagsmanna komi inn í reglugerðir sjúkrasjóðs og fræðslusjóðs félagsins. Ástæðan er einföld, því miður hefur verið að færast í vöxt að fólk hafi verið að falsa kvittanir og umsóknir er varðar ekki síst greiðslur úr kjarasamningsbundnum fræðslusjóðum innan aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Fram að þessu hefur Framsýn ekki þurft að taka á svona svikum en félagið vill bregðast við hugsanlegum svikum með skýrum reglum um hvernig skuli tekið á slíkum málum komi þau upp. Vonandi kemur ekki til þess að þess þurfi. Breytingarnar sem eru lagðar til á reglugerðum sjóðanna eru svohljóðandi:
Sjúkrasjóður:
Berist ekki fullnægjandi gögn og upplýsingar frá sjóðfélaga skal umsókn hans hafnað að svo stöddu. Sjóðfélagi sem gefur rangar eða villandi upplýsingar eða leynir upplýsingum, fyrirgerir rétti sínum til greiðslna úr sjúkrasjóði. Endurkrefja skal sjóðfélaga um allar greiðslur sem þannig eru fengnar, auk dráttarvaxta. Félagið áskilur sér til að kæra mál til lögreglu ef grunur er um eitthvað saknæmt.
Fræðslusjóður Framsýnar:
Berist ekki fullnægjandi gögn og upplýsingar frá félagsmanni skal umsókn hans hafnað að svo stöddu. Félagmaður sem gefur rangar eða villandi upplýsingar eða leynir upplýsingum, fyrirgerir rétti sínum til greiðslna úr Fræðslusjóði Framsýnar. Endurkrefja skal félagsmann um allar greiðslur sem þannig eru fengnar, auk dráttarvaxta. Félagið áskilur sér til að kæra mál til lögreglu ef grunur er um eitthvað saknæmt.
Framsýn labour union its companions and other inhabitants of Grindavík it´s best regards in these dire times when nothing is clear about future earthquakes and possible eruption in Reykjanes. Our thoughts are with you, as are the thoughts of all our fellow citizens.
Framsýn would also like to thank all responders for their work, having had to work day and night in the most demanding of circumstances and also wish them good luck in future tasks.
Hopefully the tremors will cause as little damage as possible and people´s daily routine in Grindavík will restart.
Agreed by Framsýn´s board on the 15th of November 2023.
On the behalf of Framsýn labour union
Aðalsteinn Árni Baldursson
Framsýn stéttarfélag sendir verkafólki og öðrum íbúum Grindavíkur hlýjar kveðjur á þessum erfiðu tímum þegar ekkert er vitað um stöðuna varðandi frekari jarðhræringar og hugsanlegt eldgos á Reykjanesinu. Hugur okkar, líkt og landsmanna allra, er hjá ykkur.
Félagið færir jafnframt viðbragðsaðilum, sem lagt hafa nótt við dag við krefjandi aðstæður, þakkir fyrir sín góðu störf og óskar þeim góðs gengis í verkefnunum sem framundan eru.
Það er von Framsýnar að jarðhræringarnar valdi sem minnstum skaða og daglegt líf íbúa í Grindavík komist sem fyrst í eðlilegt horf.
Þannig samþykkt á stjórnar og trúnaðarráðsfundi félagsins 15. nóvember 2023.
Fh. Framsýnar stéttarfélags
Aðalsteinn Árni Baldursson
HMS og Norðurþing hafa samþykkt umsókn Bjargs íbúðafélags um stofnframlag vegna byggingu íbúða á Húsavík sem er afar ánægjulegt. Lóðinni Lyngholti 42-52 hefur verið úthlutað til verkefnisins og er þar gert ráð fyrir sex íbúðum samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Bjarg mun á næstu vikum óska eftir samstarfsaðilum vegna uppbyggingarinnar.
Bjarg er húsnæðissjálfseignastofnun rekin án hagnaðarmarkmiða. Félagið var stofnað í september 2016 af Alþýðusamband Íslands og BRSB og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði. Félagið hefur byggt rúmlega 1000 íbúðir á sl. 5 árum. Flestar íbúðirnar eru á höfuðborgarsvæðinu.
Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur eiga aðild að Bjargi í gegnum ASÍ og BSRB. Framsýn hefur lengi barist fyrir því að Bjarg kæmi að því að byggja upp húsnæði á Húsavík fyrir tekjulágar fjölskyldur. Þess vegna ekki síst ber að fagna samstarfi aðila, HMS, Norðurþings, stéttarfélaganna og Bjargs að nú sé í burðarliðnum að byggja sex íbúða raðhús á Húsavík á komandi mánuðum.
Związki zawodowe Framsýn przesyłają wszystkim mieszkańcom Grindariku najszczersze pozdrowienia w tym trudnym okresie, w tej nieprzewidywalnej sytuacji związanej z trzęsieniami ziemi i przewidywalnym wybuchem wulkanu w rejonie Reykjanes. My, tak jak inni mieszkańcy Islandii, myślami jesteśmy z Wami.
Nasze związki przekazują serdeczne podziękowania dla wszystkich, którzy biorą udział w monitorowaniu sytuacji i w akcjach ratunkowych, życzymy Wam powodzenia w dalszych działaniach.
Mamy nadzieję, że trzęsienia ziemi i erupcje nie wniosą większych strat w codziennym życiu mieszkańców Grindaviku i że sytuacja jak najszybciej wróci do normy.
List ten został zatwierdzony na zebraniu związkowym dnia 15-go listopada.
Tveggja daga þing Sjómannasambands Íslands fór fram í Reykjavík í síðustu viku. Framsýn átti tvo fulltrúa á þinginu, þá Jakob Gunnar Hjaltalín og Börk Kjartansson. Að venju voru fjölmörg mál á dagskrá þingsins og þingið taldi fulla ástæðu til að senda frá sér fjölmargar ályktanir sem eru meðfylgjandi þessari frétt.
33. þing Sjómannasambands Íslands beinir því til Alþingis að sjá til þess að viðskipti með fisk milli útgerðar og fiskvinnslu verði gagnsæ og uppfylli skilyrði um heilbrigða samkeppni og góða viðskiptahætti. Einnig krefst þingið þess að fyrirtækjum í sjávarútvegi verði gert skylt að skila öllum upplýsingum um framleiddar afurðir og söluverð þeirra til Hagstofu Íslands.
Í því sambandi má minna á bráðabirgðniðurstöðu 25. Auðlindarinnar okkar, um rafræna skráningu á rekjanleika afla í allri virðiskeðjunni, frá veiðum til neytenda. Með því móti er hægt að treysta því mun betur að mælingar á breytingum afurðaverðs séu réttar á hverjum tíma.
33. þing Sjómannasambands Íslands mótmælir því harðlega að sjómenn fái aðeins uppgert úr 20% af andvirði VS afla eins og segir í lögum um stjórn fiskveiða. Það er svívirða að Alþingi skyldi sjómenn til að inna af hendi vinnu við frágang á aflanum en heimili síðan útgerðinni að skerða laun sjómanna um 80% af því sem segir í kjarasamningi að greiða eigi fyrir þá vinnu. VS afla var ætlað að koma í veg fyrir brottkast á fiski. Þingið telur að reglur um VS afla hafi ekkert með brottkast að gera, heldur noti útgerðir heimildir til að landa VS afla í öðrum tilgangi en að koma í veg fyrir brottkast. Þingið krefst þess að sjómenn fái fullan hlut skv. kjarasamningi fyrir þá vinnu sem þeir leggja á sig við að ganga frá afla um borð í skipi.
33. þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að útgerðir og skipstjórnarmenn virði lögbundinn rétt sjómanna til hvíldar og fari eftir þeim lögum og reglum sem gilda um lágmarks hvíldartíma sjómanna. Einnig krefst þingið þess að mönnun fiskiskipa sé ætíð í samræmi við þá vinnu sem fram fer um borð. Með það að leiðarljósi ætti að skilgreina í sjómannalögum hve marga menn í áhöfn þarf til að sinna þeirri vinnu sem fram fer um borð.
33. þing Sjómannasambands Íslands skorar á íslenska útgerðarmenn að bæta samskipti sín við sjómenn og samtök þeirra. Vantraust hefur farið vaxandi milli sjómanna og útgerðarmanna undanfarin misseri og ár. Í sumum tilfellum er um algeran trúnaðarbrest að ræða. Skapa þarf nýtt traust milli aðila þannig að sjómenn og útgerðarmenn þessa lands geti talað saman á mannlegum nótum með það að leiðarljósi að báðir aðilar komi með reisn frá þeim samskiptum. Jafnframt minnir þingið útgerðarmenn á að fara að kjarasamningum varðandi upplýsingar sem eiga að fylgja uppgjörum um stærðarflokkun og verðmæti þess afla sem landað er þannig að sjómenn geti sannreynt að rétt sé gert upp við þá.
33. þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að vigtunarreglur verði endurskoðaðar. Afli verði full vigtaður á löggiltri hafnarvog þar sem ísprósenta er ákveðin og endurvigtunarleyfi verði afnumin. Einnig krefst þingið þess að vigtunarreglur uppsjávarfisks verði samræmdar.
33. þing Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir til að gera átak í starfsmenntun sjómanna í samstarfi við Sjómennt og stéttarfélög sjómanna. Einnig hvetur þingið útgerðir til að styðja við menntun sjómanna með því að greiða gjald í starfsmenntasjóð eins og aðrir atvinnurekendur. Það er skömm frá að segja að útgerðin í landinu greiði ekki til endurmenntunar sjómanna sinna, heldur er gjaldið greitt úr sameiginlegum sjóðum landsmanna.
33. þing Sjómannasambands Íslands hvetur stjórnvöld til að auka verulega framlög til hafrannsókna. Fyrirsjáanlegar eru miklar breytingar á umhverfi hafsins á norðurslóðum á næstu árum og áratugum. Vegna mikilvægis sjávarútvegsins fyrir efnahag Íslendinga er að mati þingsins nauðsynlegt að efla haf- og fiskirannsóknir umhverfis landið til að hægt sé að meta áhrif umhverfisbreytinganna á fiskistofna við Ísland.
33. þing Sjómannasambands Íslands hvetur til varkárni þegar rafrænt eftirlit er stundað um borð í skipum. Augljóslega er rafrænt eftirlit til bóta þegar öryggi skipverja og skips á í hlut. Skilja verður algerlega milli vinnu og friðhelgi einkalífs skipverja. Skipið er bæði vinnustaður og heimili sjómannsins. Þingið er sammála því að aukið rafrænt eftirlit verði haft með brottkasti og löndun úr íslenskum skipum til að koma í veg fyrir löndun fram hjá vigt. Þingið fer fram á að útgerðarmenn fari að persónuverndarlögum í þessum efnum.
33. þing Sjómannasambands Íslands ætlast til þess að samtök útgerðarmanna ásamt sjómönnum skoði fjarskiptamál sjómanna með það að markmiði að lækka kostnað þeirra vegna fjarskipta þannig að hann verði sambærilegur við fjarskiptakostnað annara
landsmanna. Kostnaðurinn í dag er almennt alltof hár.
33. þing Sjómannasambands Íslands varar mjög sterklega við því að sjómenn láti hafa sig í að taka að sér gerviverktöku til sjós. Enda er það kolólöglegt og vinna til sjós er ekki verktakavinna.
33. þing Sjómannasambands Íslands skorar á aðildarfélög SSÍ að hefja nú þegar undirbúning aðgerða til að knýja á um lausn í kjaradeilunni milli SSÍ og SFS náist ekki kjarasamningar fljótlega.
33. þing Sjómannasambands Íslands hafnar frumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi til breytinga á ýmsum lögum sem banna hvalveiðar. Sjómannasamband Íslands styður eindregið sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda sem og annara auðlinda. Sjálfbærni auðlinda er meginþáttur í velmegun okkar sem þjóðar til langframa. Hvalveiðar eru þar síst undantekning. Veiðarnar byggja á vísindalegri ráðgjöf og að lögum um velferð dýra sé framfylgt.
Hvalveiðar okkar eru einungis stundaðar úr stórum stofnum sem eru í mjög góðu ástandi. Eins er lítið vitað um afrán hvalastofna úr öðrum nytjastofnum almennt, s.s. loðnu, sem leiðir til að rannsaka þarf orsakasamhengið þar á milli mun betur m.a. með veiðum og rannsóknum á hvölum. Þess vegna telur Sjómannasamband Íslands að hvalveiðar séu nauðsynlegar fyrir utan að skapa hér vel launaða atvinnu til sjós og lands. Sjómannasamband Íslands telur mjög mikilvægt að hugað sé að jafnvægi lífríkisins þegar ákvörðun um nýtingu stofna við Íslandsstrendur eru teknar.
33. þing Sjómannasambands Íslands tekur heilshugar undir með þeim sem krefjast afnáms húsnæðisliðar úr útreikningi vísitölu neysluverðs. Vaxtakostnaður heimilanna er orðinn alltof þungur. Sjómenn reka líka heimili eins og aðrir landsmenn.
33. þing Sjómannasambands Íslands tekur heilshugar undir ályktun 9. Þings SGS um að fá óháða aðila til að skoða kosti og galla íslensku krónunnar sem og kosti og galla þess að taka upp annan gjaldmiðil. Í því ljósi má minna á að stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins gera upp í erlendum gjaldmiðlum. Starfsfólk þessara fyrirtækja ætti því alveg eins að fá laun sín greidd í þeim gjaldmiðli sem viðkomandi fyrirtæki selur sínar afurðir á.
33. þing SSÍ tekur undir að að skoðað verði hvort hagkvæmt sé að Landsbanki Íslands verði samfélagsbanki, launafólki til heilla.
33. þing Sjómannasambands Íslands skorar á stjórnvöld að fylgja eftir markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu með því að bæta þegar í stað aðgengi ALLRA þegna landsins að viðunandi heilbrigðisþjónustu og tryggja þannig jafnan aðgang að heilsugæslu, sérfræðingum og nauðsynlegum lyfjum í heimabyggð. Því samhliða verði greiðsluþáttökukerfið er varðar vinnutap, ferða- og dvalarkostnað sjúklinga endurskoðað í takt við útgjöld þeirra á hverjum tíma.
33. þing SSÍ minnir stjórnvöld á að sjómenn nýta heilbrigðis- og aðra opinbera þjónustu minna en aðrir landsmenn vegna fjarveru sinnar til sjós. Stjórnvöld verða að taka það inn í myndina þegar skattar eru ákveðnir á þegnana. Með þessum rökum krefst þingið þess að stjórnvöld taki upp viðræður við sjómannasamtökin um skattaafslátt til handa sjómönnum.
33. þing Sjómannasambands Íslands tekur undir áherslur 9. þings SGS um lífeyrrismál.
• Lífeyristökualdur erfiðisvinnustétta frá TR miðist áfram við 67 ára aldur.
• Ríkið dragi úr skerðingum á lífeyrisgreiðslum úr almannatryggingakerfinu, fyrsta skref sé lækkun úr 45% í 30% skerðingu.
• Frítekjumark almannatrygginga vegna lífeyristekna verði með sama hætti og vegna atvinnutekna.
• Ríkið jafni að fullu örorkubyrði sjóðanna.
• Lífeyrissjóðir beiti sér gegn óraunhæfum starfskjörum og hvers konar ofurlaunum.
• Lífeyrissjóðir séu virkir eigendur í fyrirtækjum.
• Lífeyrissjóðir leggi meiri þunga í að koma réttindum fólks er flyst erlendis til skila.
33. þing SSÍ krefst þess að útgerðin greiði laun fyrir þegar sjómenn ferðast á milli staða í þágu útgerðar.
33. þing SSÍ fer fram á að sjómenn hætti yfirísun þegar afli fer erlendis í gámum, að því gefnu að fiskurinn sé seldur áður en hann kemur á áfangastað. Enda er það ekki markmið núverandi kjarasamnings að ísað sé yfir afla sem fer ekki á uppboðsmarkað erlendis.
Samþykkt samhljóða
Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kemur til fundar miðvikudaginn 14. nóvember. Að venju eru mörg og mikilvæg mál til umræðu á fundinum. Stjórn Framsýnar-ung er einnig boðið að sitja fundinn.
Dagskrá:
Hér má sjá áhugavert myndband er tengist samstöðufundinum á kvennafrídaginn víða um land. Kvennaverkfall 2023 – Alþýðusamband Íslands – YouTube
Stjórn Lsj. Stapa og lykilstarfsfólk hafa síðustu tvo daga setið stefnumótunarfund á Húsavík. Þau litu við á Skrifstofu stéttarfélaganna á fimmtudaginn og fengu smá kynningu á starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Hér er hópurinn ásamt formanni Framsýnar, Aðalsteini Árna, sem fór yfir fjölbreyta starfsemi félaganna auk þess að sína þeim húsnæði aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna.
Björn Snæbjörnsson fyrrverandi formaður Einingar-Iðju og Starfsgreinasambands Íslands kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík fyrir helgina. Björn lét af formennsku hjá Einingu-Iðju í apríl 2023 eftir að hafa gegnt formennsku í félaginu í 31 ár, en í heildina hefur Björn starfað í yfir 40 ár fyrir félagið. Björn hefur verið virkur í starfi Starfsgreinasambands Íslands frá upphafi og lét af störfum sem formaður sambandsins á þingi þess 2021 eftir að hafa gegnt því embætti frá árinu 2012 og þar á undan sem varaformaður.
Í gegnum tíðina hefur Björn auk þess starfað mjög náið með forsvarsmönnum Framsýnar enda liggja félagssvæði félaganna saman. Þá hafa félögin verið mjög áberandi í verkalýðsbaráttunni á Íslandi til fjölda ára. Þar sem Björn hefur nú stigið til hliðar eftir áratuga þjónustu við verkafólk þótti við hæfi að Framsýn færði honum smá gjöf í tilefni þessara tímamóta. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, færði Birni gjöfina og húfu frá Framsýn sem hann á örugglega eftir að bera á köldum vetrardögum.
Forsvarsmenn og starfsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa verið á ferðinni um landið síðustu vikurnar. Tilgangurinn hefur verið að funda með heimamönnum um komandi kjaraviðræður og stöðuna almennt í þjóðfélaginu. Á vef sambandsins kemur fram að opnu vinnufundirnir hafi verið vel sóttir og mikill samhljómur verið meðal gesta um þær áskoranir sem framundan eru og leiðirnar fram á við. Einhugur sé um að aðilar vinnumarkaðarins eigi að semja til langs tíma og innan svigrúms með það að markmiði að verja kaupmátt. Þá telji fólk almennt mikilvægt að hið opinbera leiði ekki launaþróun eða setji atvinnulífinu of þröngar skorður með íþyngjandi regluverki. Enn fremur hafa þátttakendur á fundunum sem flestir koma úr atvinnulífinu talið mikilvægt að almenningur og einstakir atvinnurekendur stuðli að upplýstri umræðu um samhengi launabreytinga og verðbólgu og að fræðsla um kaup, kjör og réttindi launafólks verði aukin. Í dag var komið að því að halda vinnufund á Akureyri sem var vel sóttur.
Formanni Framsýnar var boðið að taka þátt í fundinum sem og hann gerði ásamt Aðalsteini J. Halldórssyni starfsmanni stéttarfélaganna. Að þeirra sögn var fundurinn mjög áhugaverður og gott innlegg inn kjaraviðræðurnar sem eru framundan enda kjarasamningarnir á almenna vinnumarkaðinum lausir í lok janúar 2024.
Ef eitthvað er að marka þessa mynd sem er af talsmönnum SA og Framsýnar, þeim Eyjólfi Árna formanni og Sigríði Margréti framkvæmdastjóra auk Aðalsteins Árna formanni Framsýnar eiga kjaraviðræðurnar eftir að ganga vel í vetur. Hér eru þau fyrir framan lágmyndina sem nefnist; „Samvinna til sjávar og sveita“ og táknar samvinnu alþýðumanna.
„9. þing Starfsgreinasambands Íslands, haldið í Reykjavík 25.-27. október 2023, lýsir yfir fullum stuðningi við þá kröfu Landssambands eldri borgara að grunnlífeyrir frá TR verði sambærilegur lægsta taxta SGS. Enn fremur lýsir SGS yfir fullum stuðningi við þá kröfu að frítekjumark vegna lífeyristekna verði hækkað verulega en frítekjumarkið hefur verið óbreytt í sex ár. Þing SGS skorar á heildarsamtök launafólks að standa þétt við bakið á sínum gömlu félagsmönnum í þeirra baráttu og að þeirra málefni verði á dagskrá í komandi kjarasamningaviðræðum við ríkisvaldið.“